Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 22.12.2014, Qupperneq 38
H lutfall endurnýtingar á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist jafnt og þétt á síðustu tveimur áratugum og hófst flokkun pappírsefna, málma, timburs og spilliefna þegar á fyrsta starfsári SORPU 1991. Síðan þá hafa bæst við fjölmargir flokkunarmöguleikar og er nú tekið við yfir 36 flokkum úrgangs á endurvinnslustöðvum SORPU, sem eru endurnýttir með einum eða öðrum hætti. Á árunum 2012 og 2013 hófst svo blátunnuvæð- ing í sveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins, þar sem íbúar svæðisins höfðu möguleika á að fá tunnu undir allar gerðir pappírsefna við heimili sín. Í neyslukönnun Capacent árið 2013 kom í ljós að á heimilum 86% íbúa höfuðborgarsvæðisins er úr- gangur flokkaður. Blátunnuvæð- ingin virðist hafa leitt til aukinnar vitundar íbúanna um endurvinnslu annarra úrgangsflokka en pappírs- ins því hlutfall þeirra sem flokka alla úrgangsflokka sem spurt var um hækkar milli áranna 2012 og 2013. Fjölmargar leiðir til að endur- vinna Fjölmargir möguleikar eru í boði fyrir íbúa svæðisins til að skila hrá- efni til endurvinnslu. Grenndargám- ar og endurvinnslustöðvar eru víðs- vegar um höfuðborgarsvæðið og er sú þjónusta innifalin í sorphirðu- gjöldum sveitarfélaganna. Fyrir þá sem ekki vilja nýta sér grenndar- gáma eða endurvinnslustöðvar er mögulegt að panta sérþjónustu hjá einkaaðilum. Hægt að flokka og endurvinna flestar gerðir úrgangs Þeir íbúar höfuðborgar- svæðisins, sem nýta alla endurvinnslufarvegi SORPU, sitja nánast eingöngu uppi með svokallaðan eld- húsúrgang, þ.e. matarleifar og bréfþurrkur. Bleiur, gælu- dýraúrgangur og þess háttar sem ekki er endurvinnslu- farvegur fyrir, situr einnig eftir. Slíkur lífrænn úrgangur er því nánast það eina sem fer í almennu sorptunnuna (orkutunnuna) hjá þeim sem mest flokka. Innihald tunnunnar er urðað í Álfs- nesi en nýtist engu að síður, þar sem orkan sem verður til við niðurbrot lífrænu efnanna er virkjuð og nýtt sem eldsneyti á bíla. Slíkt hefur í för með sér mikinn umhverfislegan ávinning því metanið sem myndast við niðurbrotið er áhrifarík gróðurhúsalofttegund, sem stuðlar að hlýnun jarðar.  Endurvinnsla SORPA stuðlar að aukinni flokkun 72% úrgangs frá sorphirðu sveitarfélaga og endurvinnslu- stöðvum er endurnýttur Íbúar svæðisins hafa verið til fyrir- myndar í að skila flokkuðum úr- gangi eins og sjá má á myndinni, en þar sést hlutfall úrgangs frá heim- ilum sem er endurnýttur í gegnum mismunandi ferla SORPU. Að jafn- aði eru yfir 1 milljón heimsóknir með flokkaðan úrgang á endur- vinnslustöðvar og í grenndargáma á ári hverju. Þá sýnir það vel vilja íbúanna til að endurvinna að meira magn úrgangs kemur til SORPU í gegnum endurvinnslustöðvar en í gegnum sorphirðu sveitarfélag- anna. Einfalt og skilvirkt kerfi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur skilað góðum árangri í end- urvinnslu. Stefnt er að því að gera enn betur og hætta alfarið urðun úrgangs frá heimilum án þess að fjölga ferðum sorphirðubíla um göt- urnar með tilheyrandi umhverfis- og samfélagsáhrifum. Við treystum á áframhaldandi gott samstarf við íbúa höfuðborgarsvæðisins, eigend- ur okkar, því það er virkri þátttöku íbúanna að þakka að góður árangur hefur náðst. Úrgangur flokkaður á 86 prósent heimila höfuðborgarsvæðisins Hlutfall úrgangs frá HEimilum sEm Er Endurnýttur í gEgnum mismunandi fErla sOrPu. 38 grænn lífsstíll Helgin 22.-28. desember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.