Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 15.08.2014, Qupperneq 32
32 fótbolti Helgin 15.-17. ágúst 2014 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 MONTY PYTHON LIVE (mostly) 7 - 31 ÁGÚST: 20.00 1. 121 stig Stjóri: José Mourinho. Stærstu kaupin: Diego Costa, Cesc Fabregas, Filipe Luis. Fylgstu með þessum: Diego Costa. Senterinn sem liðið vantaði á síðustu leiktíð. „Með þennan stjörnuhóp á kjaftaskurinn Mourinho eftir að leiða Lundúnaliðið að titlinum í ár.“ „Hrokagikkurinn ásamt auðlindum Chukotka-héraðs mun skila liðinu silfri.“ „Mourinho gefur allt í tímabilið, enda vanur titlasöfnun.“ „Mourinho getur ekki farið inn í þetta tímabil og talað eins og nýliði, eins og hann gerði í fyrra. Chelsea á að vinna með þennan mannskap, engin afsökun.“ „Þeir gerðu líklega ein bestu kaup sumarsins þegar þeir fengu Fabregas til sín. Það er rannsóknarefni að þeir skyldu aðeins borga 5 milljónum pundum meira fyrir hann en Liverpool borgaði fyrir 65-mínútna-manninn Lallana.“ 2. 97 stig Stjóri: Arsene Wenger. Stærstu kaupin: Alexis Sanchez, Calum Chambers, Mathieu Debuchy. Fylgstu með þessum: Aaron Ramsey. Leiðtoginn á miðjunni. „Wenger hefur loksins dregið upp veskið og keypt alvöru leikmenn en ekki einhverja franska vandræðaunglinga.“ „Öllum að óvörum springur draumalið Wengers loksins út – þökk sé banvænu sóknarsam- spili Ramseys, Özils, Walcotts og Sanchez – Morinho og Hjörvari Hafliða til ómældrar armæðu“ „Sánchez er innspýting og góður sigur á City í keppninni um Samfélagsskjöldinn á dögunum gefur vísbendingu um framhaldið.“ „Það er einhver endurreisnar- stemning í Arsenal þessa dagana.“ 3. 91 stig Stjóri: Manuel Pellegrini. Stærstu kaupin: Eliaquim Man- gala, Fernando, Willy Caballero. Fylgstu með þessum: Stevan Jovetic. Meiddur nær allt síð- asta tímabil en gæti raðað inn mörkum í fjarveru Negredo. „Gætu unnið deildina á b-liðinu sínu.“ „Held að City þurfi ekki að reiða sig á Steven Gerrard þetta árið.“ „Stórkostlegir leikmenn en krafan um sigur á öllum vígstöðvum mun verða þeim ofviða þegar upp er staðið.“ „Frábært lið en þreyta kominn í mannskapinn. Verða ekki jafngóðir í ár og í fyrra.“ „Neistinn er farinn.“ 4. 87 stig Stjóri: Louis van Gaal Stærstu kaupin: Luke Shaw, Ander Herrera. Fylgstu með þessum: Ander Herrara. Miðjumaðurinn sem United hefur lengi vantað. „Er hvorki í Meistara- né Evrópudeildinni í ár og það mun gera gæfumuninn. Liðið mun krækja í ca. 5-10 aukastig af því að einbeita sér einungis að ensku deildinni.“ „Van Gaal verður að tryggja sér betri hafsenta ef hann ætlar að spila með þrjá slíka.“ „Robin van Persie á eftir að blómstra undir stjórn landa síns Louis Van Gaal og með Rooney og Chicharito verður United með hættulega fram- línu.“ STARLUX Heilsurúm Margir litir - (160x200cm án höfðagafls) 30% AFSLÁTTUR Verð: 98.770.- Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri Chelsea meistari – United tekur fjórða sætið Enska úrvalsdeildin hefst að nýju eftir sumarleyfi á morgun. Fréttatíminn smalaði saman hópi sér- fræðinga til að spá í spilin fyrir mótið. Álitsgjafar Andrés Jónsson almannatengill, Arnar Björnsson íþróttafréttamaður, Atli Fannar Bjarkason blaðamaður, Ágúst Jakobsson kvikmyndatöku- maður, Ásgeir Eyþórsson útvarpsmaður, Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Björn Steinbekk tónleikahaldari, Grímur Atlason tónleikahaldari, Grímur Sigurðsson lögmaður, Guðjón Ingi Eiríksson bókaútgefandi, Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður, Hafdís Eyjólfsdóttir sérfræðingur, Harpa Hannesdóttir iðjuþjálfi, Haukur Harðarson íþróttafréttamaður, Hulda Geirsdóttir útvarpskona, Edda Sif Pálsdóttir fjölmiðlakona, Einar Logi Vignisson auglýsingastjóri, Dagný Brynjarsdóttir knattspyrnukona, Hildur Einarsdóttir sölumaður, Hreimur Örn Heimisson tónlistarmaður, Ingibjörg Hinriksdóttir upplýsingafulltrúi, Kristinn Agnarsson tónlistarmaður, Kristjana Arnars- dóttir blaðamaður, Kristrún Heimisdóttir framkvæmdastjóri, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Magnús Agnar Magnússon umboðs- maður, Matthías Matthíasson tónlistarmaður, Mist Edvardsdóttir knattspyrnukona, Ólafur Garðarsson lögmaður og umboðsmaður, Óskar Hrafn Þorvaldsson forstöðumaður, Júlíus Jóhannsson fasteignasali, Pétur Már Ólafsson bókaútgefandi, Pjetur Sigurðsson ljósmyndari, Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Sema Erla Serdar ritstjóri, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjón- varpskona, Sigurður Hlöðversson auglýsingamaður, Sigurvin Ólafsson lögmaður, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri, Skúli Malm- quist kvikmyndaframleiðandi, Trausti Hafliðason blaðamaður, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Örn Úlfar Sævarsson auglýsingamaður. E ftir frábært heimsmeist-aramót er komið að næstu knattspyrnuveislu; það verður flautað til leiks í ensku úrvalsdeildinni á ný á morgun, laugardag. Stóru liðin hafa flest verið með veskið á lofti og verður forvitnilegt að sjá hvernig stjór- unum gengur að láta nýju menn- ina passa inn í púslið. Fréttatíminn fékk 44 manns til að spá í spilin. Hver álitsgjafi spáði fyrir um fjögur efstu sætin og fékk liðið í efsta sæti fjögur stig, liðið í öðru sæti þrjú stig, liðið í þriðja sæti tvö stig og fjórða sætið gaf eitt stig. Langflestir eru þeirrar skoð- unar að Chelsea beri sigur úr býtum þennan veturinn. Hörð keppni verður aftur á móti um hin þrjú Meistaradeildarsætin miðað við spána. Arsenal er spáð öðru sæti sæti, meistarar Manchester City hafna í þriðja sæti og Louis van Gaal fleytir Manchester Uni- ted í það fjórða. Athygli vekur að Liverpool hlaut aðeins 42 stig í könnuninni og hafnaði í fimmta sæti. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas verður lykilmaður hjá Chelsea í vetur. Hann var keyptur frá Barcelona í sumar. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.