Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 21
RANNSÓKN Tafla II. Fylgikvillar í legu og endurinnlagnir eftir útskrift vegna fylgikvilla, skipt niöur eftir tegund aðgerðar. Fylgikvillar í legu Vöðvaflipar (Fjöldi 25) Igræði (Fjöldi 73) Alls (Fjöldi 98) Sýking (sýklalyf i æö) 0 1 1 Fullþykktarhúöbruni 1 0 1 Blæðing (blóðgjöf) 3 2 5 Blæðing (enduraðgerð og blóðgjöf) 1 2 3 Yfirvofandi flipadrep (enduraðgerð) 1 0 1 Flúðdrep (enduraðgerð) 0 1 1 Samtals 6 6 12 Endurinnlögn eftir útskrift vegna fylgikvilla Sýking (sýklalyf í æð) 0 3 3 Húðsýking (enduraðgerð og sýklalyf í æð) 0 2 2 Igræðissýking (enduraðgerð og sýklalyf í æð) 0 2 2 Húðdrep (enduraðgerð) 0 4 4 Blæðing (blóðgjöf) 0 1 1 Sermigúll (enduraðgerð) 0 1 1 Fitudrep (enduraðgerð) 1 0 1 Samtals 1 13 14 með lítið húðdrep sem ekki þarfnaðist enduraðgerðar, 9 voru með lítið geirvörtudrep sem ekki þarfnaðist enduraðgerðar, þrír með algjört geirvörtudrep sem krafðist enduruppbyggingar á geirvörtu á göngudeild og tveir með fitudrep sem ekki krafðist enduraðgerðar. Sex sjúklingar höfðu tvo væga fylgikvilla og því voru aðeins 37 (38%) sjúklingar með væga fylgikvilla en fjöldi vægra fylgikvilla var 43. í fjórum tilvikum af þessum 6 sem fengu tvo væga fylgikvilla mætti rökstyðja að aðeins væri um einn fylgikvilla að ræða, bæði húðdrep og húðsýkingu á sama svæði. Tafarlaus geirvörtuuppbygging var gerð hjá 21 konu af þeim 25 sem fóru í vöðvaflipauppbyggingu. í 6 tilfellum (29%) varð vægt geirvörtudrep sem ekki krafðist enduraðgerðar en í tveimur tilfellum (10%) varð alvarlegt geirvörtudrep þar sem fjarlægja þurfti geirvörtuna og byggja upp nýja síðar. Fylgikvillar í legu voru marktækt algengari eftir vöðvaflipa- uppbyggingu eða hjá 24% sjúklinga, en hjá 8% eftir uppbyggingu með ígræði (p=0,04) (tafla II). Endurinnlögn eftir útskrift vegna fylgikvilla var hins vegar algengari eftir uppbyggingu með ígræði, eða í 18% tilfella, en aðeins eftir 4% vöðvaflipauppbygginga, þó munurinn sé ekki marktækur (p=0,09) (tafla II). Einnig var hlutfallslega fleirum gefin sýklalyf um munn vegna gruns um sýkingar í uppbyggingum með ígræði (21%) en í vöðva- flipauppbyggingum (12%), þó sá munur hafi heldur ekki náð tölfræðilegri marktækni (p=0,34). í töflu III sést samanburður á niðurstöðum þessarar rannsóknar við bresku NMBR- rannsóknina. í ljós kom að hlutfall tafarlausra uppbygginga eftir brjóstnám er hærra á íslandi (31%) en að meðaltali í Bretlandi (21%) (tafla III). Á rannsóknartímabilinu voru 74% uppbygginga á Landspítala gerðar með ígræði en 26% með Tafla III. Samanburður á niðurstöðum rannsóknar við niðurstöður úr breskri rannsókn á sambærilegum sjúklingahópi. ('NMBRA meðaltal án frírra vöðvaflipa.) Landspítali 2008-2010 (%) NMBRA Heildarmeðaltal (%) Hlutfall tafarlausra brjóstaupp- bygginga af brjóstnámum 31 21 Hlutfall uppbygginga meö ígræöi eingöngu 74 37 Hlutfall uppbygginga með flipa 26 63 Fylgikvillar i legu 12 17(14*) Endurinnlagnir 14 16 Grunur um húðsýkingu og gefin sýklalyf um munn 18 24 Enduraðgerðir 5 5 vöðvaflipa, en þessu er nánast öfugt farið í Bretlandi, eða 37% ígræði og 63% vöðvaflipar. Samanburður á tíðni fylgikvilla sýnir að hún er sambærileg við niðurstöður NMBRA. Enduraðgerðartíðnin var einnig sambærileg sem og meðallegudagafjöldi. Umræða Veruleg aukning hefur orðið á tafarlausum brjóstauppbyggingum á Landspítala frá árinu 2008. Hlutfall tafarlausra uppbygginga við brjóstnám hefur sexfaldast milli árabilanna 2000-2005 (5%) og 2008-2010 (31%) og meira en helmingur kvenna 50 ára og yngri (55%) gengust undir slíka aðgerð. Almennt eru þessar aðgerðir áhættulitlar og alvarlegir fylgikvillar eru sjaldgæfir. Við samanburð á niðurstöðum NMBRA kemur í ljós að hlutfall tafarlausra uppbygginga eftir brjóstnám er hærra á íslandi (31%) en að meðaltali í Bretlandi (21%), en tíðni fylgikvilla, meðalfjöldi legudaga eftir aðgerð og enduraðgerðartíðni sambærileg (tafla III).1344 Við frekari samanburð kemur fram markverður munur á tegundum tafarlausra brjóstauppbygginga milli landanna, en á íslandi eru 74% uppbygginga gerðar með ígræði en 26% með vöðvaflipa, meðan þessu er nánast öfugt farið í Bretlandi, það er 37% ígræði og 63% flipar (bæði stilkaðir vöðvaflipar og fríir flipar). Á íslandi hafa ekki verið framkvæmdar tafarlausar brjóstauppbyggingar með fríum flipum undanfarin ár, en mun betra aðgengi er að slíkum aðgerðum í Bretlandi og skýrir það að einhverju leyti þennan mun. Þótt þessi rannsókn sé afturskyggn er kostur hennar sá að niðurstöðurnar endurspegla tíðni og tegund þessara aðgerða hjá heilli þjóð á ákveðnu tímabili, þar sem nánast allar brjóstakrabbameinsaðgerðir á íslandi eru framkvæmdar á Landspitala. Þetta styrkir samanburðinn við niðurstöður NMBRA. Auk þessa má ætla að líkur á valskekkju séu minni en við hefðbundna afturskyggna rannsókn sem lýsir reynslu einnar stofnunar eða eins skurðlæknis, þó slíkt verði ekki útilokað. Til að mynda hefur erlend rannsókn sýnt fram á að það væru frekar yngri, vel stæðar, háskólamenntaðar konur í sambúð sem kysu að fara í brjóstauppbyggingu.6 Þó hlutfall þeirra sem gangast undir tafarlausar uppbyggingar á Landspítala sé hátt (31%) miðað við aðrar rannsóknir (21% í Bretlandi1314 og <20% í Bandaríkjunum15) fer meirihluti sjúk- linga þó í brjóstnám eingöngu. Á rannsóknartímabili þess- LÆKNAblaðið 2012/98 461
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.