Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 56

Þjóðlíf - 01.09.1986, Síða 56
„ Voríð sem var“ sagði össur rítstjórí Þjóðviljans í viðtali nr. 2 í Heimsmynd. tökin 78 sína síðu vikulega á eigin ábyrgð og til frjálsrar ráðstöfunar, og loks vinstri hópar, sem lifað höfðu af hreinsanir í Fylkingunni; ekki var þess langt að bíða að samtök „Gegn stríðinu í Mið-Ameríku“ fengju sína síðu, o.s.frv. (Samtök um vestræna samvinnu báðu um, og fengu, síðu á eigin ábyrgð, en þá var Mogganum nóg boðið og beiðnin dregin til baka). Pað merkilega við þessa þró- un var ekki sú að samtök sem þessi „fengju inni“, eins og það kallaðist áður fyrr, heldur áttu þau sína síðu og máttu gera við hana hvað sem þau vildu, á eigin ábyrgð. Nýr Birtingur þróaði með þessum hætti róttæka hugmynd um fjölmiðil sem átti sína eigin ritstjórnarstefnu, var vettvang- ur flokkanna, og síðar, samtaka sem einhverra hluta vegna töldu sig ekki eiga samleið með þeim. Áður en regnhlífarsamtök urðu möguleg, varð að vera til vettvangur umræðu í skjóli regnhlífarmiðils. PÓLITÍSKAR AFLEIÐINGAR. Án Nýs Birt- ings og síðar útvarpsstöðvarinnar er ekki víst að Lýðræðishreyfingin hefði orðið til. Þessir miðlar skópu póli- tískar forsendur fyrir því, að „stærsti stjórnmálaflokkur landsins" (sjá grein Svans) varð til árið 1990. Ár- angurinn af blaðinu varð m.a. til þess að menn sættu sig við að í formanns- kjöri fengu allir sem vildu kosninga- rétt, sem síðar opnaði leið almennu, opnu prófkjöri hreyfingarinnar. Eftir að lýðræðið hafði fengið að sanna sig var önnur leið hreint ekki fær. Það var ekki síst að þakka Nýjum Birtingi sjálfum, sem afhjúpaði hrossakaup formanna A-flokkanna um skiptingu valds („fyrst ég, svo þú“) á byrjunar- stigi, um leið og blaðið ólgaði af reiði ólíkra flokksmanna sem báru fram kröfuna „eitt atkvæði hverjum til handa“. Blaðið átti því drjúgan þátt í að þroska hreyfinguna og gera henni iV' Wi i/:\* w < w.- Ta ■-V :k > V.i & Gárungarnir sögðu meydóm Kvennalistans mikils- verðari en skuldir hinna flokkanna! kleyft að skilgreina sjálfa sig — verk- efni sem enn er ekki lokið, nú þegar þess er krafist að almennir flokks- menn kjósi ráðherraefni. Miklu má þakka það að blaðið þraut ekki siðferðisstyrk þegar mest á reyndi. Þar skiptu miklu að það þurfti aldrei að svara öðru en köllun sinni, átti ekki við neina eina valda- stofnun að etja. Nú þegar flokkurinn er kominn í stjórn gerast þær raddir háværari að áskrifendur (ekki flokks- Pi t.Á I? 56 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.