Fréttatíminn - 17.10.2014, Page 2
kynntu þér
málið!
SIÐMENNT
w w w . s i d m e n n t . i s
Málsvari veraldlegs samfélags
Siðmennt
Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is
Ísland best
Norðurlandanna
Nær öruggt er að á nýjum styrkleikalista
FIFA, sem birtist í næstu viku, að íslenska
landsliðið verði efst Norðurlandanna
á listanum. Það er eitthvað sem aldrei
hefur gerst áður, né nokkurn óraði fyrir.
Samkvæmt styrkleikalistanum er Ísland
nú í 34. sæti, Danir í 27. og Svíar í 32. sæti.
Samkvæmt útreikningum fer íslenska
landsliðið í 28. sæti og það danska fellur
vegna taps þeirra gegn Portúgal. Það
virðast fleiri vera á þessari skoðun því á
heimasíðu Expressen í Svíþjóð hefur staðið
yfir könnun um það hvaða Norðurlandalið
sé best. Svíar hafa ekki mikla trú á Dönum
því valið stendur á milli Svía, Íslendinga og
svo annarra. Í gær höfðu tæplega 8.000
manns tekið þátt í könnuninni og 57% valið
Ísland, 30% Svíþjóð og 12% aðrar Norður-
landaþjóðir. Þetta ku stafa af gríðarlegum
vinsældum Lars Lagerbäck, landsliðsþjálf-
ara Íslands í heimalandinu.
-hf
Íbúðir á lóð
Útvarpshússins
Borgarráð samþykkti í gær, fimmtudag,
tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra
að efna til samkeppni með Ríkisútvarpinu
um breytt skipulag á lóð RÚV við Efstaleiti.
Viðræður hafa verið milli Reykjavíkur-
borgar og Ríkisútvarpsins síðan í maí.
Markmiðið er að borgin nái markmiðum
sínum um þéttingu byggðar og RÚV mun
nýta ávinninginn til að grynnka á skuldum
sínum. Vinnuhópur verður skipaður til
að gera lýsingu þar sem þarfir RÚV auk
áherslna Reykjavíkurborgar í skipulagi um
þéttingu og gæði byggðar verða hafðar
að leiðarljósi. Eftir að umrædd lýsing
hefur verið samþykkt verður hún hluti af
samkeppnislýsingu fyrir skipulagssamkep-
pni um svæðið.
Viðbragðsáætlun vegna
ebólu
Landspítalinn hefur frá því um mitt sumar
undirbúið viðbragðsáætlun ef grunur
vaknar um ebólusmit hjá sjúklingi sem
annað hvort leitar til Landspítalans eða er
vísað þangað. Undirbúningur hefur verið í
höndum farsóttarnefndar spítalans ásamt
gæða- og sýkingavarnardeild og fram-
kvæmdastjórum lækninga og hjúkrunar.
Fjölmargir aðrir hafa komið að undirbú-
ningnum og hefur sérstakur verkefnastjóri
umsjón með samhæfingu verkefnisins.
Meðal þeirra verkefna sem unnið hefur
verið að eru verklagsreglur fyrir móttöku
og meðferð sjúklinga, skipulagning fræðslu
og þjálfun fyrir starfsfólk í viðbragðsteymi
og undirbúningur breytinga á húsnæði, svo
eitthvað sé nefnt.
Las upp úr Fimmtíu gráum skuggum
„Þetta eru mergjaðar bókmenntir en líklega hefði textinn skilað
sér betur í meðförum konu. Það kom sem sagt í ljós að frásögn-
in er öll frá sjónarhorni Anastasiu Steele og ég er kannski full
dimmraddaður til að vera trúverðugur í hennar hlutverki,“ segir
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Magnús las upp úr bókinni Fimmtíu gráum skuggum fyrir sam-
starfsmenn sína hjá Símanum í gærdag í tilefni átaksins Allir
lesa, en Síminn er einn bakhjarla þess.
Mikil stemning var innan fyrirtækisins vegna þessa upplesturs.
„Hugmyndinni um upplestur úr þessari kyngimögnuðu bók var
kastað fram sem gríni en gripin og framkvæmd mér til hryll-
ings,“ segir Magnús í léttum tóni. „Ég get ekki sagt opinberlega að mér hafi verið
skemmt, en það var gaman að sjá hvað samstarfsfólkið skemmti sér vel. Ég óttast
helst að það hafi verið á minn kostnað!“
WikiLeaks Misnotkun á íMynd heyrir sögunni tiL
Hér eftir mun allur varningur sem tengist ímynd WikiLeaks þurfa leyfi frá fyrirtækinu „Justli-
cense“ sem athafnamennirnir Ólafur Vignir Sigurvinsson og Guðmundur Magnússon standa á bak
við. Tilgangurinn er að verja ímynd fyrirtækisins og um leið vera ný leið til fjármögnunar.
u pphafið að þessu öllu saman má rekja til þess að stóru al-þjóðlegu kortafyrirtækin,
Visa, Mastercard, PayPal og fleiri
aðilar í greiðslumiðlun, ákváðu að
skella í lás á okkur árið 2010. Þá
var farið að selja varning tengdum
WikiLeaks á netinu að frumkvæði
sjálfboðaliða svo stuðningsaðilar
gætu stutt við bakið á samtökun-
um,“ segir Kristinn Hrafnsson tals-
maður WikiLeaks.
Eftir að ímynd WikiLeaks varð
þekktari fór að bera á misnotkun
á henni. Andlit Julians Assange og
lógó WikiLeaks var tengt við ýmis-
konar varning sem aðstandendum
WikiLeaks mislíkaði. „Það var til
að mynda breskt tískufyrirtæki,
„Russell & Bromley“, sem fór að
markaðssetja kvenskó og hand-
töskur undir WikiLeaks merkinu
án þess að spyrja kóng né prest. Ég
er nú enginn tískugúru en ég sé
engin tengsl milli skótaus og okkar
vinnu,“ segir Kristinn.
Vörumerkið WikiLeaks
Upp úr þessari misnotkun á ímynd
WikiLeaks hófst samstarfið við leyf-
isveitingafélagið „Justlicense“, sem
íslensku athafnamennirnir Ólafur
Vignir Sigurvinsson og Guðmundur
Magnússon standa á bak við. Guð-
mundur Magnússon hefur starfað
sem framkvæmdastjóri Latabæjar
og Ólafur Vignir er stofnandi Data-
cell.
„Justlicense“ sér um vörumerkið
WikiLeaks með markvissum hætti,
um vernd þess og líka um að koma
því á framfæri. Þeir aðilar sem hafa
vilja og löngun til að sækja um að
nota vörumerkið á varning þurfa að
sækja um það og greiða fyrir það.
Við höfum ekki neinn áhuga á því
að þetta lógó sé út um allt á varningi
án þess að það sé neinn stuðningur
við samtökin með beinum hætti.
Þetta er ákveðin leið til að form-
gera eitthvað sem þegar er komið af
stað,“ segir Kristinn sem hefur ekk-
ert á móti því að WikiLeaks tengi
sig við tískuvöru.
Íslendingar sjá um verndun
vörumerkisins
Samstarf WikiLeaks við „JustLi-
cense“ hefur vakið athygli fjölmiðla
erlendis og því haldið á lofti að Juli-
an Assange sé með tískuvörur í
pípunum sem eigi eftir að koma á
markað. Ólafur Vignir Sigurvins-
son segir í viðtali við Washington
Post marga hafa sýnt áhuga á því
að tengja sitt vörumerki við varn-
ing WikiLeaks, þeirra á meðal séu
franskir hönnuðir. Þetta mun þýða
að vörurnar munu ekki aðeins selj-
ast á netinu heldur líka í verslun-
um hönnuða, sem mun þýða meiri
fjárhagslegan ávinning fyrir Wiki-
Leaks, sem frá árinu 2006 hefur
lifað á einkaframlagi.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Wikileaks lögverndað vöru-
merki undir stjórn Íslendinga
Andlit Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, er vænlegt vörumerki.
Kristinn Hrafnsson, talmaður WikiLeaks.
Ólafur Vignir Sigurvinsson, einn mannanna
á bak við JustLicense, leyfisveitingafélags
sem sér um málefni WikiLeaks.
Vivienne Westwood, sem er ötull stuðn-
ingsmaður WikiLeaks, vakti mikla athygli
á dögunum þegar hún sýndi Assange og
baráttu hans fyrir gegnsæu upplýsinga-
flæði samstöðu með því að mæta í bol
með mynd af Assange með yfirskriftinni
„Ég er Julian Assange“.
Stefnt er að því að við endurnýjun
næstu búvörusamninga verði geitfjár-
rækt jafnsett sauðfjárrækt í opinberum
stuðningi. Þannig megi tryggja ræktun
og viðhald stofnsins til framtíðar.
Landbúnaður sjö MiLLjónir tiL efLingar geitfjárræktar
Geitfjárrækt verður jafnsett sauðfjárrækt
Atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið hefur gert samning við
erfðanefnd landbúnaðarins um að
efla geitfjárrækt á Íslandi. Reiknað
er með að kostnaður verði samtals
7 milljónir króna á næstu þremur
árum. Gert er ráð fyrir að erfða-
nefnd landbúnaðarins verði falið að
ráðstafa stuðningnum í samræmi
við tillögur vinnuhóps sem ráðherra
skipaði í vor. Þá verður, í samstarfi
við Bændasamtök Íslands, búinn
til stafrænn gagnagrunnur með
öllum ætternisupplýsingum sem
safnað hefur verið frá upphafi um
íslenska geitfjárstofninn. Ætlunin
er að auka beinan stuðning til geita-
bænda og gera átak í sæðistöku og
djúpfrystingu sæðis svo koma megi
upp erfðabanka er varðveiti mikil-
vægustu erfðaþætti stofnsins.
Ólafur Dýrmundsson, ráðgjafi
hjá Bændasamtökunum, hafði ekki
heyrt fréttirnar þegar Fréttatíminn
hafði samband við hann en var að
vonum hæstánægður, enda ötull
stuðningsmaður íslensku geitarinn-
ar til margra ára. „Þessi mál hafa
verið á dagskrá í mörg ár en aldrei
hafa fengist peningar til að vinna al-
mennilega, eins og til dæmis við að
bæta gagnagrunninn og frystingu
sæðis. Þetta hlýtur að þýða að það
fáist nú loks peningar í það. Von-
andi verður þátttaka geitfjáreigenda
nú betri, en hingað til hafa aðeins
tveir þriðju geitfjáreigenda fyllt út
skýrslur.“
Einnig stefnt að því að við endur-
nýjun næstu búvörusamninga verði
geitfjárrækt jafnsett sauðfjárrækt í
opinberum stuðningi. Þannig megi
tryggja ræktun og viðhald stofnsins
til framtíðar. „Beingreiðslur þýða
náttúrulega það að þeir aðilar sem
framleiða einhverjar afurðir og
eru með skýrsluhald. Þeir munu
fá styrk sem er hið allra besta mál.
Ég er bara himinlifandi yfir þessum
fréttum.“ -hh
2 fréttir Helgin 17.-19. október 2014