Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR Fæ að vera í hjólahópnum af því ég er bæklunarlæknir - segir Örnólfur Valdimarsson ■ ■ ■ Mynd og texti Gunnþóra Gunnarsdóttir Örnólfur Valdimarsson er bæklunar- skurðlæknir í Orkuhúsinu við Suður- landsbraut. Hann var á sínum fyrstu Ólympíuleikum sem læknir nú í sumar og sinnti íslenskum keppendum eftir þörfum fyrstu vikur leikanna. Hann hefur þó áður verið á Ólympíuleikum því hann keppti á skíðum í Albertville í Frakklandi 1992. Nú hafa hjólreiðar tekið við af skíðabruninu sem hans helsta sport og svo er hann að ala upp íþróttafólk. „Það var gaman að upplifa stemmn- inguna á Ólympi'uleikum og vera innan um íþróttafólkið, bæði okkar fólk og fulltrúa annarra þjóða. Meðal annars var athyglisvert að sjá hvernig keppendur veljast í mismunandi greinar eftir vaxtar- lagi, litlir og grannir í hlaup, þreknir f júdó og lyftingar og hávaxnir í blak og körfubolta. Svo líta fimleikastelpurnar út eins og 12, 13 ára þó þær séu 16, 17 ára. Allir mæta í sameiginlegan matsal og maður situr kannski við hliðina á einhverjum heims- eða Ólympíumeistara en veit ekki af því fyrr en daginn eftir þegar maður sér hann í sjónvarpinu að verja Ólympíugullið." Þannig byrjar Örnólfur Valdimarsson að svala forvitni fréttamanns og heldur áfram: „Við vorum tveir sem skiptum með okkur að vera læknar íslenska Ólympíuliðsins í London. Ég var fyrst einn í tvær vikur og svo kom Brynjólfur Jónsson út og tók við af mér þegar vika var eftir. Hann átti að fara með handboltaliðinu í úrslit og auðvitað aðstoða líka frjálsíþróttafólkið eftir þörfum. Sundfólkið var búið með sínar keppnir, líka júdókeppendur og badmintonspilarar þegar hann kom. Það var töluvert að gera í byrjun. Ein stúlkan í sundinu hafði fengið brot í olnbogann, óhliðrað brot, segulómskoðun sýndi sprungu í einu beini og blæðingu svo olnboginn fylltist af blóði. Hún átti að keppa viku og rúmri viku seinna. Læknir svona Iiðs þarf fyrst og fremst að greina hvað er að og meta möguleikana, hversu fljótt einstaklingar geta komist í keppnishæft form ef það er inni í myndinni. Það var dálítið setið á rökstólum yfir stúlkunni, hvort við ættum að afskrá hana eða reyna að koma henni LÆKNAblaðið 2012/98 481
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.