Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Síða 10

Fréttatíminn - 15.08.2014, Síða 10
www.volkswagen.is Meistari í sparsemi Volkswagen up! Volkswagen Take up! kostar 1.990.000 kr. Samkvæmt könnun breska bílablaðsins Autoexpress er enginn bíll ódýrari í rekstri en Volkswagen up! Með Volkswagen up! hafa jafnframt verið sett ný viðmið í hönnun því hann er einstaklega nettur að utan en afar rúmgóður að innan. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Komdu og reynsluaktu Volkswagen up! Eyðsla frá 4,1 l/100 km A uk ab ún að ur á m yn d: S am lit h an df ön g, só lþ ak , þ ok ul jó s, lis ta r á h ur ðu m , k ró m á sp eg lu m . 1. Alberta Tar Sands, Kanada. Stærsta olíu- vinnslusvæði í heimi er að útrýma vistkerfi á stærð við England vegna tjörusanda. 2. Stærsti rusla- haugur jarðar flýtur í Kyrrahafinu og er á stærð við Texas. Eyjan er samansett úr 100 milljón tonnum af plasti. 3. Ósar Nígeríuárinnar, Nígeríu. Svæði á stærð við Írland er mengað vegna áratugalangrar olíuvinnslu. 4. Djúpsjávarnámur við strendur Nýju Gíneu. Röskun á lífríki sjávar vegna leitar að gulli, silfri og kopar. 5. Eldfjallið Luci í Indónesíu hefur gosið leir stöðugt frá árinu 2007 vegna óhóf- legrar gasvinnslu á svæðinu. 12 þorp hafa þurrkaðst af kortinu. 6. Bingham kopar- vinnslan, Banda- ríkjunum. Stærsti manngerði hellir í heimi. 7. Drykkjar- vatnsmengun í Ekvador, vegna hráolíu og eiturefna sem olíufyrirtæki hafa mengað árnar með. 8. Loftmengun Tianying, Kína. 140.000 manns lifa þar við mjög skert lífsgæði vegna meng- unar frá námugreftri og endurvinnslu rafhlaðna. 9. Skógareyðing í Amazon. Nú þegar er svæði á stærð við Frakkland sviðin jörð. Talið er að 60% skóganna verði horfnir árið 2030, aðallega vegna námugraftar og nautgriparæktar. Amazon skógurinn hefur verið kallaður lungu jarðarinnar en án hans fer vistkerfi allrar jarðar- innar úr skorðum. 10. Geimrusl. Vísinda- menn eru óvissir um þær afleiðingar sem gætu hlotist af þeim milljónum járnhluta, úrgangs vegna geimferða, sem svífa um lofthjúpinn. 10 vistmorð til varnar. Núna, sjö árum síðar, er ég enn í þessu árs leyfi. Ég er komin svo langt áleiðis að ég hugsa að ég muni aldrei snúa aftur til fyrra lífs.“ Trúir þú því að þér takist þetta? „Já, því ég er með svo mikið af góðu fólki á bak við mig. En til að ríkisstjórn ir ranki við sér þarf al- menningur að láta í sér heyra líka. Og fólk er að láta í sér heyra. Þess vegna er ég svo viss um að nú sé tíminn til að fá þessi lög í gegn. Fólk hefur aldrei fyrr verið jafn meðvitað um eyðingu skóga, erfðabreytt efni, eiturefni í náttúrunni, námuvinnslu, gróðurhúsaáhrif og hækkun sjávar svo eitthvað sé nefnt. Og þess vegna held ég að mín vinna fái athygli núna. Við erum ein- faldlega búin að ganga allt of lengi á auðlindir jarðar og uppskera þeirrar eyðileggingar er alltaf að verða aug- ljósari.“ Og hvernig gengur baráttan? „Það er áhugavert að þú notið þetta orð því ég vil alls ekki skil- greina þetta sem baráttu. Þetta snýst frekar um að benda fyrirtækjum og ríkisstjórnum á nýjar leiðir. Við erum í raun að bjóða upp á líflínu fyrir mörg stór og gamalgróin fyrirtæki sem eru að vinna í takt við fortíðina en ekki framtíðina. Það er erfitt og þreytandi að vinna í neikvæðri orku. Og það er svo miklu uppbyggilegra að vinna að því að auka ást frekar en að vera í baráttu við einhvern. Mér finnst þessi fyrirtæki ekki vera vond, mér finnst þau bara vanta tækin til að standa sig betur. Ef það væru lög sem skylduðu þau á alþjóðavísu að haga sér betur, þá yrðu þau að leita tækjanna. Ég vinn vegna ástar á líf- inu ekki vegna haturs á eyðilegg- ingu.“ Og hvernig gerir þú það? „Í stað þess að berjast og lobbí- ast þá vinn ég eins og ráðgjafi. Stór hluti að mínu starfi er að kynna nýjungar og fjárfestingar til fram- tíðar fyrir ríkisstjórnum og stórum fyrirtækjum. Núna vinna fyrir- tækin gegn umhverfinu því lögin eru þannig. Ef lögin væru öðruvísi myndu fyrirtækin haga sér í sam- ræmi við það. Auðvitað fara stóru fyrirtækin í kringum lögin því laga- umhverfið býður upp á það. Ég vil breyta því. Ég stefni ekki að því að útrýma vondum fyrirtækjum, heldur stefni ég að því að gera þau betri.“ Þetta hljómar allt svo útópískt. „Já, að sjálfsögðu hljómar þetta þannig. Will iam Willberforce hljómaði líka útópískur þegar hann talaði um bann við þrælasölu og það tók hann 26 ár að fá lögin loks í gegn árið 1807. Í dag þykja þau sjálfsögð. Hann sagðist vera til- búinn að fórna lífi sínu fyrir þau lög og það sama á við mig. Allt mitt líf snýst um að fá vistmorð samþykkt sem alþjóðalög.“ Hvernig snertir þetta okkur hér á Íslandi? „Ísland er áhugavert land því það er land friðar. Og þið eruð í fararbroddi í heiminum í notk- un jarðvarma og eruð að prófa ykkur áfram með fleiri endur- nýjanlega orkugjafa. Þið gæt- uð kosið að vera fyrirmyndir á heimsmælikvarða. Vistmorð er kannski ekki málefni sem snertir ykkur núna, en mun mjög líklega gera það seinna meir. Ísland mun þurfa á lögum um vistmorð að halda því hlýnun jarðar og sjávar mun hafa hér mikil áhrif. Þetta er ferli sem er nú þegar hafið á Grænlandi. Þegar ísinn byrjar að bráðna hér munu verða hér mikil umhverfisáhrif og eyðilegging. Ef lög um vistmorð verða gengin í gegn þá mun Ísland geta leitað réttar síns og aðstoðar frá al- þjóðasamfélaginu, annars ekki.“ Polly Higgins verður í Nor- ræna húsinu á morgun, laugar- daginn 16. ágúst, frá 15.30-16.30, í opinni samræðu við dr. Krist- ínu Völu Ragnarsdóttur. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 10 fréttaviðtal Helgin 15.-17. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.