Fréttatíminn - 22.12.2014, Side 2
Erla
Hlynsdóttir
erla@
frettatiminn.is
Samfylking og Fram sókn
tapa fylgi í borginni
Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn
hafa misst fylgi í Reykjavík frá kosningu-
num í vor, samkvæmt könnun Gallup. Sjálf-
stæðisflokkurinn stendur í stað en aðrir
flokkar bæta við sig fylgi. RÚV greindi frá
þessu. Könnun Gallup var gerð 17. nóvem-
ber til 17. desember. Samfylkingin er enn
stærsti flokkurinn en fylgi hennar minnkar
um þrjú prósentustig frá kosningum og
er tæp 29 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn
stendur í stað í rúmum 25 prósentum. Björt
framtíð bætir við sig tveimur prósentusti-
gum og er með tæp átján prósent. Píratar
bæta mestu við sig, fimm prósentustigum,
og eru með tæp ellefu prósent. Vinstri
græn bæta lítillega við sig og eru með tæp
tíu prósent en Framsókn og flugvallarvinir
eru með tæp sex prósent og hafa misst
fimm prósentustig af fylgi sínu.
Þakkantur féll á konu í
Hafnarstræti
Þakkant ur og báru járnsbút ar féllu á gang
andi vegfarenda í Hafn ar stræti aðfaranótt
sunnudags. Konan slasaðist ekki al var lega
og hélt áfram að skemmta sér, að því er
haft er eftir lögreglu á mbl.is. Landsban-
kinn er með starfsemi í húsinu sem er að
Hafnarstræti 5. Eigendur hússins hafa
gert viðeigandi ráðstafanir til að þetta
endurtaki sig ekki.
Hátt leiguverð Airbnb
að kenna
Leiguvefurinn Airbnb er stærsti or-
sakavaldurinn að hækkandi leiguverði
miðsvæðis í Reykjavík. Þetta staðhæfir
Sölvi Blöndal, sjóðsstjóri hjá fasteigna-
félaginu GAMMA, í viðtali við tímaritið
Mannlíf. Gamma rekur stærsta einkarekna
leigufélag landsins og hafa margir lýst yfir
áhyggjum af umfangi þess og áhrifum á
leiguverð. Sölvi vísar ábyrgðinni á Airbnb:
„Nánast allir sem vettlingi geta valdið
eru að leigja út til ferðamanna. Það er
mikilvægt að átta sig á því að jafnvel þó að
GAMMA reki stærsta einkarekna leigufélag
landsins og umsvifin séu sannarlega mikil,
þá er félagið ekki markaðsráðandi aðili
af neinu tagi, hvorki í fasteignaviðskipum
né á leigumarkaði. En auðvitað er það
okkar hlutverk að skila fjárfestum okkar
ávöxtun.“
John Grant með þátt um Ísland á BBC
Bandaríski tónlistamaðurinn John
Grant, sem búsettur er á Íslandi, fjallaði
um íslenska tónlist og tónlistarmenn í
útvarpsþætti á BBC Radio 6 um helgina.
Auk þess fjallaði hann um listamenn
sem hafa nýtt sér Ísland sem innblástur.
Þáttur Grants nefndist Songs from a
Dark Place og í honum ræddi hann
meðal annars við strákana í Sigur Rós.
Meðal tónlistarmanna sem Grant lék lög
með eru Björk, Damon Albarn og Ásgeir
Trausti. Hægt er að hlusta á þáttinn á
vef BBC.
V ið höfum eytt jólunum í Hjálpræðishernum frá því árið 2009,“ segir Dúna
Árnadóttir sem ásamt dætrum sín-
um er einn af sjálfboðaliðum í jóla-
haldi Hjálpræðishersins en þar eyða
yfir 100 manns jólunum ár hvert.
„Dætur mínar hafa alltaf haft það
rosalega gott og ég vildi bara að þær
yrðu þakklátari fyrir það sem þær
hafa. Þær voru alveg jafn spenntar
fyrir þessu og ég og alveg örugg-
lega þakklátari fyrir sitt en flestir á
þeirra aldri. En mér fannst allt í lagi
að þær sæu það að jólin þyrftu ekki
að snúast um það að fá sem mest í
jólagjöf, það væri ekki andi jólanna
heldur að láta gott af sér leiða. Í upp-
hafi fórum við öll fjölskyldan saman
en síðan að við pabbi þeirra skild-
um þá höfum við mæðgurnar alltaf
eytt jólunum með stórum hópi fólks
í Hjálpræðishernum.“
Mjög blandaður hópur fólks
Rannvá Olsen hefur haldið utan
um jólahaldið í húsi hersins við
Kirkjustræti í mörg ár. Hún segir
það besta við jólin þar vera hversu
blandaður hópur fólks komi þar
saman. „Margir eru einstæðingar
sem vilja ekki eyða jólunum einir
og þó nokkuð kemur af einstæðum
foreldrum sem eru ekki með börnin
hjá sér yfir jólin en vilja ekki vera
einir á aðfangadag,“ segir Rannvá.
„Svo kemur hingað fólk sem á
hvergi heima en líka fólk sem vill
vera hér vegna þess að hér er svo
góður jólaandi. Og svo eru það allir
sjálfboðaliðarnir sem koma hingað
til að hjálpa við eldamennskuna og
leggja á borð.“
Ýmis félagasamtök auk verslana
styrkja jólahald hersins og segir
Rannvá það þeim að þakka auk sjálf-
boðaliða að fólk sem annars væri eitt
eða úti á götu geti upplifað jólaand-
ann í hópi góðs fólks. Nauðsynlegt
er að hringja áður og boða komu sína
svo Rannvá viti hversu mikinn mat á
að elda en í ár verður aspassúpa í for-
rétt, lambakjöt með villisveppasósu í
aðalrétt og ís í eftirrétt.
Þjóna til borðs og dansa í
kringum tréð
„Dætur mínar elska þetta jafn mikið
og ég, þetta eru bara okkar jól. Ég er
ekkert trúuð og myndi frekar segja
að ég væri á móti trúarbrögðum,“
segir Dúna, en þarna er yndislegt
að vera, svona eins og manni finnst
að jólin eigi að vera. Við undirbúum
salinn og svo þegar gestirnir setj-
ast niður klukkan 18 þá skömmtum
við á diska og þjónum til borðs. Svo
dönsum við öll saman í kringum
tréð.“
Dúna segir fólkið vera misjafn frá
ári til árs, sumir sjálfboðaliðar komi
alltaf en annars sé það frekar breyti-
legt. Við erum örugglega svona tutt-
ugu manns sem hjálpum til og það
er mjög fjölbreyttur hópur fólks sem
kemur af misjöfnum ástæðum. Ég
geri þetta bara ef eigingirni, af því
að þetta lætur mér sjálfri líða betur,
þetta er besta gjöfin.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Sjálfboðaliðar jólahald hjá hjálpræðiShernum
Dúna Árnadóttir og dætur hennar segja jólastemninguna í Hjálpræðishernum vera einstaka en
þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar þar í mörg ár. Þær sjá um borðhaldið og þjóna til borðs og
geta ekki hugsað sér að eyða aðfangadagskvöldi annarsstaðar því að hjálpa öðrum sé besta
gjöfin. Yfir hundrað manns koma í Hjálpræðisherinn á aðfangadag og fá þar hátíðarmat og dansa
í kringum jólatréð.
Rannvá Olsen sér um jólahaldið í Hjálpræðishernum en þar hafa Dúna Árnadóttir og dætur hennar, Þóra Katrín og Rebekka Þórs-
dætur, eytt aðfangadagskvöldi í mörg ár. Þær segja jólastemninguna þar einstaka. Mynd/Hari
Besta gjöfin að fá að
hjálpa öðrum á jólunum
SlyS ung Stúlka miSSti báða reiðheStana Sína
Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn
Tólf hestar fundust drukkn-
aðir í Bessastaðatjörn í gær,
sunnudag. Sjö hestanna voru
í eigu Íshesta en fimm í eigu
félaga í Hestamannafélaginu
Sóta. „Þetta er skelfilegt,“
segir Einar Bollason hjá Ís-
hestum. „Við komum aldrei til
með að vita nákvæmlega hvað
gerðist,“ segir hann en hest-
arnir fóru út á ísilagða tjörnina
sem gaf undan með þeim af-
leiðingum að þeir drukknuðu.
Hestarnir voru á svokallaðri
haustbeit hjá Hestamanna-
félaginu Sóta sem hefur verið
með beit á Álftanesi í áratugi.
Litið var eftir hestunum fyrir
örfáum dögum og þá var allt
með felldu. Verið var að smala
hestunum á laugardag en kom
þá í ljós að tólf hesta vantaði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
var á hefðbundnu eftirlitsflugi
þegar fréttist af málinu og tók
þyrlan þá þátt í leitinni.
Nokkuð af afar efnilegum
og verðmætum hestum voru
meðal þeirra sem drukknuðu,
þar af tveir reiðhestar ungrar
stúlku. „Við erum fyrst og
fremst að missa vini okkar.
Hugur okkar hjá Íshestum er
ekki síst hjá félögum okkar
hjá Sóta. Ég held að allir
hestamenn landsins eigi erfitt
með að hugsa um baráttu
þessara hesta þegar þeir féllu
ofan í ískalda vökina,“ segir
Einar.
Hestarnir voru á haustbeit á
Álftanesi, á landi þar sem hestar
hafa verið á beitarlandi í áratugi.
Mynd úr safni
JÓLATILBOÐ
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
FULLT VERÐ
8.990
5.990
Pizzasteinn
Spaði og skeri fylgja
15”
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
Áramótablað Fréttatímans kemur út þriðjudaginn 30. desember. Skil á
auglýsingum í það blað eru mánudaginn 29. desember.
Gleðileg jól.
2 fréttir Helgin 22.28. desember 2014