Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Side 26

Fréttatíminn - 17.10.2014, Side 26
É g taldi mig vera hraustustu 55 ára konu landsins. Fasta- gestur í líkamsrækt og sundi, hjólaði og gekk mikið. Ég hélt að ég yrði allra kerlinga elst og það var gríðarlega erfitt þegar fótunum var kippt undan mér,“ segir Hildur Baldursdóttir, bókasafns- og upp- lýsingafræðingur, sem greindist með brjóstakrabbamein í árs- byrjun í fyrra. Hildur hafði stuttu áður tekið þátt í hóprannsókn hjá Hjartavernd og kom hún sérlega vel út úr henni. „Ég var sterk, liðug, verkjalaus og lyfjalaus. Mér leið virkilega vel. Mánuði seinna var ég greind með brjóstakrabbamein og við tók slagur sem stóð í tæpt ár,“ segir hún. Krabbameinsæxlið var á stærð við sítrónu en Hildur hafði ekk- ert fundið fyrir því, ekki frekar en orkuleysi eða verkjum. „Ég hafði ekki farið reglulega í krabbameins- skoðun en þetta er mikilvæg áminn- ing um mikilvægi þess.“ Eiginmaður Hildar er Einar Kára- son rithöfundur og við sitjum þrjú saman á heimili þeirra við Barma- hlíð í Reykjavík og förum yfir bar- áttuna sem þau hjónin háðu saman. „Það hafði mikið að segja hvað hún var hraust. Í lyfjameðferðinni eru þetta í raun stórir eiturskammtar sem eru gefnir til að drepa krabba- meinið og fólk þolir þá misvel, en því meira sem fólk þolir því meiri líkur á að þetta beri árangur. Hildur stóð þetta allt af sér. Þegar þetta ferðalag var að byrja reikn- uðum við út að þetta yrði eins og að ganga á Suðurpólinn. Síðan væri það spurning hvort við myndum ná á Suðurpólinn og til baka aftur. Það var ekki að undra að það hefði verið lítið eftir af henni þegar þessu lauk,“ segir Einar. Hélt sér í formi fyrir næsta eiturskammt Það er ekki ofsögum sagt að líðan fólks hafi meiri áhrif á hvernig það upplifir umhverfi sitt heldur en um- hverfið sjálft. Veðrið er þar engin undantekning en flestir íbúar suð- vesturhorns landsins eru sammála um að nýliðið sumar hafi verið eitt það versta í langan tíma. Því var hins vegar ekki að heilsa hjá þeim Hildi og Einari sem á þeim tíma upplifðu gleðina yfir því að hafa yf- irbugað krabbameinið. „Það töluðu allir um hvað það var vont veður í sumar. Okkur fannst hins vegar alltaf svo gott veður, bjart og fínt. Við fórum í ófáa göngutúra og grill- uðum,“ segir Hildur og Einar bætur við: „Það var sumarið þar á undan sem við upplifðum ekkert sumar og hjá okkur skein þá engin sól.“ Hildur tekur undir með honum: „Nei, þá skein engin sól en í ár hef ég ekki séð annað en birtu og gleði. Ég held að allir sem veikjast svona alvarlega fari ósjálfrátt að njóta hversdagsins meira og gefa smáu hlutunum gaum. Við höfum notið þess að vera enn meira með fólkinu okkar þennan tíma. Við eigum fjórar dætur og sjö barnabörn. Vinir okkar voru duglegir við að eiga með okkur samverustundir og það er bara afskaplega dýrmætt. Það sem stendur upp úr er þessi vinátta og elska sem maður upplifir. Þó árið 2013 hafi verið sólarlítið þá hló ég ekkert minna það árið,“ segir hún. Fyrstu skrefin sem voru tekin af læknum í baráttunni við krabba- meinið var háskammta lyfjameð- ferð. „Ég hafði ekki áttað mig á því að krabbameinslyf lækna ekki krabbamein heldur ráðast þau á Við lentum í stórsjó Hildur Baldursdóttir taldi sig vera hraustustu 55 ára konu landsins þegar hún greindist með brjósta- krabbamein í ársbyrjun í fyrra. Hildur og eiginmaður hennar, Einar Kárason, þreyttu þessa raun saman sem þau líkja ýmist við stórsjó eða dimma göngu. Hún fékk hárkollu á meðan meðferðin stóð yfir og þótti barnabörnunum ævintýralegt að amma gæti tekið af sér hárið. Þegar litið var á Hildi sem læknaða fékk Einar mikið orkuskot og byrjaði að skrifa bókina Skálmöld sem er forleikur að bókunum þremur sem hann hefur skrifað um Sturlungaöld. Hildur Baldursdóttir og Einar Kárason voru í hlutverkum sjúklings og aðstandenda á síðasta ári en eru nú aftur orðin kærustupar. Mynd/Hari 26 viðtal Helgin 17.-19. október 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.