Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 42

Þjóðlíf - 01.09.1986, Side 42
mjög merkileg. Á stundum lítur blað- ið á sig einsog það væri eins konar þjóðkirkja allra íslendinga. En svo axlar það aftur gamla kuflinn, — eins- og það væri biskup flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum. í viðtali við BSRB-blaðið fyrir skömmu vísar Styrmir Gunnarsson ritstjóri til þess, að Morgunblaðið hafi það hlutverk að halda Sjálfstæðisflokknum saman. Það segir sig sjálft, að þegar Morgun- blaðið setur það hlutverk sitt ofar skyldu sinni gagnvart sjálfu sér og lesendum er voðinn vís, víðar en á Morgunblaðinu. Áhrif Morgunblaðsins eru meiri óbein, þ.e. á aðra fjölmiðla. Stund- um er engu líkara en útvarpið og sjónvarpið séu undirdeildir á Mogg- anum. Og umfjöllun blaðsins hefur oft á tíðum verið einsog réttlínugef- andi fyrir ríkisfjölmiðlana. Máske er ein ástæða þessa sú, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur tögl og hagldir í ríkisfjölmiðlunum einsog á Morgun- blaðinu. Á hinn bóginn hefur Morgunblað- ið oft farið vel með vald sitt, þ. e. forðast að misbeita því. Þetta gerist oft í tímaskeiðum. Það er einsog komi þíða í fjölmiðlaheiminum. Hann stækki, allir fjölmiðlar verði skárri og þjóðfélagið verði opnara og lýðræðislegra. Við tökum eftir þessu þegar nýjum fjölmiðlum hefur verið hleypt af stokkunum og má bæði „Þetta veldur hins vegar því, að þeir sem enn hanga á umsömdum töxtum láglauna eiga ekki jafn skilningsríka fréttamenn að og áður....... minnast Dagblaðsins og Helgarpósts- ins í því sambandi. Ástæða opnunar- skeiðanna er einnig sú, að fjölþjóð- legir straumar segja til sín í þessu sambandi. Á frjálslyndisskeiðum er- lendis er vísast skammt í að við njót- um þeirrar opnunar sem verður ytra. Svo slær í bakseglin, svosem Mogg- inn gagnvart Hafskipi og síðustu borgarstjórnarkosningum. Þegar Morgunblaðið bregst alhliða þjón- ustu og tekur að mylja undir flokkinn sinn eða taka þátt í yfirhylmingu með þögn, þá hefur það einnig lamandi áhrif á aðra fjölmiðla. Og með sama hætti og við njótum alþjóðlegra frjálslyndisskeiða verðum við fyrir barðinu á fjölþjóðlegum þröngs- traumum, einsog á skeiði nýfrjáls- hyggjunnar. Þannig er fjölmiðla- heimurinn einsog annað hluti af heimi, sem tekur breytingum, á bæði blóma- og hnignunarskeið. Skoöanahræöslan í ráðinu Ríkisfjölmiðlarnir eru óeðlilega lokaðir í landinu, og ef við berum saman við ríkisfjölmiðla ná- grannalanda okkar, þá hefur maður á tilfinningunni að það sé meiri sjálfs- ritskoðun við lýði hér en ytra. Skýr- ingar hafa að ýmsu leyti þegar komið fram í þessari grein en það er einnig vegna hins undarlega útvarpsráðs, sem hefur verið einsog sovét yfir þess- ari stofnun. Margir hafa lent í hakka- vél ritskoðunarinnar, — menn einsog Magnús Torfi Ólafsson og Ólafur Ragnar Grímsson auk fréttamanna sem fyrr og síðar hafa orðið fyrir þrýstingi. Auðvitað hefur þróunin orðið á betri veg þau hin síðari árin, — en eftir sem áður virðist valdið alltaf hrætt við skoðanir og gegn þeim beinist ritskoðunin yfirieitt. Lýðræðissinnar hafa að und- anförnu þurft að verja og verja. Hin dulda kúgun sem felst til dæmis í ofurvaldi eins stjórnmálaflokks yfir hvaða stofnun sem er, samrýmist á engan hátt þörfinni fyrir meira mál- frelsi. Það er því verulega umhugsun- arvert, að á sama tíma og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur sýnilega fjölgað flokksmönnum sínum í stöðum yfir- manna hjá Ríkisútvarpinu og hefur á að skipa þremur mönnum af sjö í útvarpsráði, skuli stjórnmálasamtök einsog BJ ekki hafa fulltrúa í ráðinu og að Samtök um kvennalista skuli vera að velta fyrir sér að draga sinn fulltrúa til baka. Einsog flótti úr vörninni. Það getur varla talist þjóna opnari vinnubrögðum og lýðræðis- legri stofnun að draga fulltrúa sína til baka úrþví ráðið er til á annað borð, — nema fólk sætti sig við þetta vald Sjálfstæðisflokksins. Nær væri að leggja áherslu á breytt vinnubrögð þessa undarlega ráðs. Hvenær þjónar það málfrelsinu? Hvenær hvetur það starfsmennina til dáða? Af hverju eggjar útvarpsráð ekki fréttamenn og aðra til að afhjúpa spillinguna, veita stjórnvöldum aðhald og ástunda al- hliða gagnrýnni vinnubrögð? í stað þess hefur það lagst í nöldur, m. a. til varnar þeim sem skipa í ráðið, þ.e. alþingismönnum. Og það hefur meinað mönnum aðgang að stofnun- inni vegna pólitískra skoðana þeirra. I þeirri umræðu sem að und- anförnu hefur orðið um útvarpsráð hefur stundum verið erfitt að átta sig á um hvað er verið að deila. Máske er það vegna þess að þegar öllu er á botninn hvolft er verið að ræða sjálft frelsið, — frelsi þeirra sem ekki njóta þess og eiga sjálfsagðan rétt til þess, einsog hér hefur verið reynt að benda á. Því er ástæða til að taka undir með Bríeti Héðinsdóttur, sem skrifaði í fjölmiðlavaðli Þjóðviljans á dögun- um: „Í kjarna sínum virðist mér Þegar fjölmiðill segist vera frjáls og óháður á hann við, að hann vilji vera það. 42 ÞJÓÐLfF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.