Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 43
UMFJÖLLUN O G GREINAR Frd Ólympfuleikunum i'Loudon: Ragna lngólfsdóttir badmintonspilari, Örnólfur læknir, Þórarinn Alvar Þórarinsson aðstoðarfararstjóri, Kdri Steinn Karlsson maraþonhlaupari, Ásdfs Hjdlmsdóttir spjótkastari og fyrir framan er Hafrún Kristjdnsdóttir sdlfræðingur. Óðinn Bj'órn Þorsteinsson kúluvarpari er í bakgrunni. Mynd úr einkasafni „Allir mæta <sameiginlegan matsal og maðursitur kannski við hliðina d gull- eða ólympíumeistara en veit ekki af þvífyrr en daginn eftir." Mynd úr einkasafni Það er mjög gott að vinna í Orkuhús- inu. Við erum með þrjár skurðstofur á fyrstu hæðinni og góða röntgenaðstöðu. Svo eru fínir sjúkraþjálfarar og stoðtækja- þjónusta líka svo við höfum mjög heild- stæða einingu og getum klárað mest allt sjálf í húsinu. Miðað við það sem við höf- um skoðað erlendis af sambærilegum ein- ingum er starfsemin hjá okkur ansi góð. Við höfum líka mikið samband við erlenda aðila, ef við viljum taka upp nýjar aðgerðir koma sérfræðingar til okkar og hjálpa okkur eða við förum út og sjáum hvernig þeir gera hlutina. Mest höfum við leitað til Þýskalands, Norðurlandanna og líka Ítalíu. Það fer eftir því hvaða vandamál er við að eiga til hverra við leitum, við snúum okkur til þeirra sem eru bestir í því fagi. Þannig vinnum við upp smæðina sem er hér á íslandi þar sem við fáum kannski ekki þjálfun í því sem er sjaldgæft. Ég held að við séum ansi góð í flestu því sem algengast er og að það sem við gerum sé vel gert. Það er gott fyrir lækni í minni grein að vinna með sjúkraþjálfurum, okkar sameiginlega verkefni er að koma sjúklingunum sem fyrst aftur út í lífið, bæði í vinnu og íþróttir og slíkt samstarf er gefandi og gott." í Hjólreiöafélagi miðaldra skrifstofumanna - Hefur þú haft áhuga á íþróttum alla tíð? „Já, ég er uppalinn á skíðum og við allskonar hreyfingu, enda faðir minn Valdimar Örnólfsson íþróttakennari sem stundaði meðal annars skíðakennslu í Kerlingarfjöllum í áraraðir. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég hafði áhuga á að fara í svona bæklunarlæknisfræði og útfrá því að sinna mikið íþróttafólki? Ég held það." - Ertu keppnismaður? „Já, ég keppti mikið, varð íslands- meistari nokkrum sinnum og keppti einnig á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikunum 1992 í Albertville í Frakklandi." Stríddir þú við íþróttameiðsl sjálfur? „Ég sleit liðbönd í ökla tvívegis, einu sinn á skíðum og annað skipti í körfubolta og síðan eftir að ég var hættur að keppa braut ég viðbein eftir fall á skíðum." - Átt þú spræka afkomendur? „Já, þau gen koma nú úr báðum ættum. Konan mín, Sóley Þráinsdóttir taugalæknir, var í handbolta áður fyrr, meðal annars í Svíþjóð þar sem hún átti heima í mörg ár. Við eigum þrjá krakka og þeir eldri hafa mikinn áhuga á íþróttum en sá yngsti er óskrifað blað í þeim efnum. Hinrik Þráinn, 16 ára, er í fótbolta, Kristín Valdís er 14 ára og iðkar listdans á skautum. Þau æfa flesta daga vikunnar. Hinrik var í handbolta og golfi líka en valdi að lokum fótboltann og bæði voru þau í tónlist en hættu því, þannig að lífið snýst um íþróttir hjá þeim og skólann. Síðan eigum við einn strák sem er að verða fjögurra ára og heitir Valdimar Kári. Hann er örvfættur og örvhentur þannig að hann gæti orðið dýrmætur boltaspilari." - Hvaða íþróttir stundar þú helst núna? Ég spila svolítið golf og hef gaman af þvf en aðallega stunda ég hjólreiðar, mest fjallahjólreiðar. Er búinn að vera í því LÆKNAblaðið 2012/98 483
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.