Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Side 16

Fréttatíminn - 21.11.2014, Side 16
Ö Önnur lota verkfalls lækna í Læknafélagi Ís-lands hófst í vikubyrjun og á þriðjudaginn hófust verkfallsaðgerðir lækna í Skurðlækna-félagi Íslands. Verkfallsáætlun hefur verið gerð til 11. desember, semjist ekki fyrir þann tíma. Þá ákvarða læknar framhaldið. Verk- fallsaðgerðirnar hafa bein og óbein áhrif, bein vegna þess að aðeins er sinnt bráðatilfellum – og óbein vegna óróa almennings sem setur traust sitt á þjónustu heilbrigð- iskerfisins en nýtur ekki – nema lífsnauðsynlegrar bráða- þjónustu. Það verður ólíðandi röskun á högum fólks þegar það kemst ekki til læknis. Meginefni Líftímans, sem fylgdi Fréttatímanum síðast- liðinn föstudag, var staða heil- brigðiskerfisins. Þar var ástand- inu í meginatriðum lýst á þann veg að Íslendingar væru ekki lengur í fremstu röð í heilbrigð- ismálum þar sem meðal annars kæmu fram afleiðingar af langtímaniðurskurði til Land- spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, lýsti því svo að sá niðurskurður hefði áhrif á þrjá þætti sem erfitt væri að aðskilja. Í fyrsta lagi starfsfólkið þar sem afleiðingar sæjust meðal annars í yfirstandandi verkföllum. Í öðru lagi hefði niðurskurðurinn komið niður á rekstri sjúkrahússins þar sem rekstrarfé dygði ekki fyrir lögbundnum verkefnum. Í þriðja lagi kæmi niðurskurðurinn fram á inn- viðum á borð við húsnæði og rafræn kerfi sem væru úrelt. Í Líftímanum var enn fremur vitnað í ræðu Sigurveigar Margrétar Stefánsdóttur læknis, á Austurvelli 10. nóvember síðastliðinn. Þar sagði hún að fjármálahrunið eitt og sér skýrði ekki þann skaða sem orðið hefði á heilbrigðis- þjónustunni. Skilning stjórnvalda hefði skort í áratugi. Grunvallarhugmynd heimilislækn- inga væri fokin út í veður og vind þegar fólk ætti ekki fastan heimilislækni, hvorki í smærri bæjarfélögum né Reykjavík. „Við verðum að stöðva þróunina, stöðva niðurskurð, fjölga stöðum, bæta við tækjum, bæta húsnæði, huga að lýðheilsu og því að fyrirbyggja sjúk- dóma til að spara gífurlegar fjárhæðir seinna meir,“ sagði Sigurveig Margrét um leið og hún sagði lækna hafa orðið að grípa til ráðs sem færi gegn grundvallarhugsun þeirra – að fara í verkfall. Landflótti lækna er alvarlegt mál og sama gildir um háan aldur þeirra lækna sem hér starfa. Eðlileg endurnýjun stéttarinnar hefur riðlast. Sérfræðilækna vantar í margar greinar og vinnuálag er mikið á þá sem hér starfa. Hundruð íslenskra lækna starfa í nágranna- löndunum við betri kjör, betri aðstæður og minna vinnuálag. Þessari öfugþróun verður að snúa við. Það kostar mikla fjármuni, hvort heldur eru beinar kjarabætur, átak í tækjakaupum eða húsnæð- isbót. Ástandið sýnir að við erum komin í öng- stræti þar sem erfitt er að snúa við. Viðræður læknafélaganna og samninganefndar ríkisins eru í pattstöðu. Um það er vart deilt að kjör lækna eigi að vera góð – en kröfur þeirra eru engu að síður, eftir þeim upplýsingum sem fengist hafa, mun hærri en samningsaðilinn er, að óbreyttu, tilbúinn að samþykkja. Þá er litið til þeirra áhrifa sem umtalsverð hækkun til eins hóps hefur á kröfur annarra stétta, sem erfitt reynist að standa gegn og í kjölfarið fylgir hættan á að verðbólga fari úr böndun- um, gengið falli og krónutöluhækkanir hverfi eins og dögg fyrir sólu – sem sagt, gamalkunn íslensk raunasaga. Það þarf óhjákvæmilega að taka u-beygju í öngstrætinu, þótt þröngt sé. Það gerist hins vegar ekki nema að aðrar stéttir sætti sig við að læknar verði teknir út fyrir sviga – að viður- kennt verði að svo mikið sé í húfi að feta verði ótroðna slóð, að aðrir sætti sig við að fá hlut- fallslega minna í sinn skerf. Þar reynir á for- ráðamenn launþega, stórra og smárra félaga, hvort heldur er hjá hinu opinbera eða á al- mennum markaði – en um leið skilning lækna á kjaraumhverfi hérlendis og hvað gerlegt sé. Ákvörðun um að leggja aukna fjármuni í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á öllum þeim þremur sviðum sem forstjóri Land- spítalans nefndi þýðir óhjákvæmilega breytta forgangsröðun á ýmsum öðrum liðum ríkis- útgjalda. U-beygja í öngstræti Út fyrir sviga Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. bbb „… skemmtileg fjölskyldusaga … bráðfyndin … afskaplega vel gert.“ Árni Matthíasson / Morgunblaðið „stórskemmtileg! … mjög vel utan um allt haldið … æðisgenginn lestur … frábær afþreying.“ auður haraldsdóttir / Virkir Morgnar „… óhætt að mæla hástöfum með.“ guðríður haraldsdóttir / Vikan „sprenghlægileg …“ Erla hlynsdóttir / FréttatíMinn www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu 16 viðhorf Helgin 21.-23. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.