Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 37
ALÞINGISKOSNTNGAR 1844
Þetta eru megingerðir kjörgagnanna, en stundum hefur þeim verið
blandað saman í framkvæmdinni. I Isafjarðarsýslu hefur fundargerð kjör-
fundar þannig verið skráð bæði inn í kjósendabókina (XXTV!1) og kjör-
innabókina (XXIV.2), og gerðabókin byrjar á skrá um kjörgenga menn í
sýslunni (XXIV4).52
Kosningaréttur í raun
Heimildir um Alþingiskosningarnar sjálfar eru varðveittar úr 14 kjör-
dæmum, og þar fóru kosningamar fram á tímabilinu frá 13. apríl til 28.
september. Ef reikna skal út hlutfall kosningarétthafa af íbúum rekum við
okkur á að ekki liggja fýrir tölur um íbúafjölda í einstökum sýslum á
kosningaárinu 1844. Hér er því miðað við árið 1845, þegar tekið var
manntald3 Fyrsta og lægsta talan sem hugsanlegt er að miða við er íbúa-
tala Islands í árslok 1843, áætluð eftir kirkjubókum. I Hagskinnu má lesa
að Islendingar hafi þá verið 1.329 manns, eða 2,27% færri en í manntal-
inu 1845.S4 Út frá því væri rétt að hækka langleiðina sem þessu nemur
hlutfall kosningarétthafa, en það er svo lítdð að það gæfi ranga hugmynd
um nákvæmni að ómaka sig á að gera það. Þótt hlutfallstala kosningarétt-
hafa í niðurstöðu töflu I sé hækkuð um 2 %, sem er nærri lagi miðað við
dagsetningar kjörfundanna, fer hún aðeins úr 2,22 upp í 2,26.
I umfjöllun um kjörgögnin hér á undan kom fram að misvísandi tölur
kosningarétthafa geta valdið svolitlum ruglingi. I töflu I er sá kostur val-
inn að leggja kjósendabækumar til grundvallar, eftir því sem þær em til,
nema þær gefi sérstakt tilefhi til að vera taldar ófullkomnar. Þær eru síð-
ustu heimildimar um fjölda kosningarétthafa áður en kosningar fóra
fram, eftir að allar hugsanlegar leiðréttingar hafa verið gerðar. Því hljóta
þær að teljast hafa sterkast heimildargildi. Til kjörskráa er aðeins gripið ef
kjósendabók er ekki til eða hún er sýnilega ófullnægjandi um þetta atriði.
Þessi aðferð er auðvitað ekki hárnákvæm; jafnvel má benda á eina villu
sem leiðir af henni: Þorgrímur Tómasson staðarráðsmaður á Bessastöð-
um er tvítalinn, bæði í heimakjördæmi sínu og í Borgarfirði.'0 Eg dreg
52 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Isafjarðarsýsla XXTV.1-2, 4.
53 Skýrslur um landshagi á Islandi I (1858) bls. 17-27.
54 Hagskinna (1997) bls. 56 (tafla 2.2), sbr. bls. 62 (nmgr. 1).
55 Þjskjs. Sýsluskjalasafn. Gullbringu- og Kjósarsýsla XXIX.4; Borgarfjarðarsýsla
XXVI. 1.
35