Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Síða 38

Fréttatíminn - 15.08.2014, Síða 38
38 bílar Helgin 15.-17. ágúst 2014  ReynsluakstuR kia spoRtage T Ú R I S T I Einfaldari lEit að ódýrum hótElum í útlöndum Leitaðu og berðu saman tilboð á hótElum út um aLLan heim og skoðaðu úrvaLið af sérvöLdum gististöðum, orLofsíbúðum og gistiheimiLum fyrir næstu utanLandsferð á túristi.is. Lesendur okkar fá einnig regLuLega sérkjör á gististöðum út í heimi. Kynntu þér Dublin á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Dublin Haustferð 20.–23. NÓV. Verð frá aðeins 88.500 kr. Svalur – í öllum merkingum orðsins Falleg hönnun Kia Sportage vekur athygli hvar sem ekið er. Þetta er bíll sem er þægileg- ur en líka svalur. Mér fannst hann síðan enn svalari þegar ég komst að því að hanskahólfið er líka lítill ísskápur. k ia Sportage er alveg fáránlega fal-legur bíll, svo það sé bara sagt hreint út. Bróðir minn, bankamað- ur á fimmtugsaldri, vildi fá að prófa bílinn og er að íhuga hann sem sinn næsta bíl. Mamma þurfti aðeins að horfa á bíllinn áður en hún tilkynnti mér að sig langaði í einn slíkan. Hún bakkaði reyndar aðeins þegar ég sagði henni að bróðir minn væri að hugsa um að kaupa Kia Sportage. Svo langar mig auðvitað í hann en það væri heldur ósmart ef við værum öll á eins bíl. Hversu smart sem bíllinn sjálfur er. Það er gott að keyra Kia Spor- tage, og raunar reynsluók ég flott- ustu og dýrustu týpunni – World Cup Edition – sem er með rúskinni á sætunum, stærri snertiskjá og meiri lúxus. Það sem heillaði mig samt mest var hanskahólfið sem einnig er hægt að nota sem lítinn ísskáp. Já, kælirinn var tilbúinn þegar ég tók við bílnum og þar fann ég því ískalda handbók bíls- ins. Auðvitað var ég fljót að skipta henni út fyrir sódavatn, appelsínu- safa og jógúrt. Vinur minn gerði mikið grín að áhuga mínum á þessu kæliboxi og sagði auðvitað fátt mikilvægara en að vera stopp á rauðu ljósi á Sæbrautinni og geta teygt sig í kalda jógúrt. Þar sem ég er nýkomin út leiðangri á lands- byggðinni með barn í aftursæt- inu gat ég hins vegar í huganum fundið óendanlega mikil not fyrir kælinn í hversdagslífinu. Þið þekkið síðan þetta furðu- lega geymsluhólf neðst í bílhurð- unum þar sem ekkert kemst fyrir nema bæklingar og rusl. Í þessum bíl eru loksins komin alvöru not fyrir þetta hólf því í öllum fjórum hurðunum að innanverðu er búið að móta hólfið þannig að það rúmi flösku sem stendur nánast upprétt. Þar gat ég því líka geymt stóra flösku af sódavatni, svona þegar ég var búin að taka hana úr kælinum. Auðvitað voru líka glasahaldarar fyrir kaffið, svona eins og almennt tíðkast, og glasahaldarar fyrir aftursætisfarþega. Kia Sportage er flottur og hann er lipur í akstri. Fyrir konu eins og mig eru það samt ekki síður smá- atriðin sem skipta máli – og kælir í hanskahólfinu er bara mjög stórt smáatriði. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Eftir að útlitshönnuður Audi færði sig yfir til Kia hafa bílarnir orðið fallegri og fallegri og er Kia Sportage ósvikið dæmi þess. Ljósmyndir/Hari Í hanskahólfinu gat ég kælt sódavatnið, appelsínusafann og jógúrtið. Í hólfinu neðst í hurðinni, sem yfirleitt ekkert passar almennilega í, er hægt að geyma flöskur. Kia Sportage EX 2,0 4WD dísil 136 hestöfl 6,9 l/100 km í blönd. akstri 179 CO2 gr/km Hæð 1635 mm Verð 6.590.777 kr. Bíllinn er laglegur að innan. Farandursrýmið er rúmgott. Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 25-60% afsláttur ÚTSALA

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.