Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Page 24

Fréttatíminn - 17.10.2014, Page 24
Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja K raftaverk Ugla eða Kisa. Kr. 3.600 settið (2 stk.) Gla›legar bókasto›ir „Maður er nú með ýmsar grillur í höfðinu en ég var nú aldrei með neinar grillur um það að ég gæti skrifað neitt. Það var í raun algjör tilviljun hvernig þetta byrjaði. Konan mín var að útskrifast úr ferða- málaskóla árið 2002 og mig langaði svo að skrifa eitthvað fallegt til henn- ar. Ég leitaði ljóða ansi víða og fann alls ekkert sem mér fannst passa við tilefnið. Þannig að ég settist niður og fór að hnoða saman vísu, sem myndi nú ekki flokkast undir meistaraverk, en varð þó til þess að kveikja áhugann á skrifum hjá mér.“ Þessi vísa varð upphafið að skrifunum en síðan hefur Filippus Gunnar sett saman fjöldann allan af vísum og nú hefur hann gefið út barnabækur um lítinn fimm ára strák sem kallast Kalli kaldi. Sögurnar eru myndskreytt- ar af Önnu Þorkelsdóttur. Skapandi fjölskylda Kalli kaldi er þekkt persóna í fjölskyldu Filippusar en faðir hans var vanur að segja sögur af þessum litla strák sem er alltaf að lenda í ævintýrum. „Sög- urnar hans byrjuðu alltaf eins; „Einu sinni var lítill strákur í stóru húsi í Reykjavík.“ Það upphafsstef varð svo kveikjan að sögunum mínum“, segir Filippus Gunnar sem á sjálfur þrjú börn sem öll hafa ratað í skapandi greinar. Dóttir hans, Nína Dögg, er þjóð- kunn leikkona, Árni Filippus er kvikmyndagerðar- maður og svo var fóstursonur hans, sem nú er fallinn frá, tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink. „Við foreldr- Afi sem býr til bækur í prentara Filippus Gunnar Árnason er enginn venjulegur afi því auk þess að starfa sem sölumaður semur hann ljóð og skrifar barnabækur. Sögurnar af Kalla kalda hafa lifað með fjölskyldu hans til fjölda ára en eftir að hafa farið á námskeið í Háskólanum ákvað Filippus Gunnar að koma sögunum á prent svo fleiri börn gætu notið þeirra. arnir segjum oft í gríni að þar sem börnin sáu okkur strita frá átta til sex alla daga hafi þau ákveðið að fara einhverja allt aðra leið,“ segir Filippus og hlær. „Nei, nei, svona að öllu gríni slepptu þá sáum við snemma að börnin höfðu hæfi- leika á sínu sviði og við höfum alltaf stutt þau í því sem þau hafa viljað gera. Og við erum mjög stolt af afrakstrinum,“ segir Filippus Gunnar og bætir því við að nú séu það börnin sem styðji og hvetji pabba sinn áfram. „Mér finnst mjög gaman að kynnast störfum barna minna núna í gengum útgáf- una á bókunum, hvernig tilfinning það er að skapa og leggja sín eigin hugverk á borð fyrir aðra.“ Hvatning að fara í endur- menntun „Þó að bækurnar séu ekki stórar þá er þetta stórt verkefni sem tekur sinn tíma, sérstaklega þar sem maður er í fullri vinnu annars- staðar,“ segir Filippus sem vinnur sem sölumaður. Hann fór á nám- skeið í skrifum í Háskólanum fyrir nokkrum árum sem varð honum hvatning til að skrifa meira. „Þar setti ég Kalla kalda fyrst niður á blað og skilaði afrakstrinum inn og fékk mjög góðar viðtökur sem var auðvitað mikill hvati fyrir mig. Það var líka bara svo skemmtilegt að fara á svona endurmenntunar- námskeið. Ég hvet alla sem hafa einhverjar „ambisjónir“ til að gera það. Svo kom líka fram á þessu námskeiði að það vantaði barna- bækur fyrir stráka því það er svo mikið gefið út sem er hugsað sér- staklega fyrir stelpur. Ég hef nú ekki gert neina könnun á þessu sjálfur en þetta hvatti mig enn meira áfram. Þetta eru samt alls ekki bækur bara fyrir stráka og hún Hrafntinna, afadóttir mín, er einn helsti aðdáandi minn. Hún er mjög stolt af því að eiga afa sem getur búið til bækur í prentara.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Filippus Gunnar Árnason hefur gefið út þrjár barnabækur um fimm ára strák sem kallast Kalli kaldi. Þetta eru hans fyrstu bækur en hann hefur starfað við versl- unarstörf í fjörutíu ár. Mynd Hari Kalli Kaldi fer í búðina. Anna Þorkelsdóttir mynd- skreytti bækurnar. 24 viðtal Helgin 17.-19. október 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.