Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Síða 40

Fréttatíminn - 17.10.2014, Síða 40
Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa þeim sem þér þykir vænt um ertu sannarlega að gefa gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins rennur til heimilis munaðarlausra barna í Tógó í Afríku sem er eitt fátækasta ríki heims. Gefðu gjöf sem gefur Gjafabréfin eru að verðmæti 1.500 kr. og 3000 kr. Þau fást í Heilsubúðinni, Njálsgötu 1 og Bókabúðinni, Bergstaðastræti 7. Farðu á www.solitogo.org og fáðu nánari upplýsingar. Þú getur líka sent póst á solitogo@solitogo.org eða hringt í síma 659 7515 og við sendum þér gjafabréf. Florentine í Aneho. Nóvember 2012 Þ orbera, sem vinnur sem ráðgjafi hjá Ör- yrkjabandalagi Ís- lands, hélt á dögun- um fyrirlestur fyrir Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar þar sem hún lýsti sinni upplifun af því að vera fötluð móðir. Þorbera er með hrörnunar- sjúkdóminn CMT en hann hefur áhrif á úttaugakerfið, sem þýðir að hægt og rólega missir hún kraft og tilfinningu í höndum og fótum. Hún byrjaði að nota hækju um fertugt en í dag styðst hún við göngugrind. Þurfum að fagna fjölbreyti- leikanum „Við maðurinn minn kynntumst þegar við vorum 23 ára og líkt og flest pör þá fórum við fljótlega að hugsa um barneignir en þar sem ég hafði verið ranglega greind með vægt af- brigði af öðrum og mun alvarlegri sjúkdómi hafði mér verið ráðlagt að sleppa barneignum,“ segir Þorbera en þau hjónin gátu alls ekki hugsað sér að vera barn- laus. „Eðlilega vöknuðu allskonar siðferðislegar spurningar. Á þessum tíma hafði ég ekki enn fengið rétta sjúkdóms- greiningu svo ég hélt að börnin mín gætu jafnvel orðið mun fatlaðri en ég en svo fékk ég að vita að ef þau erfðu sjúkdóminn þá myndu þeirra til- felli vera væg, rétt eins og mitt. Þá skyndilega skipti sjúkdómurinn engu máli lengur því mér hefur alltaf þótt mitt líf þess virði að lifa því. Af hverju ætti ég þá ekki að eignast börn? Það er grundvallar hugsunar- villa í gangi og hún er sú að líf með fötlun sé slæmt líf og bara eigin- lega ekki þess virði að lifa því. Það er talað um galla ef fólk er ekki eins og flestir aðrir en hvernig er hægt að tala um að nýfætt barn sé gallað? Við þurfum að fagna fjöl- breytileikanum því hann er eðli- legur. Það er gallað samfélag sem gerir ekki ráð fyrir öllum.“ Samfélagið gerði ekki ráð fyrir fötluðum „Fólk er allskonar. Við komum í þennan heim af öllum stærðum og gerðum og með misjafnt and- legt og líkamlegt atgervi,“ segir Þorbera og bendir á að það væri óeðlilegt ef engin frávik væru frá norminu og einmitt þess vegna sé óeðlilegt að samfélagið geri ekki ráð fyrir öllum. „Sjúkdómurinn hefur alltaf haft áhrif á líf mitt. Ég ólst upp í samfélagi sem gerði ekki ráð fyrir mér. Ég upplifði það mjög sterkt sem barn að ég væri fötluð því ég var oft útundan í leikjum á skólalóðinni. Það að ekki sé gert ráð fyrir manni og að maður passi ekki inn í eru mjög fatlandi aðstæður. Þetta má heimfæra upp á samfélagið í heild. Þó ég finni alltaf fyrir skerð- ingunni, þ.e. líkamleg- um einkennum sjúk- dómsins, þá upplifi ég sterkast að vera fötluð þegar ég rekst á þessar samfélagslegu hindranir eins og slæmt aðgengi. Hugsunarhátturinn er hægt að breytast en það er mjög mikilvægt að fatlað fólk fái þau hjálpartæki og þá aðstoð sem það þarfnast til að geta lifað lífinu á sínum forsendum. Ef ég væri til að mynda ekki með göngugrind og hjálpar- tæki í bílnum sem gera mér kleift að keyra án þess að nota fæturna þá væri ég föst heima. En vegna hjálpartækjanna get ég tekið þátt í samfélaginu.“ Þorbera fór í langt nám og starf- aði í mörg ár sem dönskukennari „Ég hef alltaf notið þess að vera til, enda hefur fötlun ekkert með hamingju að gera. Ég hef allavega ekki enn séð nein dæmi þess að það að geta hoppað hátt eða hlaupið veiti manni lífsfyllingu.“ Fötlun hefur ekkert með hamingju að gera og hefur alltaf verið virkur með- limur í Sjálfsbjörg. „Ég þekki fullt af fólki sem er fatlað en líka fullt af fólki sem er ófatlað og get ekki með nokkru móti séð að sá munur hafi eitthvert úrslitavald þegar kemur að lífshamingju. Ég hef alltaf notið þess að vera til, enda hefur fötlun ekkert með hamingju að gera. Ég hef allavega ekki enn séð nein dæmi þess að það að geta hlaupið eða hoppað á öðrum fæti tryggi fólki lífsfyllingu.“ Fordómar úr innsta hring Þorbera segir samfélagið sem betur fer hafa breyst en fordómana gagnvart fötluðum konum sem ákveða að eiga börn enn vera við lýði. „Konur upplifa mikla fordóma, og ekki utan bara utan úr bæ heldur úr sínum innsta hring, frá vinum og ættingjum. Ég hef heyrt fatlaðar konur lýsa því þegar vin- konurnar fóru að ræða barneignir að þá hafi þær aldrei verið spurðar. Fólk hefur almennt svo miklar skoðanir á barneignum annarra og er oft óhrætt við að tjá þær. Sjálf fann ég það frá einstaklingum í mínu umhverfi að þeim var alveg nóg boðið þegar ég átti von á þriðja barninu mínu. Ég skildi nú ekki hvernig stóð á því þar sem mínar barneignir höfðu á engan hátt bitnað á þeim.“ Þorbera var 29 ára þegar hún varð barnshafandi í fyrsta sinn. „Þetta var svo langþráður draumur að rætast að við nutum þess til fulls. Ég gerði ráð fyrir því að ég yrði kannski rúmliggjandi en allar mínar meðgöngur gengu mjög vel, ég var á fótum fram að fæðingu og fékk til að mynda aldrei grind- argliðnun. Fólk gerir yfirleitt ráð fyrir því að ég hafi farið í keisara vegna þess að ég er fötluð en ég fæddi öll börnin mín því það er ekkert að leginu í mér þó að ég sé hreyfihömluð í útlimunum,“ segir Þorbera og hlær. „Þetta gekk allt bara mjög vel. Ég vantreysti sjálfri mér aðeins með fyrsta barnið mitt en svo bara fann ég út úr þessu eins og öðru.“ Ofdekraði börnin „Þar sem að ég hef alltaf þurft smá aðstoð sjálf í lífinu þá var ég mjög meðvituð um það að verða ekki byrði á neinum, hvorki manninum mínum né börnunum mínum. Þetta var kannski ekki meðvituð ákvörðun í upphafi, en allt sem ég get gert sjálf og hjálparlaust það geri ég. Þetta hefur orðið til þess að ég hef kannski ofdekrað börnin mín,“ segir Þorbera og hlær. „Þau þurftu til dæmis aldrei að setja í þvottavél og ég smurði ofan í þau nesti þar til þau kláruðu 10. bekk.“ Það eru helmingslíkur á að sjúk- dómurinn erfist en börn Þorberu hafa ekki erft hann. „Sjúkdómur- inn mun ekki hafa áhrif á þeirra líf, fyrir utan þau áhrif sem hann hefur á mig. Þau hafa auðvitað þurft að aðstoða mig en ég held að þau hafi nú ekkert skemmst af því. Það eina sem ég hef orðið vör við að þau hafi upplifað fordóma var þegar dóttir mín kom eitt sinn heim eftir að bekkjarsystir hennar hafi sagt að hún ætti fatlaða mömmu. Það var sagt til að særa en þá sagði dóttir mín bara; „Já, og hvað með það?“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þorbera Fjölnisdóttir segir ríkja fordóma gagnvart fötluðum konum sem ákveða að eignast börn. Samfélagið líti almennt svo á að líf með fötlun sé slæmt líf en það sé hugsunarvilla sem verði að útrýma. Þorbera, sem er fötluð þriggja barna móðir, segist upplifa fötlunina sterkast þegar samfélagið gerir ekki ráð fyrir henni. Þorbera Fjölnisdóttir með fjölskyldu sinni. Mynd Hari 40 viðtal Helgin 17.-19. október 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.