Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 17.10.2014, Qupperneq 22
Hef alltaf átt erfitt með að finna mína stöðu Sigur íslenska landsliðsins á geysisterku liði Hollands á mánudaginn fór ekki framhjá neinum, hvorki á Íslandi né þeim sem fylgjast með úti í hinum stóra heimi. Allir leikmenn lands- liðsins stóðu sig eins og hetjur og er staða þeirra í riðlinum eftir fyrstu 3 leikina mjög góð. Þrír sigrar og liðið hefur ekkert mark fengið á sig. Einn þeirra sem vakið hefur hvað mesta athygli er ungur drengur sem er að stíga sín fyrstu skref með A- landsliðinu, Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem leikur með Viking Stavanger í Noregi. É g fæddist í Reykjavík, bjó þar til 4 ára aldurs, þar til for-eldrar mínir skildu. Ég flutti þá ásamt móður minni og bróður til Húsavíkur og var þar til 6 ára ald- urs. Þaðan flutti ég að Varmalandi í Borgarfirði til pabba míns. Þegar ég var 7 ára gamall fluttist ég til Selfoss, ásamt mömmu, og byrjaði þá að æfa fótbolta,“ segir Jón Daði Böðvarsson um uppruna sinn. Gummi Ben treysti manni Var alltaf draumurinn að fara út? „Nei, ekki alltaf, draumurinn byrj- aði kannski af einhverri alvöru þegar ég var orðinn 16 ára gamall.“ Kom aldrei til greina að fara til annars liðs á Íslandi, þ.e.a.s áður en þú fórst út? „Nei. Ég persónulega hafði ekki mikinn áhuga á því. Selfoss var að gera flotta hluti þá og það sem þeir gerðu, og gera enn, var að henda strákum beint í djúpu laugina og maður fékk að spila mikið. Þar á ég Gumma Ben, ásamt mörgum öðrum, mikið að þakka,“ segir Jón Daði. Guð- mundur Benediktsson þjálfaði lið Sel- foss á þessum árum. „Hann treysti manni mikið þrátt fyrir að hafa bara verið 17 ára gamall.“ Hvernig er lífið hjá Viking? „Lífið er ágætt hérna. Þetta er klúbbur með miklar væntingar. Gengi liðsins hefur verið arfaslakt í ár og því getur verið erfitt að vera leikmaður þegar illa gengur. En við stöndum allir saman í þessu og hjálp- um hver öðrum,“ segir Jón sem er einn 5 Íslendinga hjá liðinu. „Þeir eru allir saman fagmenn og flottir strákar. Indriði Sigurðsson er fyrirliði liðsins og hefur ávallt hjálpað manni og gefið manni ráð.“ Hefur frammistaða þín með A- landsliðinu vakið athygli í Noregi? „Já það er hægt að segja það. Þeir hrósa okkur í hástert.“ Æfði eins og vitfirringur Hvernig hefurðu bætt þig sem leik- maður hjá Viking? „Ég get sagt að ég sé búinn að bæta mig mjög mikið og einnig þroskast töluvert. Fyrsta tímabilið mitt var nokkuð erfitt, ég fékk lítið traust og byrjaði fáa leiki. Sjálfstraustið hvarf algjörlega og ástríðan einnig. Stund- um sat maður heima og hugsaði hvort maður væri nægilega góður og slíkt, en að var alls ekki málið,“ segir Jón. „Að koma frá litlu félagi á Selfossi yfir í Viking, þar sem 10.000 áhorfend- ur krefjast sigurs, er nokkuð mikil breyting. Hinsvegar tók ég þessu bara sem áskorun og keppni. Ég setti mér ný markmið og æfði eins og vit- firringur á undirbúningstímabilinu. Fór til íþróttasálfræðings og gerði nánast allt sem ég vissi að mundi hjálpa. Í fyrsta leiknum á mótinu var ég á bekknum, gegn Rosenborg. Við vorum að tapa 2-0 þegar þjálfarinn kallaði og sagði mér að koma inn á. Ég var settur fremst, skoraði 2 og jafnaði leikinn á síðustu mínútunni. Það er óhætt að segja að þessi leikur hjálpaði mikið,“ segir Jón. „Ég hef ávallt verið í vandræðum að finna réttu stöðuna á vellinum. Ég var keyptur sem kantmaður en náði ekki mínu allra besta þar. Eftir að ég var settur upp á topp þá blómstraði ég.“ Tilbúinn að taka næsta skref Hver eru framtíðarmarkmiðin? Langar þig að færa þig um set? „Framtíðarmarkmiðin eru að kom- ast ennþá lengra. Ég tel mig tilbúinn að taka næsta skref, en ég hef alltaf þá reglu að lifa í núinu og ekki vera að pæla of mikið í því.“ Var þér vel tekið í A-landsliðinu? „Já virkilega. Strákarnir voru allir saman miklir fagmenn og pössuðu það að maður aðlagaðist hópnum hratt.“ Fékkstu ekkert að heyra það á æf- ingum? „Nei, nei, ekkert meira en venju- lega. Það er alltaf eitthvað kallað á mann.“ Hvernig eru heimilisaðstæður ungs atvinnumanns í Noregi? „Ég bý ásamt kærustunni minni, Maríu Ósk Skúladóttur. Hún er ynd- isleg manneskja sem er alltaf til staðar fyrir mig.“ Hvernig er tilfinningin núna eftir landsleikina? „Tilfinningin er bara nokkuð góð. Núna vill maður bara gera sem best í þeim leikjum sem eftir eru af tímabilinu með Viking,“ seg- ir Jón Daði Böðvarsson, framtíðar- stjarna íslenska landsliðsins. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ingibjörg Erna Sveinsdóttir móðir Jóns Daða „Mamman hafði alltaf trú á honum,“ segir Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, móðir Jóns. „Hann er gríðarlega fylginn sér og nær yfirleitt því sem hann ætlar sér. Það kom mér ekkert á óvart þegar hann fór í atvinnu- mennskuna því hann var miklu meira en efnilegur mjög ungur. Hann bara gerði sér ekki grein fyrir því strax sjálfur. Hann er búinn að vinna mjög hart að því að vera þar sem hann er í dag og ég er mjög stolt.“ Guðmundur Benediktsson fyrrverandi þjálfari Selfoss „Maður sá það um leið og maður mætti á fyrstu æfinguna á Selfossi að þarna væri drengur sem væri frekar sérstakt eintak. Hann hafði allt sem góður leik- maður þurfti á að halda. Hraða, styrk, skilning og gríðarlega sterkur í loftinu,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Hann hafði bara ótrúlega margt til brunns að bera. Það sást vel að hann og félagi hans, Guðmundur Þórarinsson, ætluðu sér stærri hluti og þess vegna er virki- lega gaman að sjá þá blómstra núna með landsliðum Íslands.“ Fullt nafn: Jón Daði Böðvarsson Aldur: 22 ára Lið: Viking F.K. Besti leikmaður í heimi? Cristiano Ronaldo Átrúnaðargoð í æsku? Zinedine Zidane Uppáhaldslið í enska? Manchester United Jón Daði Böðvarsson stóð sig frábærlega í stórleiknum gegn Hollandi á mánudaginn, raunar eins og allt liðið, enda vakti sigur Íslendinga á hollenska liðinu heimsathygli. Hollendingar enduðu í bronssæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar. Mynd Hari 22 fótbolti Helgin 17.-19. október 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.