Fréttatíminn - 20.06.2014, Side 14
V
ið búum okkur undir
að fá aldrei að vita af
hverju hún dó. Það er
líklegra en hitt,“ segir
Inga Vala Jónsdóttir,
móðir Tinnu Ingólfsdóttur sem varð
bráðkvödd á heimili foreldra sinna á
Akureyri þann 21. maí síðastliðinn.
Síðasta skiptið sem Tinna hitti
foreldra sína var þegar fjölskyldan á
Akureyri kom til Reykjavíkur, meðal
annars til að fara með Tinnu og eldri
bróðir hennar, Steinar, á leikritið
„Furðulegt háttalag hunds um nótt“
sem fjallar um dreng á einhverfuróf-
inu og er byggt á samnefndri bók.
„Þau skildu þetta verk mjög vel,“
segir Inga Vala og brosir. Steinar
er greindur á einhverfurófinu og
móðir þeirra telur víst að Tinna
hafi verið það líka. Unnusti Tinnu,
Kristján Helgi Hjartarson, lét eintak
af „Furðulegu háttalagi hunds um
nótt“ í kistu hennar áður en hún var
jörðuð.
Til stóð að foreldrar Tinnu myndu
aftur hitta hana mánudaginn áður
en hún dó, þegar þeir millilentu í
Reykjavík á leið í hjónaferð til Spán-
ar. Ferðina höfðu þau skipulagt með
nokkrum fyrirvara til að styrkja enn
tengslin eftir erfða baráttu Ingu Völu
við krabbamein. Tinna og foreldrar
hennar fóru á mis en þeim fannst það
ekki stórmál, ekki þá, enda ætluðu
þau bara að vera í viku á Spáni. En
lengi skal manninn reyna, og því
hefur þessi fjölskylda sannarlega
fengið að kynnast. Inga Vala var þá
nefnilega nýkomin frá Svíþjóð. „Ég
var nýkomin frá systur minni,“ segir
hún alvarleg. „Systursonur minn
fyrirfór sér. Hann henti sér fyrir
lest. Hann var að klára fyrsta árið í
menntaskóla, fæddur 1997. Eftir að
Tinna dó komu strax upp sögusagnir
um að hún hafi fyrirfarið sér. Ég er
ekki viðkvæm fyrir því. Ég held að
það séu eðlileg viðbrögð þegar svona
ungt fólk fer. Það er algengasta
dánarorsökin þegar fólk lendir ekki
augljóslega í slysi.“ Enn eru engar
skýringar á því að Tinna lést. Hún
hafði fallið nokkrum sinnum í yfirlið
síðustu misserin en engar skýringar
höfðu heldur fengist á því af hverju
það leið yfir hana. Í eitt skiptið fékk
hún einnig krampa. „Ég varð aldrei
vitni að því þegar það leið yfir hana.
Það er óútskýrt. Síðan varð hún bara
bráðkvödd. Kannski er þetta eins og
vöggudauði, að við fáum enga skýr-
ingu. Við búum okkur undir það,“
segir Inga Vala.
Tinna kom til Akureyrar með flugi
daginn eftir að foreldrar hennar fóru
til Spánar. Föðurafi hennar sótti
hana út á flugvöll og hún sá síðan um
yngri systkini sín; Steinar 15 ára,
Loga 7 ára og Ragnhildi 5 ára. Tinna
eldaði fyrir þau kvöldmat og kom
þeim í svefninn. „Það var Steinar
sem kom að henni látinni,“ segir
mamma þeirra. „Hann vaknaði upp
úr sjö eins og hann er vanur. Steinar
er með herbergi í kjallaranum en
Tinna svaf í okkar herbergi. Þegar
hann ætlar að fara inn á bað kemst
hann ekki inn og gerir þá ráð fyrir
að Tinna sé þar. Þegar aðeins líður
á finnst honum tími til kominn að
vekja krakkana og gefa þeim að
borða. Það er ábyrgð sem við höfum
aldrei lagt á hans herðar. Enn leið
tíminn og ekkert bólaði á Tinnu.
Logi litli þurfti að fá gleraugun sín
sem eru alltaf geymd á baðherberg-
inu. Steinari fannst skrýtið hvað hún
var lengi þarna inni, fór að banka og
uppgötvar síðan að hurðin er ekki
læst heldur er einhver fyrirstaða.
Hann náði loks að opna nógu vel til
að sjá hana liggja á gólfinu með opin
augun. Hann hringdi þá strax í 112
og sagðist halda að systir sín væri
dáin.“ Þau hjónin dást að viðbrögð-
um sonar síns þennan morguninn
því hann gerði allt rétt. „Hann er að
mörgu leyti vel tengdur en maður
reiknar samt ekki endilega með því
að hann bregðist við eins og annað
fólk,“ segir Ingólfur Samúelsson,
pabbi þeirra.
Mötley Crüe í jarðarförinni
Þeir eru ófáir blómvendirnir sem
prýða stofuna að Rauðumýri 10 á
Akureyri þegar blaðamann ber að
garði, aðeins viku eftir að hjónin á
heimilinu fylgdu dóttur sinni, Tinnu
Ingólfsdóttur, til grafar þann 6. júní.
Börnin á heimilinu kvöddu elstu
systur sína hinstu kveðju og reyna
nú að átta sig á því hvernig lífið á
að halda áfram. Nokkur eintök af
sálmaskránni eru enn á stofuborð-
inu. Þau lög, ljóð og sálmar sem
fluttir voru við jarðarförina voru
mörg hver heldur óvenjulegt fyrir
jarðarför; í sálmaskránni er textinn
við lagið The Dark End of the Street
úr kvikmyndinni The Commit-
ments, ljóðið Krummi eftir Davíð
Stefánsson, textinn við Home Sweet
Home með glysrokksveitinni Mötley
Crüe auk texta úr söngleikjunum
Hárinu og Jesus Christ Superstar.
Textavalið er samt einmitt dæmi-
gert fyrir Tinnu því hún var engin
venjuleg stelpa.
Tinna var fædd 6. júlí 1992 og
því 21 árs þegar hún varð bráð-
kvödd. Hún vakti þjóðarathygli í
kjölfar þess að hún skrifaði
opinskáan pistil á
vefinn Freyjurnar sem
bar yfirskriftina „Ert
þú ekki þessi stelpa?“ þar
sem hún sagði frá því að
drengir og menn sem
hún treysti fyrir nektar-
myndum af sér hefðu
áframsent þær þannig að myndirnar
fóru í almenna dreifingu á netinu.
Með skrifum sínum sýndi Tinna
fádæma hugrekki og tók mikilvægt
skref í baráttunni gegn netníðing-
um. Foreldrar Tinnu, þau Inga Vala
og Ingólfur, ákváðu að koma í viðtal
svo skömmu eftir andlát Tinnu
til að halda baráttu
hennar áfram.
Pistill Tinnu hófst
á orðunum „„Þú
varst fyrir mis-
notkun Tinna.“
Þetta sagði
mamma mín
við mig fyrir
rétt rúmlega
ári síðan.
Mér hafði
aldrei nokk-
urn tímann
dottið í
hug að
ég hefði
orðið
fyrir ein-
hvers
konar
mis-
notk-
un.
Ég
Hún var þessi stelpa
Tinna Ingólfsdóttir varð bráðkvödd á heimili foreldra sinna þann 21. maí. Tinna varð þjóðþekkt baráttukona eftir að hún
skrifaði opinskáan pistil sem bar heitið „Ert þú ekki þessi stelpa?” þar sem hún sagði frá afleiðingum þess að nektarmyndum
af henni var dreift í hennar óþökk. Tinna var lögð í einelti sem barn, átti í erfiðleikum með félagsleg samskipti og þráði þá
viðurkenningu sem hún fékk fyrir að senda myndirnar. Foreldrar Tinnu eru afar stoltir af dóttur sinni og vonast til að hug-
rekki hennar skipti sköpum þegar kemur að vitundarvakningu vegna ofbeldis á netinu.
Hún skilaði
skömminni á
þann stað sem
hún á heima.
Síðasta myndin sem
tekin var af Tinnu,
sjálfsmynd sem hún tók
tveimur dögum áður en
hún lést, þar sem hún
var að prófa nýju les-
gleraugun sín.
Framhald á næstu opnu
14 viðtal Helgin 20.-22. júní 2014