Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Side 28

Fréttatíminn - 15.08.2014, Side 28
SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 H álendi Íslands er furðu-legur staður. Mun fleiri útlendir ferðamenn sækja þangað en íslenskir enda mun f leiri útlendingar hérlendis á sumrin en heimamenn. Upplifun- in að vera einn í heiminum sækir sterkt á fólk. Sérstaklega þá sem búa þröngt. Hálendið er einfalt að heimsækja á vel útbúnum bíl og ekki er flókið að fara þar labbandi um. Hins vegar er þriðja leiðin að ryðja sér til rúms, fjallahjólaferð- ir um hálendið eru alltaf að verða vinsælli. Gefa enda það besta af báðum fyrrnefndu ferðamátunum. Tiltölulega fljóta yfirferð og þess góða að vera einn með náttúrunni, upplifun sem, þótt það hljómi eins og þversögn, er oft betri í góðra vina hópi. Það er hægt að finna margar skemmtilegar leiðir sem taka ekki nema einn dag eða minna að rúlla á hjólinu en það er upplifun, fyr- ir þá sem það stunda ekki reglu- lega, að sofa í fjallaskála á leiðinni. Leiðin milli Hólaskjóls og Þórs- merkur er ein af þessum leiðum. Tvær dagleiðir með undir 50 kíló- metrum á dag og skáli í miðjunni. Leiðirnar eru rétt mátulega erfiðar fyrir þá sem ekki eru of vanir slík- um ferðum en á köflum nægilega krefjandi svo reyndari menn fái útrás líka. Þannig er líka best að blanda hópnum. Reyndari menn í bland við óvanari menn. Annars er hætta á að útivistartúrinn breytist í keppni og menn gleymi að gista á miðri leið heldur klári rúntinn bara á núll – einni. Ár og lækir Á hálendinu er nóg af óbrúuðum ám til yfirferðar og því fyrr sem hjólarar sætta sig við að þeir munu blotna í fæturna, því betra. Vaðskór eru bara eitthvað ofan á brauð og að ætla að fara alltaf úr skónum yfir hverja sprænuna á fætur annarri tefur bara frá hjó- latúrnum. Arka beint út í og setj- ast svo strax aftur á hnakkinn eftir volkið svo blóð sviti og eitt og eitt tár geti hitað kaldar tærnar. Þeir huguðu reyna að hjóla yfir sem flestar árnar. Skynsamir menn pakka því símum og öðrum við- kvæmum varningi í vatnsþéttar umbúðir áður en lagt er í hann. Upp og niður Kindastígar og göngustígar eru yfirleitt skemmtilegustu hjólastíg- arnir þarna uppi en einn og einn vegur er til handargagns líka. Eins og við er að búast fara þessar brautir bæði upp og niður og því eins gott að kunna aðeins á hjólið og vera viðbúinn að þurfa að reiða fákinn upp bröttustu brekkurnar, já og stundum niður líka. Strútslaug Þarna á þessum hluta Fjallabaks hins syðra, milli Hólaskjóls og Þórsmerkur, er Strútsskáli og það sem meira er, þarna er Strútslaug. Vin í eyðimörkinni þar sem þreytt- ir ferðalangar geta hvílt lúin bein í plús, mínus 38 stiga hita. Sund- föt eru einstaklingsbundið val þar sem enginn er laugarvörðurinn en hafa skal í huga að í lauginni er mikill þörungagróður sem ekki allir vilja á milli rasskinnana. Svo er eitt annað. Það er best að lauga sig bara strax því einn úr hópnum gæti fengið þá frábæru hugmynd að skella sér upp í skála og henda afturlöppum á grillið meðan hóp- urinn laugar sig. Sá hinn sami er í toppformi og þeir sem eru það ekki munu pottþétt fella vonleysis- tár á leiðinni upp eina af mörgum brekkum leiðarinnar. Seinni dagurinn Dagur tvö af þessari tæplega hundrað kílómetra leið (reyndar er leiðin bara tæplega níutíu kílómetr- ar en ef sett er á grillið í Strútsskála áður en laugað er lengist hún sjálf- krafa um tíu kílómetra) kemur inn á Laugaveginn vinsæla. Þar, eftir tiltölulega mikla einveru á Strúts- leið, finnast fáir ferðamannalausir kaflar. En þarna eru, eins og á fyrri dagleiðinni, sérstaklega skemmti- legir hjólakaf lar. Niður langar brekkur og yfir kletta og einstigi. Sandurinn er oft á tíðum gljúpur eins og reyndar fyrri daginn líka en það gleymist fljótt þegar hægt er að fljúga áfram á ný. Á góðum degi tekur það ekki mjög langan tíma að rúlla þarna niður og þeir allra hörðustu hætta ekki þar heldur príla upp Fimm- vörðuhálsinn og bruna svo niður með Skógaánni. Hinir, sem ekki eru í eins góðu hjólaformi, príla upp í bíl og vona að tilfinningin komi ein- hvern tímann aftur í rasskinnarnar. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Strípalingar í Strútslaug Emstrur Hólaskjól Strútsskáli Þórsmörk Leiðin Sjá einnig síðu 29 28 hjólreiðar Helgin 15.-17. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.