Þjóðlíf - 01.09.1986, Qupperneq 35

Þjóðlíf - 01.09.1986, Qupperneq 35
er að í myndinni eyðum við kynstrun- um öllum af bjór. Við reyndum að verða okkur út um hann eftir lög- Iegum leiðum og fórum alla leið upp í fjármálaráðuneyti þar sem við hittum að máli viðmótsþýðan mann. Hann taldi afar ólíklegt og flókið mál að við fengjum löglegan bjór og benti okkur á að best væri fyrir okkur að kaupa smyglaðan. Svo bætti hann því við að hann vissi að nóg framboð væri af slíkum varningi. Það vissum við líka og ekki farið með sem neitt launung- armál.“ Er nokkur þörf á að gera grín að svona hlœgilegu þjóðfélagi? „Já, það þarf að gera meira af því en gert er. Fólk tekur pillunum betur með þeim hætti. Myndin er okkar skerfur, í henni er tekið á ýmsu dellu- maki en allt er það þó þess eðlis að hægt væri að fjalla um það í fúiustu alvöru. Að því leyti á myndin sér rætur í þjóðfélaginu." Margir karlar gefa lítið fyrir skop- skyn kvenna. Hafa konur húmor? Við þessa spurningu verða þær Guðný og Þórhildur ansi langleitar. „Jú, og það er miklu meira basl að gera svona mynd en hægar, lýrískar myndir," segir Guðný. Þórhildur hefur, eins og alþjóð er kunnugt, starfað meira fyrir svið en hvítt tjald. Þó hefur hún aðeins þefað af tjaldinu, hún var aðstoðarleikstjóri Edda BjörgvinsdóttirleikurStellu og hér stendur hún í viðskiptum við tvo félaga úr læonsklúbbnum Kidda (Eggert Þorleifsson tv. og Kjartan Bergmundsson). Fáar konur hafa lagt það fyrir sig að vera sjálfstæðir skemmtikraftar, en það er að breytast. að hafa auga með leikurum í þessari mynd og langur vegur frá því að ég hafi verið að „yrkja á kvikmynda- „Húmor er ekki kynbundinn og konur eru ekkert öðruvísi en karlar að þessu leyti nema ef vera skyldi að þær hafi meiri húmor fyrir körlum og þeirra afsprengjum. En konur hafa sig minna í frammi með sitt grín. Það urðu allir hissa á þáttunum um Ella í útvarpinu en engum finnst skrýtið þótt tveir menntaskólastrákar séu að grínast í sjónvarpinu í hverri viku. Það hafa fáar konur lagt það fyrir sig að vera sjálfstæðir skemmtikraftar en það er að breytast.“ „Og nú kemur líklega spurningin um hvort þetta sé kvennamynd," heldur Guðný áfram. „Æ, ég er orðin svo leið á henni. Ástæðan fyrir því að svo margar konur koma við sögu Stellu í orlofi er ekki eitthvert systra- lag. Mér finnst sú umræða orðin dá- lítið gömul. Ég er bara manneskja sem langar að starfa í mínu fagi og með færu fólki. Það er tilviljun að sumt af því eru konur.“ En er þessi kvikmyndagerð ekki bölvað basl? Guðný og Þórarinn tveir. Sá til vinstri er Halldór Þorgeirsson sem sá um leikmyndina í myndinni en sá í fangi Guðnýjar er sonur þeirra. í Hrafninn flýgur og hefur stjórnað nokkrum sjónvarpsleikritum. Hvern- ig finnst henni að koma inn í kvik- myndirnar núna? „Þetta var harðduglegur og hress hópur sem hlut átti að máli, ákveðinn í að láta ekki deigan síga. Skemmti- leg og spennandi reynsla fyrir mig, að sumu leyti framandi, en margt gamal- kunnugt. Ég var nú ráðin aðallega til vél“. Hvað varðar einhvern samanburð á þessari reynslu og fyrri störfum er augljósasti munurinn sá að maður finnur glöggt að kvikmyndagerðin stendur ekki á gömlum merg. Það ríkir dálítil baslstemmning og skortir hefðir. Flestir þeir sem starfa að kvik- myndum hér á landi eru ungt fólk sem skortir reynslu og það er mikill ÞJÓÐLÍF 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.