Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 48
48 ferðalög
Kristján
Sigurjónsson
kristjan@turisti.is
Helgin 21.-23. nóvember 2014
Söguferðir bjóða upp á framandi og fræðandi ferðir
S öguferðir hafa í gegnum tíð-ina staðið fyrir ferðum um lönd og samfélög sem mörg
hafa ekki sést á hinu stóra hlað-
borði ferðaþjónustunnar. Starfs-
fólk Söguferða leggur áherslu á
persónulega þjónustu sem birtist
einna helst í því að viðskiptavinum
býðst sá möguleiki að taka þátt í
skipulagningu ferðanna. Sögu-
ferðir gera einnig miklar kröfur til
fararstjóra hvað varðar þekkingu á
sögu og menningu áfangastaða og
þess fólks sem þar býr. Jafnframt
hefur ávallt verið lögð áhersla á að
halda verði í lágmarki og gæðum í
hámarki.
Söguferðir eru að hluta til eins
konar tenglaþjónusta sem ein-
staklingar, félög eða hópar geta
leitað til við skipulagningu ým-
issa ferða. Söguferðir bjóða upp
á fararstjóra sem búa yfir þekk-
ingu á fyrirhuguðum áfangastað.
Fararstjórinn miðlar þekkingu
sinni og skipuleggur ferð í sam-
ráði við hópinn og undirbýr ferða-
langana með það að leiðarljósi
að þeir munu njóta ferðarinnar,
bæði á meðan henni stendur og
ekki síður þegar heim er komið.
Að ferð lokinni eiga ferðlangar að
geta geymt minningar um yndis-
lega ferð um ókomin ár.
Söguferðir hyggjast færa út kví-
arnar á komandi ári og í undir-
búningi er samstarf við ferða-
skrifstofuna Vita. Fyrirhugaðar er
ýmsar spennandi ferðir, en helst má
nefna ferðir til Albaníu sem verða í
svipuðum dúr og Söguferðir hafa
áður skipulagt og tókust afar vel.
Þá eru í bígerð ferðir til Búlgaríu,
Wales, Hvíta-Rússlands, Póllands,
Malasíu, Dúbaí, Kanada, Banda-
ríkjanna, Brasilíu og Bútan. Einn-
ig er á döfinni fræðsluferð um upp-
haf kristinnar miðaldamenningar á
Íslandi með ferð um Þýskaland og
Frakkland.
Næstkomandi sunnudag, 23.
nóvember, fer fram kynning á fyrir-
huguðum ferðum árið 2015. Kynn-
ingin fer fram í Norræna húsinu
og hefst klukkan 14. Allir eru vel-
komnir og áhugafólk um öðruvísi
ferðir, sögu og menningu ætti svo
sannarlega ekki að láta þennan við-
burð framhjá sér fara.
Unnið í samstarfi við
Söguferðir
Ferðaskrifstofan Söguferðir
býður upp á skipulagða
fræðslu um lönd, borgir, sam-
félög þjóða og menningar-
heima. Markmið Söguferða
er að búa til ferðaáætlanir í
samráði við viðskiptavini sína
frekar en að selja tilbúnar
pakkaferðir. Á döfinni eru
spennandi ferðir til ýmissa
framandi landa í Evrópu, Asíu
og Suður-Ameríku.
flug hvað borga börn og ungmenni fyrir flugSæti?
Í bókunarfomum á heimasíðum flug-félaga eru börnum oftast skipt í tvo aldurshópa, tveggja til ellefu ára og
hins vegar ungbörn. Sum flugfélög veita
þeim sem tilheyra eldri hópnum allt að
fimmtungs afslátt af fullorðinsgjaldinu.
Það er þó ekki alltaf raunin. Hjá easyJet
og WOW air greiða til að mynda börn
sem náð hafa tveggja ára aldri venjulegt
fargjald. Flugvallargjöld á Keflavíkurflug-
velli eru hins vegar um tvöfalt hærri fyrir
fullorðna farþega en þá sem eru á aldr-
inum tveggja til ellefu ára. Hjá WOW air
er tekið tillit til þess en heildarfargjaldið
hjá easyJet er það sama fyrir fullorðna og
börn.
Tösku- og ungbarnagjaldið álíka hátt
Farþegar sem eru yngri en tveggja ára
eiga ekki rétt á sérsæti um borð í flugvél-
um og þurfa því að sitja í fangi samferða-
manna sinna. Það verður engu að síður að
kaupa farmiða fyrir ungbörnin og það eru
tvær mismunandi leiðir sem flugfélögin
fara í verðlagningu á farmiðum fyrir þau
yngstu. Annað hvort rukka þau um tíund
af almennu fargjaldi, að frádregnum
sköttum og gjöldum, eða sérstakt ung-
barnafargjald. Hjá easyJet og WOW air
er þetta gjald 4000 krónur fyrir hvora
leið sem er álíka mikið og borga þarf
fyrir að innrita farangur hjá þessum flug-
félögum. Þeir sem fljúga með Icelandair,
Norwegian eða SAS greiða mun lægra
ungbarnagjald ef fullorðinsmiðinn er í
ódýrari kantinum. Ef hefðbundið fargjald
með þessum félögum er hins vegar ná-
lægt áttatíu til hundrað þúsund krónum
þá er ungbarnafarmiðinn álíka dýr og hjá
easyJet og WOW air.
Sérstök fargjöld fyrir ungt fólk
Flugfélögin SAS og Norwegian fljúga
hingað allt árið frá Osló og hjá báðum
félögum eru í boði lægri fargjöld fyrir
þá sem eru yngri en 26 ára. Þessi hópur
greiðir þá fast gjald sem getur verið
nokkru ódýrara en fullorðinsmiðarnir.
Flugmiði, báðar leiðir, með SAS til Oslóar
kostar þá rúmar 25 þúsund krónur en hjá
Norwegian greiða tólf til tuttugu og fimm
ára um fjórtán þúsund krónur. Hjá norska
félaginu þarf auk þess að greiða fyrir
farangur. Þetta tilboð Norwegian gildir
Mikill munur á
barnafargjöldum
flugfélaganna
Flugfarþegar sem eru orðnir tveggja ára þurfa í sumum tilfellum að borga
jafn mikið fyrir flugsætið sitt og fullorðna fólkið. Ungbörn borga líka mis-
munandi mikið fyrir að sitja í fangi foreldranna.
Það er að ýmsu
að hyggja þegar
kannað er hvað
fargjald fyrir börn
og ungmenni
kostar. Mynd
NordicPhotos/
Getty Images
aðeins fram að áramótum.
Í vetur verða Icelandair,
WOW air, easyJet, SAS og
Norwegian umsvifamest í
flugi til og frá landinu og
eins og sjá má þá er margt
sem barnafjölskyldur þurfa
að taka með í reikninginn
þegar bera á saman fargjöld
félaganna fimm.
Pólland: Hafnarborgin Gdansk. Hvíta Rússland. Höfuðborgin
Minsk kemur glettilega á óvart.
Moldóvía, kyrrð í sveitinni.