Fréttatíminn - 22.12.2014, Síða 24
Ragna Jóns segist aldrei hafa fallið inn í hefðbundnar kynjaskil-
greiningar, hún upplifi sinn eigin sannleika og tali máli hans.
Ragna ólst upp í Los Angeles en fluttist sem unglingur til Íslands
með foreldrum sínum, Jóni Óttari Ragnarssyni og Margréti
Hrafnsdóttur. Hún stundar nám í Bandaríkjunum en hefur verið
á landinu í leyfi sem hún eyðir í vinnu við þættina Dulda Íslands
sem foreldrar hennar framleiða. Auk þess að vera ötul baráttu-
manneskja fyrir mannréttindum er Ragna að skrifa bók, milli
þess sem hún rappar með Reykjavíkurdætrum.
M ér var gefið nafnið Einar Ragnar Jónsson, í höf-uðið á afa mínum sem
var reyndar alltaf kallaður Ragnar
í Smára. En ég nota Ragnars nafnið
sífellt sjaldnar og rétt eins og afi þá
hef ég aldrei notað Einarsnafnið,“
segir Ragna sem vissi frá því að hún
var lítil að hún væri ekki bara strák-
ur eða stelpa, heldur einhversstaðar
á milli kynjanna.
Vinnur að skáldsögu á Íslandi
Ragna ólst upp í Los Angeles en
f lutti til Íslands með foreldrum
sínum, Jóni Óttari Ragnarssyni og
Margréti Hrafnsdóttur, þegar hún
var þrettán ára. Hún
flutti svo aftur út eftir
stúdentspróf og stundar
nú nám í nútímamenn-
ingar- og margmiðl-
unarfræðum [Modern
Culture & Media] við
Brown háskólann í
Bandaríkjunum en er á
Íslandi í leyfi frá náminu.
„Námið í Brown er frá-
bært því það tengir allt
sem ég hef áhuga á, m.a.
bókmenntir, listir, fjöl-
miðla, heimspeki, bíó,
sjónvarp, „performans“
og tísku. En mig lang-
aði bara í smá pásu á Ís-
landi. Þetta hefur verið
frábær tími fyrir mig
því ég hef getað einbeitt
mér að bókinni sem ég
er að skrifa auk þess að
vinna við sjónvarpsserí-
una sem foreldrar mín-
ir framleiða hér,“ segir
Ragna sem hefur auk
þess unnið sem lausa-
penni fyrir vefritin Blu-
estockings Magazine,
The Daily Beast og Wo-
men in the World, þar
sem hún byrjaði að vinna
í gegnum háskólann úti.
Skipulagði mótmæli
gegn nauðgunum
„Mannréttindi skipta mig miklu
máli og þess vegna finnst mér blaða-
mennska heillandi. Mér finnst mik-
ilvægt að láta verkin tala,“ segir
Ragna sem hefur unnið fyrir Unicef
með náminu. Auk þess skipulagði
hún mótmæli síðastliðinn vetur í
skólanum sínum sem tugir manna
tóku þátt í. „Á síðustu önn var stelpu
að nafni Lena Sclove nauðgað í skól-
anum en skólinn gerði ekkert í því.
Lena ákvað því að fara í hæstarétt
og kæra skólann með öðrum nem-
endum. Þetta fékk mig til að hugsa
um alla hina, hátt í tuttugu manns,
sem ég þekki innan skólans, bæði
stelpur og stráka, sem hefur verið
nauðgað og ég ákvað að styrkja mál-
efni Lenu og annara fórnarlamba
með herferð gegn nauðgunum í
skólanum. Við gáfum út yfir tutt-
ugu frásagnir fórnarlamba nauðg-
ana og birtum þær svo í blaði sem
Bluestockings gaf út. Þetta var
ótrúlega flott tölublað sem ég er
mjög stolt af að hafa tekið þátt í.
Mér finnst ekki nóg að vinna bara
í minni baráttu, mér finnst að kona
eigi að láta sig réttindi allra varða.“
Kom út sem tvíkynhneigð fjór-
tán ára
Þegar Ragna talar um sína eigin bar-
áttu á hún við réttindabaráttu trans-
fólks. „Ég kom út sem tvíkynhneigð
gagnvart foreldrum mínum þegar
ég var fjórtán ára og það var frek-
ar erfitt. Ég var náttúrulega mjög
ung en samt svo viss, var búin að
vita þetta í langan tíma.
Ég sagði þeim bara að
ég vissi að ég laðaðist
bæði að stelpum og
strákum. Og að ég upp-
lifði mig ekki bara sem
strák heldur eitthvað á
milli sem ég væri ekki
viss hvað væri, og veit í
rauninni ekki enn. Þau
tóku þessu bara frekar
vel, myndi ég segja.“
Þarna var fjölskyldan
nýflutt til Íslands og
Ragna, þá Ragnar, ný-
byrjuð í Hagaskóla. „Ég
hafði aldrei lent í neinni
svakalegri stríðni í
LA, þrátt fyrir að vera
stelpulegur strákur, en
svo fór ég í Hagaskóla
og þar lenti ég í rosa-
legu einelti. Ég var kall-
aður ýmsum nöfnum
því ég var ekki bara tví-
kynhneigð heldur líka
útlendingurinn sem tal-
aði alltaf ensku, svo ég
lá vel við höggi þeirra
sem vildu særa mig.“
Ég er margkyns og
hvað með það?
Eftir Hagaskóla lá leið
Rögnu í MH. „Ég hélt
að það væri svona mest
„gay-líbó“ skólinn en
hann var það ekki alltaf. Klíkurnar
eru svo sterkar á þessum aldri og ég
fann fyrir því að ef þú varst hommi
þá var komin ástæða til að halda þér
utan við klíkuna. Í Hagaskóla var
eineltið meira svona beint og opin-
bert en það varð lúmskara í MH. En
svo er svo fyndið hvernig fólk er og
hagar sér. Eftir að ég kom svo út
sem trans, þegar ég var tvítug, þá
er alls konar fólk sem var alveg upp-
fullt af sjálfu sér farið að hafa áhuga
á mér, eins og það langi í smá bita
af þessari áhugaverðu köku,“ segir
Ragna.
Henni fannst ekki jafn erfitt að
koma út sem trans. „Það var bara fínt.
Ég hafði komið út úr skápnum sjö
árum áður og þetta var bara næsta
þrep, ekkert erfiðara en að segjast
vera trúlaus eða hvað annað. Ég upp-
lifi mig sem margkyns og hvað með
Hver er
Ragna Jóns.
Fæddist sem Einar
Ragnar Jónsson.
Hvaðan: Ólst upp í
Los Angeles en flutti
til Íslands 13 ára.
Menntun: Haga-
skóli og Mennta-
skólinn við Hamra-
hlíð. Stundar nú
nám í menn-
ingarfræðum og
fjölmiðlun (Modern
Culture & Media) í
Brown University,
Providence.
Foreldrar: Jón
Óttar Ragnarsson
og Margrét Hrafns-
dóttir.
Vinna: Vinnur hjá
Póstinum og við
sjónvarpsseríuna
Dulda Ísland, auk
þess að vera lausa-
penni hjá femenísku
vefritunum Blue
Stockings Ma-
gazine, Daily Beast
og Women in the
World.
?
Passar ekki í hefðbundnar
kynjaskilgreiningar
24 viðtal Helgin 22.-28. desember 2014