Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 80
TVEIR HRAFNAR
listhús, Art Gallery
Baldursgata 12 101 Reykjavík
+354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885
art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is
Opnunartímar
12:00-17:00 fimmtudaga til föstudaga
13:00-16:00 laugardaga
og eftir samkomulagi
8. nóvember - 29. nóvember
JÓN ÓSKAR Camerarctica. Frá vinstri eru Bryndís, Örn, Marta, Hildigunnur, Svava, Sigurður, Ármann.
Kammertónar á
sunnudagskvöld
Kammerhópurinn Camerarctica leikur
á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á
sunnudagskvöld. Tónleikarnir fara fram í
Norðurljósasal Hörpu og hefjast klukkan
19.30. Tónleikar Camerarctica hafa verið
árviss viðburður hjá Kammermúsík-
klúbbnum um langt skeið. Verkefnaval
hópsins er óvenjulegt og áhugavert,
en þar er tónlist 18. og 20. aldar teflt
saman. Að þessu sinni verða flutt verk
eftir Wolfgang Amadeus Mozart og
Béla Bartók. Miðasala á tónleikana er
í Hörpu og á harpa.is og kostar miðinn
3.500 kr. Nýir félagar í Kammermúsík-
klúbbnum fá nú félagsskírteini fyrir
aðeins 5.000 krónur og gildir það á ferna
tónleika. Hægt er að skrá sig á heimasíðu
klúbbsins, kammer.is.
C aritas heldur á sunnudaginn tónleika í Landakotskirkju til styrktar ungu fólki með
geðsjúkdóma. Einvala lið tónlistar-
fólks mun koma þar fram og flytja
efnisskrá sem fellur vel að aðvent-
unni og meðal þeirra eru Sigrún Eð-
valdsdóttir konsertmeistari, Kjart-
an Valdemarsson á harmoniku og
hljómborð, Bryndís Halla Gylfadótt-
ir sellóleikari, Gunnar Kvaran selló-
leikari, Vox feminae og stúlknakór
Reykjavíkur undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur og Kristján Jóhannsson
einsöngvari.
„Þetta eru tuttugustu afmælis-
tónleikar Caritas,“ segir Sigríður
Ingvarsdóttir formaður. „Við mun-
um bjóða upp á klassíska tónlist
eins og hún gerist best og svo verð-
ur líka tangó sveifla. Fjöldi lista-
manna mun koma þarna fram og ég
get lofað því að þetta verða glæsi-
legustu tónleikar okkar hingað til.
Það eru að sjálfsögðu allir að gefa
vinnu sína til styrktar þessu góða
málefni. Þetta árið mun allur ágóði
styrktartónleikanna renna til ungs
fólks með geðsjúkdóma. Við ákváð-
um að styrkja þennan málaflokk í ár
þar sem hann hefur verið ofboðs-
lega mikið útundan. Það er svo mik-
il þöggun í kringum ungt fólk með
geðraskanir og ennþá eru fordómar
til staðar. Þetta er mjög viðkvæmur
málaflokkur sem er mikilvægt að
styrkja.“ Allir listamenn gefa vinnu
sína til styrktar málefninu. Selt verð-
ur inn við innganginn og er miðaverð
4500 krónur.
Tónleikar til styrktar ungu
fólki með geðsjúkdóma
Sigrún Eðvaldsdóttir kemur fram á styrktartónleikum í Landakotskirkju á sunnu-
daginn, 23. nóvember, klukkan 16. Allur ágóði af miðasölu rennur til Laugaráss,
endurhæfingar geðsviðs Landspítalans, þar sem ungt fólk með geðraskanir nýtur
meðferðar.
Sigurður Guðmundsson, Rúrí,
Steingrímur Eyfjörð, Rakel
McMahon, Haraldur Jónsson,
Hildigunnur Birgisdóttir, Davíð
Örn Halldórsson og Einar Örn
Benediktsson eru meðal þeirra
listamanna sem eiga verk á fjáröfl-
unaruppboði Nýlistasafnsins sem
haldið verður á sunnudag.
Nýló, sem stofnað var árið 1978,
flutti nýverið safneign sína upp
í Breiðholt og leitar nú að hent-
ugu sýningarrými. Fjölmargir
listamenn hafa gefið safninu
listaverk fyrir fjáröflunina til þess
að tryggja varanlegri aðstöðu fyrir
safnið og starfsemi þess.
Uppboðið verður klukkan 14 á
sunnudag í lestrarsal Safnahúss-
Myndlist FjáröFlunaruppboð á sunnudag
Þekktir listamenn á uppboði Nýló
Forvitnir listunnendur kynntu sér verkin sem verða á uppboði Nýló á sunnudag.
Ljósmynd/Hari
ins að Hverfisgötu 15 í Reykjavík.
Verkin eru til sýnis í Safnahúsinu
milli klukkan 17-19 í dag, föstudag,
og frá klukkan 12-16 á laugardag.
Einnig er hægt að kynna sér þau á
nylo.is/uppbod.
Það verður sannkölluð tónlistar-
veisla í Austurbæ á þriðjudags-
kvöldið næsta, 25. nóvember,
þegar haldnir verða tónleikar til
styrktar Ástusjóði. Ástusjóður
var stofnaður 25. júlí til minn-
ingar um Ástu Stefánsdóttur
lögfræðing sem lést af slys-
förum í sumar í Bleiksár-
gljúfri í Fljótshlíð.
Á tónleikunum, sem hefj-
ast klukkan 20, koma fram
Árstíðir, Byzantine
Silhouette, Megas
og Magga Stína,
Ragga Gröndal
og Svavar Knút-
ur. Miðar eru
seldir í Sjáðu
á Hver f is -
göt u 52 ,
Kaffifélag-
inu Skóla-
vörðustíg
10 og á
Midi.is.
Ástjusjóður styrkir Lands-
björgu og björgunarsveitirnar
um hinar dreifðu byggðir lands-
ins og vinnur að hugðarefnum
Ástu sem innan lögfræð-
innar voru einkum um-
hverfisréttur, refsiréttur,
réttarfar og mannrétt-
indalöggjöf. Hún hafði
jafnframt brennandi
áhuga á jafnréttis- og
menningarmálum.
Vinir hennar vilja
með sjóðnum minn-
ast Ástu og láta í
ljós ævarandi
þakklæti sitt
og fjölskyldu
hennar vegna
starfa björg-
unarsveita og
lögreglu eftir
slysið við leit-
ina að Ástu.
Tónleikar til
styrktar Ástusjóði
80 menning Helgin 21.-23. nóvember 2014