Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Page 64

Fréttatíminn - 15.08.2014, Page 64
skólinn byrjar Helgin 15.-17. ágúst 20148 INNTÖKUPRÓF í allar deildir skólans fara fram 20. ágúst INNRITUN fyrir veturinn 2014-2015 stendur yfir Fjölbreytt SÖNGNÁM fyrir nemendur á öllum aldri Léttsöngvadeild • Söngur • Leikur • Rytmi • Dans Unglingadeildir yngri og eldri • 11 - 15 ára Almennar söngdeildir Grunnnám / Miðnám / Framhaldsnám Háskóladeildir Einsöngsnám / Söngkennaranám • Þjóðlagatónlist • Ljóðasöngur • Óperusöngur • Söngleikir • • Einsöngur • Samsöngur • Kórsöngur • • Söngtúlkun • Sviðsframkoma • Hreyfingar við tónlist • Leikræn tjáning • • Tónleikar • Óperuuppfærslur • • Tónfræði • Hljómfræði • Tónheyrn • Nótnalestur • Tónlistarsaga • Saga sönglistar • Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga www.songskolinn.is • • • Ný deil d! Þ að er miðað við að brautin sé kláruð á þremur árum en ég tók þetta á tveimur árum,“ segir Eyrún Dröfn Jónsdóttir sem útskrifaðist sem tækniteiknari frá Tækniskólanum í vor. Eyrún dúxaði og fékk verðlaun fyrir framúrskar- andi árangur í fjórum fögum. „Ég fór í Fjölbraut í Breiðholti sem unglingur en hafði engan áhuga á náminu þá,“ segir Eyrún sem er þrítug í dag. „Þá var ég í skólanum á allt öðrum for- sendum. Ég hafði engan áhuga á náminu en það var vegna þess að ég vissi í raun ekkert hvert ég var að stefna. Ég bara fór þangað því mér fannst ég eiga að fara. Árangurinn var eftir því og ég hætti áður en ég gat klárað. Ég fór bara að vinna og festist í því,“ segir Eyrún sem hefur verið að vinna í fataverslun. „Þegar ég svo átti barn þá sá ég að þetta gengi ekki lengur. Það hentar mjög illa að vinna í verslun með lítið barn. Það er svo ósveigjanlegur vinnu- tími og oft yfirvinna. Ég fór að líta í kringum mig eftir námi og datt þá niður á tækniteiknun sem vakti strax áhuga minn. Ég hafði samt enga hug- mynd um hvað ég var að fara í þegar ég byrjaði.“ Fékk nýja vinnu fyrir útskrift Eyrún fékk vinnu á verkfræðistofu í apríl, mánuði áður en hún útskrifað- ist. „Ég lét ekki skólaverkfallið í vetur stoppa mig heldur hélt bara áfram að mæta í skólann og læra. Ég kláraði allt á réttum tíma og var byrjuð að vinna í fullu starfi áður en skólinn var búinn,“ segir Eyrún sem er hæst- ánægð í nýju starfi en veltir líka fyrir sér meira námi í framtíðinni. „Eftir að hafa klárað tækniteiknun er hægt að bæta við sig nokkrum einingum til að fá stúdentspróf og ég ætla að vera í fjarnámi með vinnunni í vetur. Mig langar að einbeita mér vel að þessari nýju reynslu sem ég er að fá en svo getur vel verið að ég fari í meira nám í framtíðinni. Kannski byggingar- fræði.“ En hver er lykillinn að svona góð- um námsárangri? „Fyrst og fremst þarf maður að hafa áhuga á því sem maður er að gera. Svo þarf maður að vera skipulagður og mæta í alla tíma. Það er líka mjög mikilvægt að vera forvitinn og vera duglegur að spyrja kennarana.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is E inhvers staðar þarf að byrja og við álítum að þetta sé góður stökkpallur fyrir marga,“ segir Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík. Ný deild verður sett á fót við Söngskólann í Reykjavík nú í haust. Um er að ræða létt-laga söng- deild þar sem lögð verður áhersla á létta tónlist, þjóðlög, dægurlög, söngleikjalög, rytmiska tónlist, hreyfingar og dans. Það eru þrír af söngkennurum skólans sem verða aðalkennarar deildarinnar; þau Garðar Thór Cortes, Harpa Harðardóttir og Sibylle Köll. Þau kenna öll söng og vinna að sam- söngsatriðum, en Sibylle, sem er bæði söngvari og dansari, vinnur jafnframt að hreyfingum og kennir dans. Áhersla verður lögð áhersla á rétta og áreynslulausa radd- beitingu, en jafnframt unnið að og kennt að syngja þar sem röddin er mögnuð upp með hátalara. „Það hefur verið töluverð eftir- spurn að fá að komast í nám sem er meira stílað inn á létta músík, til dæmis dægurlög og söngleikja- lög. Svo er mikið inni núna að hafa hreyfingarnar með. Það verður gaman að fá nýja krakka inn í skólann og svo kemur í ljós hvaða hæfileikum þeir búa yfir. Það er þá hægt að hvetja þá til frekara náms,“ segir Ásrún. Létt-söngdeildin er aðallega ætluð nemendum á framhaldsskóla- aldri en yngri og eldri nemendur eru einnig velkomnir. Stefnt er að því að létt-deildin verði með tón- leika og/eða sýningar, að minnsta kosti tvisvar á ári. Söngskólinn býður upp á söng- nám sem innifelur alla þætti sem tilheyra tónlistar- og söngnámi. Deildaskipting námsins er allt frá unglingadeild, þar sem nemendur frá ellefu ára aldri stunda söngnám, til háskóladeildar sem útskrifar einsöngvara og söngkennara með Bachelor gráðu, í samstarfi við The Associated Board of the Royal Schools of Music í London. Prófdómarar þaðan dæma próf nemenda Söngskólans í Reykjavík tvisvar á ári. Innritun stendur nú yfir í allar deildir skólans og fara inntökupróf fram 20. ágúst næst- komandi. Unnið í samstarfi við Söngskólann í Reykjavík  TónlisTarkEnnsla léTT-söngdEild Ný og spennandi deild í Söngskólanum Þau Harpa Harðardóttir og Garðar Thór Cortes verða tveir af þremur aðalkenn- urum við nýja deild Söngskólans í Reykjavík. Þar verður lögð áhersla á létta tónlist, dægurlög og söngleikjatónlist til að mynda.  dúx skipulag og ásTundun Áhugi er lykillinn að góðum námsárangri Eyrún Dröfn Jónsdóttir dúxaði og fékk fern verðlaun fyrir fram- úrskarandi námsárangur þegar hún útskrifaðist úr tækniteikningu frá Tækni- skólanum í vor. Hún hvetur fólk á öllum aldri til að láta drauma sina rætast og fara í nám. Hún segir áhuga og forvitni vera lykilinn að góðum námsárangri. Eyrún Dröfn ákvað að fara í nám eftir að hún átti son sinn, til að fá möguleika á sveigjanlegri vinnutíma.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.