Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Page 176
RÓBERT H. HARALDSSON
miðlafrumvarpið fengi farsælli málalyktir en urðu, og vafalítið voru óvin-
sældirnar sem hún bakaði sér með afgreiðslu málsins m.a. til komnar
vegna þess að henni mistókst að skýra fyrir þjóðinni brýna nauðsyn þess
að gera frumvarpið að lögum strax á vorþingi 2004. Einhver meinloka
einkenndi alla afgreiðslu þessa máls. Enginn gat skýrt fyrir okkur þá af-
stöðu að setja þyrfti undireins lög sem tækju þó ekki gildi fyrr en síðla árs
2007 og mætti auðveldlega nema úr gildi vorið 2007! En fárið útaf fjöl-
miðlafrumvarpinu réttlætir ekki niðurstöðu Ingibjargar um skort opúm-
ar umræðu og þær ályktanir sem hún dregur um lýðræðissamfélagið. Eitt
er að mikil umræða var um fjökniðlafrumvarpið meðal þingmaima, fag-
manna og almennings, eins og stjómarliðar þrejTast ekki á að benda á,
auk þess sem það byggðist á faglegri skýrslu. Annað er að höfuðefasemd-
irnar um lögin hverfast að endingu ekki um skort á umræðu heldur um
það hvort niðurstaðan hafi verið rétt. Efast má um að lögin hefðu náð
meginmarkmiði sínu (að tryggja frjálsa og óháða fjölmáðla) og um hvort
þau hafi verið réttlát (þau hafi beinst gegn tilteknum aðilum, skert at-
vinnu- og tjáningarfrelsi o.s.frv.). Engin umræða getur ein og sér brettt
óréttlátum lögum í réttlát hversu lýðræðisleg sem hún er. Emiþá sterkari
efasemdir má hafa um tilraun Ingibjargar til að skoða gjörð forseta Is-
lands hinn 2. júní s.l. í ljósi hugmynda um nýtt lýðræði. Langsótt er að
líta svo á að forsetinn hafi verið að svara kröfúm þjóðarinnar mn nýja og
virkari tegund af lýðræði þegar hann synjaði lögtmum staðfestingar. Ekki
er ljóst að þjóðin hafi beint til hans slíkri kröfu, auk þess er mjög urndeil-
anlegt að forsetinn eigi að beita málskotsréttinum til „að þróa lýðræðið
á Islandi bæði að formi og inntaki“. Otal mál eru þannig værin að þjóðm
vildi gjarnan hafa meira rnn þau að segja með beinum hætti þótt fráleitt
sé að forsetinn eigi að taka tillit til þess. Forsetinn tdsar ekki lögunum til
þjóðarinnar til umræðu, heldur til samþykktar eða s\njunar.
Ahersla Ingibjargar á umræðuna getur skyggt á þá staðreynd að það er
viss tegund af umræðu eða umræðuhefð sem okkur skortir á Islandi og
viss tegund sem \áð höfum e.t.v. fengið okkur fullsödd af. higibjörg legg-
ur að vísu sjálf áherslu á eina tegund af umræðu í grein sinni, og í mál-
flutningi sínum almennt, umræðu sem uppfyllir ákveðin lýðræðisleg og
siðferðileg skilyrði. Hún vill óþvingaða umræðu þar sem allir fá að taka
þátt, umræðu þar sem aðilar máls hlusti hverjir á aðra og „báðir aðilar
[almenningur og stjórnmálamenn] eig[i] þess kost að sannfæra hvorn
annan.“ Hugmyndir Ingibjargar \árðast ríma ágætlega við kenningar
174