Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 50

Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 50
Bóksala Út er komið yfirlitsritið Orð að sönnu þar sem fjallað er um íslenska málshætti og orðskviði, allt frá elstu heimildum til nútímans. Orð að sönnu er stærsta málsháttasafn sem komið hefur út hér á landi. Í ritinu er fjallað um þúsundir málshátta, gerð nákvæm grein fyrir uppruna þeirra, elstu dæmum, afbrigðum og erlendum samsvörunum, sem og merkingu og notkun eftir því sem kostur er, að því er segir í tilkynningu frá Forlaginu. Það var Jón G. Friðjónsson prófessor sem tók saman en hann hefur um langt árabil viðað að sér gríðarlegum fróðleik um málshætti. Jón hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin árið 1993 fyrir uppsláttarritið Mergur málsins. Stærsta málsháttasafn sem komið hefur út Rithöfundurinn Bjarni Klemenz hefur sent frá sér bókina Já. Í henni segir af þremur vinum sem skipuleggja gjörning í Kringlunni sem ætlað er að tjá háleitar hugmyndir þeirra um ástand mannkyns. Einn úr hópnum hefur önnur áform og áður en yfir lýkur verður dagurinn sá myrkasti í sögu þjóðarinnar. Bjarni hefur áður skrifað eina skáld- sögu áður sem kom út hjá forlaginu Nýhil. Um þessar mundir leggur hann lokahönd á heimildarmynd um gamla varnarliðssvæðið í Keflavík. Það er Tófa sem gefur bókina út. Ný bók frá Bjarna Klemenz 50 bækur  ritdómur dNa eftir Yrsu sigurðardóttur  ritdómur gæðakoNur eftir steiNuNNi sigurðardóttur m aría Hólm Magnadóttir er fremsti eldfjallafræðingur Ís-lands, ef ekki alls heimsins. Hún er framúrskarandi fræðimaður og mjög eftirsóknarverður kvenmaður, þrátt fyrir að hún sé farin að eldast og fitna og á henni hafi myndast einn áberandi æða- hnútur. Snemma í sögunni hittir María Gemmu, æði sérstaka konu, sem á við hana ákveðið erindi. Það erindi er ekki alveg ljóst í upphafi, enda konan dular- full í meira lagi og alls ekki öll þar sem hún er séð. Af öðrum persónum má nefna Mörtu, sem kemur stuttlega við sögu, og bestu vinina Rögnu og Bárð, en sá síðar- nefndi leikur lykilhlutverk í lífi Maríu. Eins og margar sögur Steinunnar Sig- urðardóttur gerist Gæðakonur að hluta til í útlöndum, en er engu að síður sannkall- aður óður til Íslands. Til himinblámans, jöklanna og náttúruaflanna. Í bókinni má finna óskaplega fallegar náttúrulýsingar og einstaka sýn á landið. Á stöku stað má líka vel sjá að verkið er ætlað til útgáfu erlendis, þar sem það er æði landkynn- ingarlegt á köflum. Vigdís og Björk og Jóhanna Sigurðardóttir, sem að sönnu má segja að séu gæðakonur Íslands, eru kynntar til sögunnar og sagt er frá Skaft- áreldum eins og maður hafi aldrei heyrt um þá áður. Vitaskuld eru Eyjafjallajökull og Bárðarbunga skothelt umfjöllunarefni og það sem einkum hefur „komið Íslandi á kortið“ upp á síðkastið ef frá er talið Hrunið stóra. Því tengt er allmikil rót- tækni í sögunni. Ekki einungis hugmynd- in að þeirri þjóðfélagsskipan sem Gemma vinnur hörðum höndum að því að koma á (best að þegja yfir henni), heldur gerir höfundur upp hrunið og eftirleik þess í nokkrum hnitmiðuðum málsgreinum. Gæðakonur er margbrotin saga og býður upp á ótal túlkunarmöguleika. Sem fyrr segir er hún óður til sköpunarinnar – landsins sem ól höfundinn – en í verkinu eru líka áberandi vísanir í sköpunarverk höfundarins sjálfs. Dregnir eru saman kunnuglegir þræðir sem allir tengjast ástinni í lífi konunnar. „Ástinni miklu sem aldrei varð“, en hún er þekkt minni í eldri skáldverkum Steinunnar Sigurðar- dóttur. „Að hafa misst það sem er kærast, án þess að hafa nokkurn tíma eignast það,“ eins og segir í Ástinni fiskanna. Hér má finna Anton úr Tímaþjófinum, Bárð Stephensen úr Hundrað dyrum í golunni (sem raunar er bjargvættur, bæði þá og nú) og enduróm orðanna „Ekkert gerist um leið og það gerist. Allt gerist eftir á,“ líka úr Ástinni fiskanna. Í þeirri bók var það Hans Örlygsson sem var hjartanu næstur, en hann fór, eins og svo margir aðrir bæði fyrr og síðar. Kannski snýst stærsta spurningin í Gæðakonum um hinn eiginlega / endan- lega elskhuga. Hver er hann þegar flestir elskhugar bregðast? Kvenleikinn? Vin- áttan? Eldfjallið? Íslandið góða? Skáld- skapurinn sjálfur? Því er sérlega gaman að velta fyrir sér. Helstu kostir Steinunnar Sigurðardótt- ur sem höfundar eru þeir að hún skrifar svo góðan og tæran stíl og fáránlega fal- legan texta (engar áhyggjur, ég ætla ekki að líkja honum við konfekt). Þeir kostir fá súpervel að njóta sín í Gæðakonum. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Af ástum og eldfjöllum k ápa skáldsögunnar DNA eftir Yrsu Sigurðar-dóttur (hönnuð af Ragnari Helga Ólafssyni) kemur strax inn ákveðnum beyg hjá væntanlegum lesanda. Mynd af gráu einangrunarlímbandi með örsmáum blóðblettum vekur hugrenningatengsl við óhugnanlega ofbeldisglæpi úr kvikmyndum og sjón- varpsseríum og gefur til kynna að eitthvað skelfilegt sé yfirvofandi. Það þarf heldur ekki að lesa langt inn í söguna áður en fyrsta morðið er framið. Á hroðalegan máta er ung kona myrt á heimili sínu og eina vitnið er sjö ára gömul dóttir hennar. Freyja, forstöðukona Barna- húss, er fengin til þess að gæta þess að yfirheyrslur yfir stúlkunni fari fram samkvæmt settum reglum, en blandast síðan frekar inn í málið en hún hyggur í fyrstu. Lögreglumaðurinn Huldar stýrir rannsókn- inni, en hann steríótýpísk lögga, nikótínfíkill, klaufa- legur í samskiptum og ekki sérlega hamingjusamur í einkalífinu. Þriðja aðalpersónan er Karl, einfari og radíóamatör. Hann fær undarleg skilaboð í gegnum fjarskiptatæki sín, sem ekki aðeins reynast tengjast honum sjálfum, heldur konum sem hann þekkir ekki neitt, en lesendur DNA kannast vel við. Í þessari sögu er dauðinn alltumlykjandi. Ekki einungis eru það morðin sem rannsakendur fást við, heldur hafa flestar persónurnar orðið fyrir stórum missi í lífinu. Þær hafa ýmist misst maka, foreldra eða einhvern annan nákominn og það hefur vita- skuld sett mark sitt á tilveru þeirra. Flétta DNA er margslungin, en hún gengur fyllilega upp. Það er ákaflega ólíklegt að lesandinn hafi „fattað“ áður en höfundurinn færir okkur morðingjann á silfurfati í blálokin og þannig á það einmitt að vera. Yrsa Sigurðardóttir fengi seint Stílverðlaun Þór- bergs Þórðarsonar (væru þau enn veitt), en hún hefur ímyndunarafl glæpasagnadrottningarinnar og stendur algerlega undir þeirri nafnbót. Sumar mann- lýsingarnar eru kauðskar og einhverjar líkingar fremur furðulegar, en Yrsa kann það sem mestu máli skiptir, að fylla lesandann spennu og óvissu, gróður- setja í honum hrylling og skelfingu og krydda sög- urnar með hæfilegum skömmtum af illum ásetningi og (umfram allt) blóóóði. Það er ekkert „pent“ við glæpina sem hún lýsir og í þessari bók er ofbeldið hrottalegt. Pyntingar með ólíklegustu tækjum, lykt af grilluðum heila, lýsingar á krufningu o.s.frv. sem kannski eiga ekki heima í fjölskyldublaði eins og Fréttatímanum, en gleðja hjarta glæpasagnaunn- andans. -þhs Hryllingur í hæfilegum skömmtum  gæðakonur Steinunn Sigurðardóttir Bjartur 2014, 229 s  dNa Yrsa Sigurðardóttir Veröld 2014, 380 s. Helgin 21.-23. nóvember 2014 Steinunn Sigurðardóttir. Arnaldur hafði betur gegn Yrsu Arnaldur Indriðason situr í efsta sæti metsölulista Eymundsson þessa vikuna. Ný bók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, kom út í vikunni og stökk beint í annað sæti listans. Þar með náði glæpasagnadrottn- ingin ekki að skáka kónginum að þessu sinni. Skálmöld Einars Kárasonar er í þriðja sæti listans. Nýjar barnabækur Gunnars Helgasonar og Ævars vísinda- manns eru í fjórða og fimmta sætinu. Orðbragð er í því sjötta og svo kemur Ástarmeistarinn eftir Oddnýju Eir ný inn í sjöunda sætið. Guðni Ágústsson kemur Hallgerði í áttunda sæti. Táningabók Sigurðar Pálssonar er í níunda sæti og í því tíunda eru Gæðakonur Steinunnar Sigurðardóttur. Bók Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi, er í efsta sæti rafbókalistans en bókin fékk fimm stjörnur í umfjöllun Frétta- tímans í síðustu viku. Bókaútgáfan Hólar / Hagasel 14 / 109 Reykjavík / 587 26 19 / holar@holabok.is Girnilegar og hollar mataruppskriftir frá landi mjólkur og hunangs, s.s. Spínatsúpa faraós, Baunasalat Hebreams, Kvöldskattur tollheimtumannsins og Lambakjötsréttur Rebekku. Biblíumatur Svavar Alfreð Jónsson "Syndsamlega góður biblíumatur." Björn Þorláksson Úr ritdómi í Akureyri vikublað

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.