Þjóðlíf - 01.09.1986, Qupperneq 38

Þjóðlíf - 01.09.1986, Qupperneq 38
Eftir Óskar Guðmundsson Viö tölum oft um að málfrelsið sé dýrsta djásn lýðræðisþjóðfélagsins. Samtímis segjum við að ritskoðun af hvaða toga sem er sé ólýðræðisleg. Við beinum spjótum okkar gegn rit- skoðuninni í nafni lýðræðisins. í stór- um dráttum er ritskoðun valdatæki, aðferð til að halda fólki niðri, aðferð til að viðhalda völdum og situr á bekk með her og lögreglu. Segja má að ritskoðun verði alltaf til meðan stétt kúgar stétt, meðan maður kúgar mann. í þessari grein verður reynt að varpa ljósi á nokkur atriði varðandi ritskoðun — og þá sérstaklega á fyrir- bærið uppá okkar kalda landi. Auðvitað er eðlismunur á þjófé- lögum, þarsem ritskoðun er ríkjandi þáttur í þjóðlífi, og þeim sem líta á ritfrelsi sem forsendu samskipta. Hér skilur milli feigs og ófeigs. í einræðis- ríkjum er ritskoðun ekki vandamál, — hún er óaðskiljanlegur partur af kerfinu. Sem betur fer þekkjum við ekki slíkt kerfi af eigin raun, — en það er hægt að gera sér í hugarlund hvernig væri að búa við slíkt þjóðfé- lagskerfi. 38 ÞJÓÐLÍF í Sovétríkjunum er ljósritunarvélin á við heila herdeild. Hún er tabú vara, ólögmæt í eigu almennings, fjölfjöldunin er einungis á vegum rík- isins, flokksins. „Sovéska skrifræðið, sem er víðtækasta og flóknasta kerfi sinnar tegundar verður að neita sér næstum algjörlega um eina af nauðsynjum nútíma skipulagningar, ljósritunarvélina, þar sem tæki þetta veitir hverjum sem er aðstöðu til prentunar . . . Það segir sig sjálft að sovéska þjóðfélagið kaupir það dýru verði að framleiðsluöflunum sé hald- ið niðri; slíkt veldur upplýsingaskorti og óþarfa útgjöldum." (H.M. Enz- ensberger). Fyrir einstaklinginn er það einsog að vanta mat, hús eða klæði að geta ekki tjáð sig og sú ritskoðun sem er við lýði í slíkum einræðisríkjum beinist að sjálfsögðu hvorttveggja gegn einstaklingum og þjóðfélagsþróuninni. Andstæða lýð- ræðisins er gúlagið. Heimur Vesturlandabúans er að þessu leytinu til eðlisbetri. En aungvuaðsíður erum við að kljást við ritskoðun í einhverju formi, sem allt- af er til skaða fyrir einstaklinga og þjóðfélagið. Ritskoðun er að sjálf- sögðu ekki bundin við ritmálið — og hún er áreiðanlega jafngömul frum- málinu. I átökum stéttanna hvar- vetna í hinum þekkta heimi hafa und- irokaðir þurft að búa við skoðana- kúgun og átökin milli stétta hafa yfir- leitt snúist að miklu leyti um málfrels- ið. Der ewige Zensur — Hin eilífa ritskoðun — heitir bók sem gefin var út í Þýskalandi þegar um aldamótin og fjallar fræðilega um málið. Margir ljúflingar heimsins hafa mátt þola ritskoðun um eitthvert skeið og þurft að berjast fyrir því frelsi að segja meiningu sína. Heine var landflótta undan þýsku ritskoð- uninni og Jón Ólafsson varð land- flótta 17 vetra frá íslandi fyrir það eitt að yrkja og birta íslendingabrag. Hin arflausa stétt Hvarvetna í Evrópu þurfti borg- arastéttin að berjast harðri baráttu fyrir tilveru sinni, þarmeð töldum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.