Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 8

Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 8
Ljósmynd: Þorvarður Árnason PÖUríSKIR FLDKKAR ÉTA MANNAMJÖL! Þegar ég bað Guðmund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands og alþingismann, um viðtal hló hann fyrst í stað og spurði hvort ekki væri nú nóg komið. Sagðist hafa verið I tjölmiðlum á tjórðu viku og ekki hefði gengið meira á þótt tíu manns hefðu verið drepnir á götu um hábjartan dag. Mál væri að Iinni. Hann féllst þó á að skýra sjónarmið sín fyrir lesendum ÞJÓÐLÍFS — einkum og sérílagi sem fordæmi og aðvörun til annarra, sem kynnu að lenda í fjölmiðlcikjaftinwn í framtíðinni. Eftir Auði Styrkársdóttur „Ég vil óska þeim sem lendir í þessu næst það til handa, að hann sé nógu helv. heilsugóður og vanur að koma fram í sjónvarpi og útvarpi og auk þess góður penni,“ segir Guð- mundur J. þegar við hittumst á skrif- stofu Verkamannafélagsins Dags- brúnar. „Það má nefnilega algjörlega myrða menn ef þeir hafa ekki þrek til að rísa undir þessu. Þetta var nú meira helvítið." Guðmundur J. Guðmundsson hef- ur verið formaður Dagsbrúnar frá ár- inu 1982 en hóf störf hjá félaginu á árinu 1953. Hann segir, að vammir og skammir af öllu hugsanlegu tagi hafi verið upp á sig bornar um tíðina - en aldrei fégræðgi. Enda sé hann ákaflega lítill fjármálamaður og hvergi aufúsugestur í bönkum, nema ef vera skyldi í Blóðbankanum, en hann er tekinn reglulega í „aftöppun“ vegna síns ágæta blóðs, O-mínus. „Ókunnugum gæti virst, að ásak- anir um að ég sé styrkþegi hjá 8 ÞJÓÐLÍF skipafélagi, séu eins og hver önnur kjaftasaga útí bæ,“ segir Guðmundur J. brúnaþungur og hampar tóbaks- dósinni. „En þetta er algjörlega að svipta mig ærunni. Ég er hér formað- ur í Dagsbrún og helstu viðsemjendur okkar eru skipafélögin. Sé það satt að forystumaður í verkalýðsfélagi þiggi mútur, á hann umsvifalaust að segja af sér öllum störfum. Ja, maður hefði átt að forðast meira öll mútutil- boðin sem manni hafa borist um dagana!“ Guðmundur J. var staddur á fundi Alþjóðavinnumálasamtakanna í Genf og uggði hvergi að sér þegar frétt birtist í sjónvarpi þess efnis, að hann hefði þegið fé hjá Albert Guðmundssyni. Fréttinni fylgdu jafn- framt ummæli Björgólfs Guðmunds- sonar, sem þá sat í hljóðeinangruðum fangaklefa í gæsluvarðhaldi, að þetta væri ein besta fjárfesting sem Hafskip hefði gert. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, hringdi daginn eftir í Guðmund til að segja honum tíðindin. Hann segist hafa orðið mjög undrandi, því hann hafi með engu móti getað komið þessu heim og saman við Hafskipsmálið. Þess utan hafi hann vart trúað því að sjónvarpið skyldi birta slíka frétt — og það sem fyrstu frétt kvöldsins. Hann lagði þegar af stað heim á leið, en sú ferð tók uppundir sólarhring. „Ég mundi eftir þessum peningum frá Albert, en kom því með engu móti heim og saman við Haf- skipsmálið,“ segir hann. „Ég vissi aldrei betur en þetta væri lán frá Al- bert, hafði aldrei haft neina ástæðu til að tortryggja hann og hef ekki enn- þá. Viðbrögð fjölmiðla komu mér satt að segja mjög á óvart. Nú hafði orðið hér eitt stærsta gjaldþrot Is- landssögunnar og forráðamenn Haf- skips bornir þungum sökum og settir í gæsluvarðhald. Heill ríkisbanki riðaði til falls. Ég get ekki dæmt um sök þessara manna, enda ekki búið

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.