Læknablaðið - 15.09.2012, Side 31
SJÚKRATILFELLI
Mynd 1-A. Þversniðsmynd (axial) afhöfði: mikið magn
lofts í mjúkvefjum vinstri kinnar og aftan við neðankok
(hypopharynx).
Mynd 1-B. Þversniðsmynd af neðsta hluta höfuðs og
efri hluta hdls. Mikið loft er i mjúkvefjum vinstra megin
og umhverfis barka og yfir til hægri.
Mynd 1-C. Þversniðsmynd af neðri hluta háls. Loft
(mjúkvefjum vinstra megin d neðanverðum hálsi,
umhverfis barka og efsta hluta miðmætis.
Skyndilegur þroti í andliti og þyngsla-
verkur yfir brjóstkassa eftir tannviðgerð
- tvö sjúkratilfelli
Þorsteinn Viðar Viktorsson' læknir, Hildur Einarsdóttir2 læknir, Elísabet Benedikz3 læknir, Bjarni Torfason4 læknir
ÁGRIP
Húðbeðsþemba (subcutaneous emphysema) á andlits- og hálssvæði er
sjaldgæfur en vel þekktur fylgikvilli tannviðgerða, einkum eftir tannúrdrátt.
Einnig er sjaldgæft að loftmiðmæti (pneumomediastinum) hljótist af slíku
inngripi. Orsökin eryfirleitt innblástur lofts undir þrýstingi inn í mjúkvefi
munnhols frá tækjum tannlækna. Astandið gengur oft yfir sjálfkrafa, en
getur valdið lífshættulegum fylgikvillum. Hér eru kynnt tvö sjúkratilfelli þar
sem húðþemba og loftmiðmæti komu í kjölfar minniháttar tannviðgerða.
Tilfellið
Fyrra tilfelli
’Skurðsviði,
2myndgreiningardeild,
3bráðadeild,
4brjóstholsskurðdeild
Landspítala.
Fyrirspurnir:
Þorsteinn V. Viktorsson
steini. vidandgmail.com
Grein barst 23. apríl
- samþykkt 27. júní.
Húðbeðsþemba (subcutanous emphysema) á höfuð- og
hálssvæði stafar af óeðlilegri loftsöfnun í mjúkvefi
höfuðs og háls. Orsökin er yfirleitt áverki, ástand eftir
skurðaðgerð eða þrýstingsáverki (barotmuma) sem
veldur rofi á lungnablöðrum. Húðbeðsþemba er sjald-
gæfur en þekktur fylgikvilli tannviðgerða, einkum
eftir skurðinngrip á borð við tannúrdrátt. Einnig er
sjaldgæft að loftmiðmæti (pneumomediastinum) hljótist
af slíku inngripi. Líklegt er að einhver hluti tilfella sé
minniháttar og aldrei greindur, en í alvarlegri tilfellum
geta fylgikvillar orðið lífshættulegir. Við kynnum tvö
sjúkratilfelli húðbeðsþembu, þar af annað með loft-
miðmæti, eftir minniháttar tannviðgerðir. Farið verður
yfir meinmyndun og meðferð auk þess sem forvarnar-
leiðir eru ræddar.
Sextugri konu var vísað á bráðamóttöku af tannlækni
vegna skyndilegs þrota í vinstri andlitshelmingi. Hún
var almennt hraust að undanskildum háþrýstingi með
tveggja lyfja meðferð. Framkvæmd var hefðbundin
viðgerð með borun og tannfyllingu í forjaxl í vinstri
helmingi neðri góms. Ekki var staðdeyft. Þegar blásið
var á tannskurðarsárið þrútnaði sjúklingurinn skyndi-
lega upp á vinstri andlitshelmingi upp að neðra augn-
Ioki og niður á háls. Við komu á bráðamóttöku kvart-
aði hún jafnframt undan dofatilfinningu í andliti og
þyngslatilfinningu yfir brjóstkassa. Fyrstu lífsmörk
voru innan eðlilegra marka að undanskilinni vægri
blóðþrýstingshækkun (155/86 mmHg). Hún var veru-
lega þrútin í öllum vinstri andlitshelmingi upp undir
augnlok og niður vinstri hluta háls.
LÆKNAblaðið 2012/98 471