Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2012, Side 41

Læknablaðið - 15.09.2012, Side 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR Fæ að vera í hjólahópnum af því ég er bæklunarlæknir - segir Örnólfur Valdimarsson ■ ■ ■ Mynd og texti Gunnþóra Gunnarsdóttir Örnólfur Valdimarsson er bæklunar- skurðlæknir í Orkuhúsinu við Suður- landsbraut. Hann var á sínum fyrstu Ólympíuleikum sem læknir nú í sumar og sinnti íslenskum keppendum eftir þörfum fyrstu vikur leikanna. Hann hefur þó áður verið á Ólympíuleikum því hann keppti á skíðum í Albertville í Frakklandi 1992. Nú hafa hjólreiðar tekið við af skíðabruninu sem hans helsta sport og svo er hann að ala upp íþróttafólk. „Það var gaman að upplifa stemmn- inguna á Ólympi'uleikum og vera innan um íþróttafólkið, bæði okkar fólk og fulltrúa annarra þjóða. Meðal annars var athyglisvert að sjá hvernig keppendur veljast í mismunandi greinar eftir vaxtar- lagi, litlir og grannir í hlaup, þreknir f júdó og lyftingar og hávaxnir í blak og körfubolta. Svo líta fimleikastelpurnar út eins og 12, 13 ára þó þær séu 16, 17 ára. Allir mæta í sameiginlegan matsal og maður situr kannski við hliðina á einhverjum heims- eða Ólympíumeistara en veit ekki af því fyrr en daginn eftir þegar maður sér hann í sjónvarpinu að verja Ólympíugullið." Þannig byrjar Örnólfur Valdimarsson að svala forvitni fréttamanns og heldur áfram: „Við vorum tveir sem skiptum með okkur að vera læknar íslenska Ólympíuliðsins í London. Ég var fyrst einn í tvær vikur og svo kom Brynjólfur Jónsson út og tók við af mér þegar vika var eftir. Hann átti að fara með handboltaliðinu í úrslit og auðvitað aðstoða líka frjálsíþróttafólkið eftir þörfum. Sundfólkið var búið með sínar keppnir, líka júdókeppendur og badmintonspilarar þegar hann kom. Það var töluvert að gera í byrjun. Ein stúlkan í sundinu hafði fengið brot í olnbogann, óhliðrað brot, segulómskoðun sýndi sprungu í einu beini og blæðingu svo olnboginn fylltist af blóði. Hún átti að keppa viku og rúmri viku seinna. Læknir svona Iiðs þarf fyrst og fremst að greina hvað er að og meta möguleikana, hversu fljótt einstaklingar geta komist í keppnishæft form ef það er inni í myndinni. Það var dálítið setið á rökstólum yfir stúlkunni, hvort við ættum að afskrá hana eða reyna að koma henni LÆKNAblaðið 2012/98 481

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.