Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Side 6

Fréttatíminn - 22.12.2014, Side 6
 Heilsa eigandi sjávarsmiðjunnar segir þaraböðin bara byrjunina Ætlar að reisa heilsuspa við Breiðafjörð Háleitar hugmyndir eru uppi um að reisa heilsuspa á Reyk- hólum við Breiðafjörð þar sem boðið væri upp á sjávarböð og þarabað, auk nærandi líkams- meðferða. Fyrr í þessum mán- uði samþykkti sveitarstjórn Reykhólahrepps deiliskipulag fyrir starfsemina en gert er ráð fyrir 10 þúsund fermetra þjónustubyggingu við sjóinn. Fjármögnun er á byrjunarstigi. þ etta er stór hugmynd og dásamlegt ef hún getur orðið að veruleika,“ segir Svanhildur Sigurðardóttir, eigandi SjávarSmiðjunnar á Reykhólum við Breiðafjörð, en sveitarstjórn Reyk- hólahrepps hefur samþykkt deili- skipulag fyrir heilsuspa við sjóinn sem mun bera nafnið Sjávarböðin. SjávarSmiðjan var opnuð sumarið 2011 en þar er boðið upp á þara- böð þar sem blandast saman gæða- vottað þaramjöl frá Þörungaverk- smiðjunni og heita hveravatnið á Reykhólum. Svanhildur segir að frá upphafi hafi verið draumurinn að bjóða upp á frekari líkamsmeð- ferðir. Í því skyni keypti hún 324 hektara land sem nær allt frá syðstu þéttbýlismörkum Reykhóla niður að sjó við Karlsey þar sem hún stefnir á að reisa heilsuspa. „Þetta er allt á byrjunarstigi en það eru ákveð- in tímamót að deiliskipulagið hafi verið samþykkt,“ segir hún. Þaraböðin á Reykhólum hafa ver- ið afar vinsæl, bæði meðal heima- manna en einnig innlendra sem erlendra ferðamanna. Við þau er starfrækt lítið kaffihús en gestir fara í baðfötin í útiklefa og njóta út- sýnisins yfir Breiðafjörð úr pottun- um. „Við vorum alltaf með háleitari hugmyndir en þaraböðin voru til- raun sem hefur heppnast afar vel og nú komið að næsta skrefi,“ segir Svanhildur. Hægt er að kaupa þara- mjöl í SjávarSmiðjunni til að nota heima í baðið eða sem maska en að sögn Svanhildar hefur verið mikil eftirspurn eftir því að hægt sé að fara í heilsumeðferðir í tengslum við þaraböðin. „Fjöldi gesta hjá okkur hefur vaxið ár frá ári. Hér á Íslandi erum við auðvitað þegar með Bláa lónið, Heilsustofnunina í Hvera- gerði og Jarðböðin við Mývatn, en ég sé fyrir mér að hér á Reykhólum gæti risið meiri heilsuþjónusta en hvergi á landinu er svona starfsemi við sjóinn. Við myndum þá bjóða upp á nudd og líkamsmeðferðir, það yrði veitingastarfsemi í tengslum við þetta og draumurinn er að geta verið með gistiaðstöðu þannig að hingað gætu jafnvel komið hópar og verið í einhverja daga,“ segir hún. Enn sem komið er liggja bara fyrir frumdrög að teikningum sem nauðsynlegar voru til að leggja fyrir sveitarstjórnina. Í deiliskipulagstil- lögunni, sem var lögð fram, er gert ráð fyrir að allt svæðið sé ætlað fyrir almenna útivist í sátt við umhverfið og náttúru svæðisins en einnig af- mörkun á 10 þúsund fermetra lóð sem er ætluð fyrir þjónustubyggingu, en vinnuheiti starfseminnar er Sjáv- arböð. Innan lóðarinnar má byggja þjónustubyggingu, smáhýsi, laugar og potta ásamt bílastæðum sem þjóna Sjávarböðunum. Lóðinni er ætlað að vera skipt upp í framkvæmdasvæði og náttúrusvæði þar sem byggingin markar skil á milli þeirra. Svanhildur segir næstu skref að vinna teikning- arnar áfram og móta þær betur, auk þess sem fjármögnun sé á byrjunar- stigi. „Við gátum ekki gert mikið fyrr en þessi samþykkt var komin í hús,“ segir Svanhildur en hún vonast til að eftir ár verði þetta verkefni komið á góðan rekspöl. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  sorpHirða Fólk er Hvatt til að Hreinsa snjó við sorptunnur Litaður gjafapappír í bláu tunnuna Umhverf is - og skipulagssvið Reykjavíkurborgar vekur athygli á því að litaður gjafapappír má fara í bláu tunnuna. Vonast er til að hægt verði að losa allar tunnur fyrir jól, eins og losunardagatal borgarinnar segir til um, og hefst vinnan aftur eftir jól laugardaginn 27. desember. Veður og færð hefur tafið sorp- hirðu í Reykjavík síðustu vikuna. Víða hefur þurft að sleppa því að losa tunnur þar sem aðkomuleiðir að þeim eru ógreiðfærar. Sérstak- lega þarf að huga að því að hægt sé að opna sorpgerði og hurðir því þær geta átt það til að frjósa fastar. Allt tilfallandi umframsorp sem ekki rúmast í gráu tunnunni á að vera í sérmerktum pokum sem hægt er að kaupa hjá N1 stöðvum í Reykjavík og í Þjónustuveri Reykja- víkurborgar í Borgartúni 12-14. Þegar poki fyrir umframsorp er nýttur skal staðsetja hann við hlið tunnunnar. Pokinn er eingöngu ætl- aður heimilum í Reykjavík og undir blandað heimilissorp. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg er bent á að flokkun og skil, á þær 86 grenndarstöðvar og sex endurvinnslustöðvar á höfuðborg- arsvæðinu, dregur úr því magni sem annars færi í gráu tunnuna. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Um síðustu jól var tilkynnt að rauður gjafapappír, glansandi eða gylltur mætti ekki fara í bláu tunnuna en nú má allur litaður pappír fara í hana. Fyrstu tölvuteikningar sem unnar voru að Sjávarböðunum og næstu skref eru að vinna áfram með þær. Mynd/eyLAND Vatnavinir Þaraböðin á Reykhólum hafa verið afar vinsæl bæði meðal heimamanna sem og innlendra og erlendra ferðamanna, en frá upphafi stóð til að starfsemin yrði viða- meiri. MUNDU eftir að snúa virku hlið sængurinnar að líkamanum. Virka hliðin er með rauðum saumi og miða sem á stendur „Certified Space Technologi“ JAFN HITI gefur betri svefn. Tempra- kon var þróað til að halda jöfunum 37ºC hita á á milli líkama og sængur alla nóttina. Það gefur þér rólegri og dýpri svefn. BETRI RAKASTÝRING. Temprakon Advance tæknin og FRESH áklæðið viðhalda jöfnu hitastigi og um leið stýra rakajafnvægi milli líkama og sængur. Dregur úr nætursvita. MYND 1 MYND 2 MYND 3 Of kalt Of heitt Venjuleg dúnsæng Æskilegasta hitasvæðið Fjarlægir raka og tryggir hámarks svefngæði Jafnar hita og kulda til að tryggja sem æskilegastan hita. NÝ VÍDD Í SVEFNI ® D Ú N S Æ N G U R & D Ú N K O D D A R TEMPRAKON ADVANCE SÆNG Stærð: 135 X 200 90% hvítur gæsadúnn FULLT VERÐ: 51.900 JÓLATILBOÐ KR. 44.115 ® TEMPRAKON ADVANCE KODDI Stærð: 50x70 Fullt Verð: 22.823 JÓLATILBOÐ KR. 19.400 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið til 22 til jóla ÞÚ FÆRÐ AÐEINS Í BETRA BAKI ® 6 fréttir Helgin 22.-28. desember 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.