Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Page 40

Fréttatíminn - 22.12.2014, Page 40
S amtök áhugamanna um jólatré á Íslandi voru stofn-uð fyrir þó nokkru og fer starfsemin að miklu leyti fram á Facebook. Þar má finna ansi líf- legar umræður um jólatré af ýmsu tagi, uppruna þeirra, vaxtarhraða, skreytingar og fleira. Í ár telja með- limir samtakanna til dæmis að minimalismi verði ráðandi þegar kemur að vali á jólatrjám og því verði minni tré frekar en stærri fyrir valinu. Staðreyndin er hins vegar sú að lifandi jólatré virðast eiga undir högg að sækja hvað vinsældir varða. Ný könnun á vegum MMR sýnir að einungis 32,4% þeirra sem tóku afstöðu ætla að vera með lifandi jólatré í ár, samanborðið við 39,1% í desember árið 2012. Gervijólatrén eru orðin vinsælli en af þeim sem tóku afstöðu sögðust 55,9% ætla að vera með gervitré í ár. Hér eru hins vegar nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að setja upp lifandi jólatré í ár: n Geymið jólatréð á köldum stað fyrir uppsetningu, til dæmis á svölum eða í bílskúr. n Áður en jólatréð er sett upp er gott að baða það áður. Þannig vökvast allt tréð og það heldur sér betur og lengur. n Gætið þess að jólatréð standi ávallt í vatni. n Þegar tréð er sett upp á að saga sneið neðan af bolnum, u.þ.b. 5 cm þykka. n Ekki er ráðlagt að tálga utan af stofni trésins til að koma því í fótinn, því þá minnkar geta þess til vatnsupptöku. n Gott er að stinga enda stofnsins ofan í sjóðandi vatn í augnablik til að auðvelda trénu vatnsupptökuna, en það stuðlar að því að barrið haldist betur. n Hafið tréð í góðum vatnsfæti og gætið þess að hann þorni ekki. n Fyrsta vatnsáfyllingin má gjarnan vera með heitu vatni. n Að notkun lokinni á að skila trénu í endurvinnslu. Lifandi jólatré eða gervitré? Sífellt fleiri kjósa að setja upp gervijólatré KYNNIR MEÐ STOLTI E Y L A N D NÝTT ÍSLENSKT MERKI NÚ FÁANLEGT í GK REYKJAVÍK. 565 - 2820 www.eylandworld.com Bankastræti 11 40 heimili Helgin 22.-28. desember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.