Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 17.10.2014, Qupperneq 28
grúskað mik- ið í efni frá Sturlungaöld. „Ég graut- aði mikið í heimildum á síðasta ári þegar ég var bókstaflega verklaus og við vorum að sinna veikindum á heim- ilinu. Síðan, þegar þessi mikla meðferð hjá Hildi kláraðist í janúar, var það svo mikill léttir að ég byrjaði aftur á fullu. Ég gat farið aftur að vinna um leið og við vorum búin að bíta af okkur það versta,“ segir hann. Orðin kærustupar aftur Hildur er farin aftur að vinna í hlutastarfi en hún starfar sem bókasafnsfræðingur á Kringlusafni og hefur það gefið þeim hjónum tækifæri á undanförnum árum að sameinast Sturlungu. „Ég hef borið í hann bækur um þetta tímabil og fundið alls konar skrýtnar bækur á bókasafninu,“ segir hún. Henni finnst gott að vera farin aftur að vinna og að Einar sé aftur að skrifa eftir þetta erfiða tímabil. „Í fyrra vorum við sjúklingur og aðstand- andi. Það er gott að vera orðin kær- ustupar aftur. Það er gott að vera komin aftur í hversdaginn og hann verður sterkari með degi hverjum,“ segir Hildur. Hildur þekkir Landspítalann eins og stofuna hjá sér eftir þetta ár veikinda og bæði eru þau afar gagn- Rekstrarvörur til fjáröflunar – safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV FÓ TB O LT I BA DM IN TO N SU N D HA N DB O LT I KÖ RF UB O LT I Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV 1113 Er æfingaferð, keppnisferð, útskriftarferð eða önnur kostnaðarsöm verkefni framundan? Síðustu 30 árin hafa félagar í íþróttafélögum, kórum og öðrum félagasamtökum aflað sér fjár á einfaldan hátt með sölu á WC pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og öðrum fjáröflunarvörum frá RV. „Í kosning- unum fannst mér á stjórn- málamönnum að þeir bæru hag sjúklinga fyrir brjósti en ég veit ekki alveg hvar það brjóst er,“ rýnin á íslenskt velferðarkerfi, þrátt fyrir að allir læknar og annað heil- brigðisstarfsfólk hafi reynst þeim einstaklega vel. Einar bendir fyrst á þann gríðarlega kostnað sem dæm- ist á fólk þegar það veikist alvarlega en þau telja að beinn kostnaður vegna veikinda Hildar hafi verið um milljón króna. „Þetta á að heita vel- ferðarkerfi og við líkjum okkur við heilbrigðiskerfi á Norðurlöndunum. Flestir stjórnmálamenn gera mikið úr því að þeir ætli að lækka skatta á almenning en ég hef ekki heyrt neinn af þeim tala um að lækka skatta á sjúklinga. Mér finnst sjálf- sagt að borga meira til samfélags- ins á meðan maður er hraustur og í vinnu, og eiga það svo inni þegar maður veikist. Mér finnst þetta blettur á íslensku velferðarkerfi og íslensku samfélagi,“ segir Einar. „Kostnaðarþátttaka ríkisins hefur versnað til muna á þeim tíma sem ég hef verið að glíma við mín veik- indi,“ segir Hildur. „Í kosningunum fannst mér á stjórnmálamönnum að þeir bæru hag sjúklinga fyrir brjósti en ég veit ekki alveg hvar það brjóst er,“ segir hún hvöss. Þau leggja líka áherslu á hversu mikill missir það er fyrir íslenskt samfélag að hæfasta heilbrigðisstarfsfólkið flýi land því launin hér séu ekki samanburðarhæf. „Það er hræðilegt slys að missa þetta fólk úr landi því hér eru léleg laun og slæm aðstaða,“ segir Einar. Bannað að trassa krabbameinstékk En þó Hildur sé laus við krabba- meinið er þeim kafla ekki lokið. „Ég hef stundum sagt að líkami minn hafi áður verið eins og traust og vel byggð evrópsk stórborg, þar sem allt gengur sem skyldi. En eftir eiturhernað, skurð og bruna er ég meira eins og Berlín eftir seinni heimsstyrjöldina. Víða rjúkandi rústir, en viðgerðarflokkar eru á fullu að laga það sem hægt er að laga. Sú vinna gengur bara vel, en mun taka langan tíma. Ég fer reglulega í skoðun til að fylgjast með hvort krabbameinið hafi tekið sig upp og er bara bjartsýn á fram- tíðina. Auðvitað breytir þetta lífs- sýninni. Ég er ekki að segja að það sé verra líf heldur er það öðruvísi líf,“ segir hún. Einar grípur til líkingamáls til að skýra reynslu þeirra. „Þetta var eins og að lenda í sjávarháska, við lentum í stórsjó og það dugar ekkert annað en að vinna saman og komast út úr þessu saman,“ segir hann. Hildur tekur við: „Við upp- lifðum þetta bæði myndrænt en á ólíkan hátt. Mér fannst þetta vera eins og okkur hefði verið hent ofan í dimman, illfæran skurð og við vissum að við gætum ekki komið okkur undan að ganga hann. Vinir okkar og dætur komu þá og lýstu upp skurðinn þannig að gangan var bærilegri,“ segir hún. Hildur segir að Einar hafi hvatt sig til að mæta í krabbameinsskoð- un en hún hafi ekki hlustað nógu vel. „Hún var uppteknari við að reka mig í tékk sem við karlar þurfum að fara í ,“ segir hann. „Við ætlum að vera dugleg að ýta á hvort annað að fara reglulega í skoðun. Héðan í frá er harðbannað að trassa slíkt,“ segir Einar og bætir við: „Við eigum fjórar dætur og þær komast ekki upp með annað en að fara í tékk.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Eftir að Hildur var úrskurðuð heilbrigð fékk Einar gríðarlega orku og skrifaði for- leikinn að bókunum þremur sem hann hefur gefið út um Sturlungaöld. Mynd/Hari 28 viðtal Helgin 17.-19. október 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.