Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 15.08.2014, Qupperneq 24
Í myndaðu þér 10 fermetra járnhylki, þar sem níu karlmenn búa saman í þrjátíu daga. Innilokaðir. Þar eru þeir samankomnir til að vinna við eitt hættulegasta starf í heimi; djúpsjávarköfun. Að sauma útlim á líkama er meðal þeirra verka sem karlarnir þurfa að kunna því ef eitthvað kemur upp á komast þeir ekki út úr hylkinu og þurfa því að bjarga sér sjálfir. Helíumið í léttu lofti hylkisins gerir það að verkum að karlarnir tala eins og Ripp Rapp og Rupp, sem Björg- vin Hilmarsson atvinnukafari segir vera ansi fyndið, svona í ljósi aðstæðna. Hann hafi verið lengi að venjast því að tala alltaf eins og djúpraddaður Elvis Prestley þeg- ar vinnutörninni lauk. Björgvin hafði unnið í mörg ár við að flísaleggja, dúkleggja og flota gólf þegar hrunið skall á árið 2008. Flest fyrirtækjanna sem hann vann fyrir fóru á hausinn svo hann stóð skyndilega uppi atvinnulaus eftir að hafa unnið meira og minna sleitulaust frá því að hann var unglingur. Hann var í raun löngu kominn með leið á því sem hann var að gera og ákvað því að líta á þessa nýju stöðu í lífinu sem áskorun. Algjör Bubbi byggir „Ég gúgglaði bara og leitaði að stysta námi í heiminum sem væri mjög vel borgað. Og þá datt ég niður á atvinnu- köfun í Noregi. Þetta er kennt á fjórum mánuðum, bara fjórar vikur bóklegar og restin verkleg. Það var nýbyrjað að kenna þetta á ensku svo ég bara pakkaði saman dótinu mínu og fór.“ Fjölskylda og vinir Björgvins voru ekkert hissa þegar hann pakkaði öllu saman og fór, þar sem hann hefur alltaf verið frekar eirðarlaus. Skólinn kom honum skemmtilega á óvart, enda nóg af nýjum tólum og tækjum til að leika sér með og námið gekk eins og í sögu. Meira að segja eðlisfræðin var allt í einu auðveld, „því hún „meikaði sens“ í samhengi við köfunina.“ „Ég er algjör Bubbi byggir, get allt þegar kemur að því að smíða eða laga hvað sem er, þó ég hafi aldrei tekið nein próf í því. Ég hef aldrei verið neinn skólahaus, ekki náð einu prófi síðan ég var tíu ára. Hugsanlega vegna þess að ég er svo ofboðslega ofvirkur. Ég hef aldrei getað fókusað á neitt eitt í einu nema það sé eitthvað brjálæðis- lega skemmtilegt og verklegt, þá get ég það.“ Með Top Gun á heilanum Hann segir fólkið í náminu hafa verið fjölbreytt, þó þar hafi ekki verið nein einasta kona því djúpsjávarköfun sé algjör karlastétt. „Það eru allskonar skrítnir kálfar sem fara í þetta nám. Þegar ég mætti fyrst var ég með „Top Gun“ lagið á heilanum því ég hélt að ég væri á leiðinni í eitthvað þvílíkt rokk og ról. En svo kemst maður fljótlega að því að starfið felst aðallega í því að skrapa skel af bor- pöllum og bátum og að þetta er bara algjör drulluvinna sem er fimm sinnum erfiðari en önnur drulluvinna því hún fer fram í kafi,” segir Björgvin og hlær. Atvinnuköfun er lögbundin starfsgrein í Noregi og mesta vinnan er í kringum laxeldið. Björgvin byrjaði á því að læra loftköfun sem gefur réttindi til að kafa á 50 metra dýpi og vann eftir það aðallega við að skrapa skel og hreinsa sjókvíar í laxeldi en fór svo út í brúar- og bryggjuverkefni. Þar kynntist hann djúpsjávarköfurum og ákvað að ná sér í réttindin. „Mér finnst það nú svolítið merkilegt að þegar ég byrjaði í skólanum höfðu aðeins tveir aðrir Íslendingar lagt djúpsjávarköfun fyrir sig og þeir voru báðir úr Hveragerði, eins og ég. Annar þeirra býr líka í Noregi en hinn hefur búið í mörg ár í Taílandi.” Margir endast ekkert í starfinu Djúpsjávarkafarar vinna á 50 til 250 metra dýpi. Lang- mesta vinnu er að fá við gas- og olíuborpalla og sú vinna líkist hefðbundinni verkamannavinna fyrir utan að hún fer öll fram á kafi við mjög erfiðar aðstæður. „Mér er flogið þangað sem vinnan er og svo er það bara bein leið af vellinum út á sjó. Þetta er í raun algjört sjómannslíf en í stað þess að vera á skipi þá er ég á risastórum pramma. Margir þola ekki innilokunina og „snappa“ Björgvin Hilmarsson vinnur við djúpsjávarköfun í Indlandshafi og Norðursjó, en það er eitt hættulegasta starf í heimi. Vinnan krefst þess að kafararnir búi nokkrir saman í algjörri einangrun í litlum járnhylkjum í allt að þrjátíu daga samfleytt þar sem allir tala eins og Ripp Rapp og Rupp vegna létts helíum- loftsins. Að sauma útlimi á búka er eitt af þeim mörgu verkum sem þessi vinna krefst því mennirnir þurfa að bjarga sér sjálfir komi upp vinnuslys. Það sem dregur menn að starfinu eru mjög góð laun og ævintýraþrá. Framhald á næstu opnu Lj ós m yn d/ H ar i 24 viðtal Helgin 15.-17. ágúst 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.