Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 22.12.2014, Qupperneq 12
12 fréttaviðtal Helgin 22.-28. desember 2014 N orræna velferðarkerfið vekur alls stað-ar athygli og sérstaklega þykir fólki athyglisvert hversu mikinn þátt feður taka í uppeldi barna sinna og fjöl- skyldulífinu,“ segir Guðný Björk Eydal, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og annar ritstjóra bókarinnar „Fatherhood in the nordic welfare states“ sem á íslensku myndi útleggjast sem „Föðurhlutverkið í norrænum velferðarþjóð- félögum.“ Í inngangskaflanum er fjallað um ein- leikinn „Pabbinn“ eftir Bjarna Hauk sem hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en meðritstjóri Guðnýjar, Tina Rostgaard, sá verkið í Danmörku og heillaðist af því hversu vel verkinu tekst að fanga þær breytingar sem hafa orðið á hlutverki feðra á síðustu árum. „Hlutverk feðra hefur breyst mjög hratt á mjög skömmum tíma og ungir feður í dag geta jafnvel ekki litið til sinna eigin feðra sem fyrirmynda vegna þess að ætlast er til annarra hluta af þeim. Okkur hættir til að gleyma hvað þetta hefur gerst hratt. Það þótti ekki sjálfsagt að feður tækju þátt í meðgöngu og uppeldi til jafns við móður. Nú eru það tvö foreldri sem eru að eignast barn en ekki bara móðirin og þessir foreldrar eru sam- stíga. Þegar ég fæddist var pabbi sofandi síma- laus heima á meðan mamma var á fæðingardeild- inni,“ segir Guðný til að setja hlutina í samhengi. „Þetta er allt annar veruleiki.“ Samkynhneigðir feður og innflytjendur Samstarfsverkefni Guðnýjar og Tinu um föður- hlutverkið á Norðurlöndunum hófst í framhaldi Feður á Norðurlöndum til fyrirmyndar Íslenskir feður taka hærra hlutfall af heildarfæðingarorlofi en feður annars staðar í heiminum og er litið til laga- setningar hér á alþjóðavísu. Fæðingar- orlofslöggjöfin á Íslandi er meðal þess sem fjallað er um í nýrri fræðibók um föðurhlutverkið í norrænum velferðar- þjóðfélögum. Þar er fjallað um föðurhlut- verkið frá ýmsum sjónarhornum og reynt að varpa ljósi á af hverju feður á Norður- löndum taka svo mikinn þátt í uppeldi og fjölskyldulífi. af því að þær tóku þátt í norrænu öndvegissetri REASSESS sem fjármagnað var af Nordforsk með það að markmiðið að endurmeta norræna velferðarkerfið. Einn hópurinn skoðaði sérstaklega fjöl- skyldumál og þá kviknaði áhugi á að gefa út bók á ensku um nor- ræna feður og norræna velferðar- kerfið. Í framhaldinu fengu þær styrk frá norrænu rannsóknaráð- unum (NOS-HS) til að halda þeirri vinnu áfram og leituðu lokst til út- gefanda. „Policy Press sem gefur út bókina var fyrsta forlagið sem við leituðum til sem gladdi okkur mjög því það er afar virt forlag. Þeim leist strax vel á hugmyndina og sögðu sannarlega ástæðu til að reyna að læra af Norðurlöndunum í þessum efnum,“ segir Guðný. Bókinni er skipt niður eftir þremur megin þemum, þar sem félagsvísindafólk frá öllum Norðurlöndum fjallar um lagumhverfið á Norðurlöndum þegar kemur að feðrum og fjöl- skyldulífi, fjallað er um feður í hversdeginum og á vinnustaðnum, og loks föðurhlutverkið í fjöl- breytilegum fjölskyldum, til að mynda samkyn- hneigða feður í Noregi, feður og innflytjendur í Danmörku sem hafa alist upp við önnur viðmið þegar kemur að föðurhlut- verkinu. „Einn kaflinn er eftir hina dönsku Anika Liversage þar sem hún skrifar um feður af erlendum upp- runa í Danmörku. Einn af viðmæl- endum hennar lýsir því að í hans heimalandi var hlutverk föðurins að vera fyrirvinnan og sem góð fyrirvinna naut hann virðingar. Þegar fjölskyldan flutti til Dan- merkur varð faðirinn atvinnulaus og viðmælandinn lýsir því hvernig hann missti virðinguna fyrir föður sínum. Eitt af mörgum dæmum úr bókinni sem brýnir okkur til að muna að hlutverk karla eru félagsleg hugsmíð og eins og við segjum í lokaorðunum, það sem hefur verið smíðað því má breyta,“ segir Guðný. Úrelt meðlagskerfi Lagaumhverfið á Norðurlönd- unum er stór hluti af því að feður taka nú aukinn þátt, feðraorlofið er það talið skipta miklu og ítarlega fjallað um það í bókinni. „Norræna fæðingarorlofslöggjöfin, þar sem lögð er áhersla á sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs, þykir afar merkileg. Þó heildarlengd fæðing- arorlofsins sé styttra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum eru hér hlutfallslega flestar vikur sem fað- irinn á einkarétt á,“ seg- ir Guðný en á Íslandi er hámark fæðingarorlofs á greiðslum frá Fæðingar- orlofssjóði 39 vikur, þar af eru 13 bundnar föður, 13 bundnar móður og 13 sem foreldrar geta skipt á milli sín að vild. „Það hefur vakið alþjóðlega athygli hversu hátt hlut- fall fæðingarorlofsins er notað af feðrum og má þannig segja að íslensk- ir feður séu fremstir meðal jafningja,“ segir hún. Það er þó ekki þann- ig að allt sé til fyrir- myndar á Íslandi og gagnrýnir Guðný til að mynda íslenska með- lagskerfið. „Það er dæmi um kerfi sem hefur ekki náð að fylgja eftir þróun á öðrum sviðum. Meðlags- kerfið hefur frá upphafi miðast við að feður séu fyrirvinnur og konur minna eða jafnvel ekki á vinnu- markaði. Þarna er annað foreldrið að borga hinu, á sama tíma og um- gengni foreldra verður sífellt jafn- ari,“ segir hún og bendir á að það sé orðið afar algengt við skilnað að börn séu hjá foreldrum sínum viku og viku. „Þetta kerfi passar ekki lengur við það sem er veruleiki hjá flestum,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Lengd fæðingarorlofs á Norðurlöndunum - Tafla út bókinni. Danmörk Finland Ísland Noregur Svíþjóð Heildarfjöldi vikna 50-64 44 39 47-57 69 Mæður 18 18 13 14 8 Feður með mæðrum 2 (3)* 0 2 2 Feður 0 9 13 14 8 Feður eða mæður 32 24 13 36 60 Guðný Björk Eydal, prófessor við félags- ráðgjafardeild Háskóla Íslands, segir að fæðingarorlofslöggjöfin á Íslandi veki athygli á alþjóðavísu og fólk vilji vita hvernig reynslan af henni sé. Ljósmynd/Hari Guðný Björk er annar ritstjóra bókarinnar „Fatherhood in the nordic welfare states“. Lands- bókasafnið hefur þegar pantað eintak. From the writings of an Icelandic humourist Thórbergur Thórdarson Translated by Hallberg Hallmundsson and Julian meldon d’arcy “Long esteemed as a leading stylist and humorist, Thórdarson is a peculiar mixture of paradoxical traits: a clear and keen intellect and a singularly gullible nature. He was an avowed Communist, but inasmuch as he accepted the concept of life after death, he denied materialism. Above all, he was a firm believer in ghosts, which he ‘felt’ everywhere around him. For a time, he became a theosophist, practiced yoga, and even wrote a book on the subject. In addition, he remained one of the most ardent Esperantists in Iceland. Through all his diverse interests could be seen a man who was, basically, an honest seeker after truth, although, politically, he seemed to have found it once and for all. Thórdarson wrote essays, biographies, poetry and autobiographical works. His eccentricity, crowned with a brilliant style and an ever present humor, which he frequently pointed at himself, resulted in some of the most original and unique works of modern Icelandic literature.” Hallberg Hallmundsson From An Anthology of ScAndinAviAn literAture ISBN 978-9935-9118-2-7 9 789935 911827 An Anthology of the Writings of the Novelist, Essayist, and Humorist Thórbergur Thórdarson Translated by HALLBERG HALLMUNDSSON and JULIAN MELDON D’ARCy Of Icelandic Nobles & Idiot Savants Reykjavík 2014 O f Icelandic N obles & Idiot Savants Translated by: H . H allm undsson and Julian M . D ’A rcy 2014 Also published by BRÚ: The funniest chapters from the writ­ ings of Mr. Thórdarson, along with the most daring, as for example his letter to a Nazi from the year 1933. The Poetry of Egill Skallagrímsson, Hallgrímur Pét urs son, Jónas Hall­ grímsson, Stephan G. Stephans­ son, Einar Benediksson, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jón Dan, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Einar Bragi, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ísak Harðarson, Jónas Þorbjarnarson and many more. Of Icelandic Nobles is 217 pages and Potpourri is 243 pages Translations and biographies by Hallberg Hallmundsson Of Icelandic Nobles & Idiot Savants An Anthology of the Writings of the Novelist, Essayist, and Humorist Thórbergur Thórdarson Translated by Hallberg Hallmundsson and Julian Meldon D'Arcy Distributed by Forlagið – JPV. The books are available in all of the bigger bookshops A Potpourri of Icelandic Poetry Through Eleven Hundred Years
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.