Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Side 21

Fréttatíminn - 20.06.2014, Side 21
Orkuríkur áfangastaður Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu er vatni til miðlunar safnað í uppistöðulón og minni miðlunarmannvirki. Hvert lónið tekur við af öðru og á milli lónanna eru sex aflstöðvar sem virkja orkuna sem býr í fallþunga vatnsins. Búrfellsstöð er hluti af umfangsmiklu veitukerfi á svæðinu. Þar er boðið upp á gagnvirka orkusýningu og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Myndin sýnir þversnið af Kaplan hverfli í Búðarhálsstöð, nýjustu aflstöð Íslendinga. Í stöðinni vinna tveir slíkir hverflar rafmagn úr miklu vatnsmagni við fremur lága fallhæð. Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð er opin alla daga kl. 10-17. Einnig tekur starfsfólk á móti gestum við vindmyllurnar norðan Búrfells alla laugardaga í júlí kl. 13-17. Jarðvarmasýning í gestastofu Kröflu er skemmtilegur áfangastaður fyrir norðan. Þar er opið alla daga kl. 10-17. Við Kárahnjúkastíflu tekur leiðsögumaður á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. Velkomin í heimsókn í sumar! www.landsvirkjun.is/heimsoknir sorgmæddir í kringum hana og það er eins og hún sé að reyna að peppa okkur upp. Eitt það fyrsta sem hún sagði við okkur var: „Ég er ekkert leið yfir því að Tinna er dáin.“ Hún sagði það með bros á vör eins og hún væri að fullvissa okkur um að við þyrftum aldeilis ekki að hafa áhyggjur af henni. Logi er við- kvæmari og hann veltir mikið fyrir sér hvað gerðist. Hann spyr hvort það hafi liðið yfir hana, líkt og hann voni að hún komi til með að vakna aftur, og hann spyr líka hvort hún hafi fengið krabba- mein,“ segir Inga Vala. Ingólfur segir Loga enn spyrja mikið og bara fyrr um daginn hafi hann spurt hvort Tinna hafi lent í slysi. Inga Vala tekur fram að hún hafi upphaflega sagt að frændi þeirra í Svíþjóð hefði lent í lestarslysi því hún vissi ekki hvað systir sín ætlaði að segja sínum börnum. „Ég treysti mér ekki strax til að út- skýra fyrir 5 og 7 ára börnum sem vita ekki hvað dauðinn er að einhvern langi til að deyja. Frænka þeirra, jafn- aldra Loga, var síðan alveg með þetta á hreinu þegar þau komu hingað. Ég heyrði krakkana tala um þetta og Logi vildi fyrst ekki trúa því að hann hafi gert þetta sjálfur því ég hafði sagt að þetta væri slys. En auðvitað á maður að vera hreinskilinn um dauðann við börn. Þau finna alltaf þegar verið er að fela hluti fyrir þeim.“ Jörðuðu börnin sín sama dag Systursonur Ingu Völu, Emil Jón Björnsson, var brenndur í Svíþjóð og ákveðið með nokkrum fyrirvara að út- för hans færi fram frá Akureyrarkirkju þann 6. júní. „Fyrst að þau voru öll að koma til Akureyrar á þessum tíma ákváðum við að hafa útfarirnar sama dag. Við ákváðum samt strax að hafa tvær aðskildar athafnir þannig að þeir sem væru að koma í jarðarför Tinnu þyrftu ekki líka að vera við jarðarför Emils sem þau þekktu ekki neitt, og ekki síður öfugt. Það er alltaf gríðar- lega erfitt þegar verið er að jarða svona ungt fólk og maður vill ekki að fólk þurfi að upplifa það oftar en það kærir sig um. Það er vissulega dálítið einstakt þegar svona gerist, að systur séu að jarða börnin sín sama dag.“ Inga Vala og Ingólfur taka sérstak- lega fram að þau vilja koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa á Akureyri, auk allra ættingja, vina og jafnvel gamalla skólafélaga, fyrir allan þann hlýhug og ótrúlega stuðning sem þau hafa mætt. Þau segja suma hafa haft orð á því hvað þau hafi verið iðin við að fara út úr húsi og mæta til að mynda við útskriftir barnanna í skóla og leikskóla. „Við tók- um meðvitaða ákvörðun um að hætta ekki að lifa. En við vitum líka að þessir dagar eru ekki endilega þeir erfiðustu. Það eiga eftir að koma verri dagar þar sem söknuðurinn verður yfirgnæfandi,“ segir mamma Tinnu. Það eiga eftir að koma afmælisdagar, jól, fjölskylduvið- burðir þar sem Tinna átti fast hlut- verk. Algengt er að samfélagið reikni með því að fjölskyldur séu komnar yfir mestu sorgina eftir missi um ári síðar. „Mögulega verður þetta enn erfiðara þegar við hverfum aftur inn í fjöldann, þegar hversdagurinn tekur við,“ segir pabbi Tinnu. Nú einbeita þau sér að því að boðskapur Tinnu lifi áfram. „Þegar öllu er á botninn hvolft erum við svo þakklát fyrir og stolt af henni fyrir að hafa komist á þennan stað. Hún náði að koma tilfinningum sínum frá sér og hún skilaði skömminni á þann stað sem hún á heima. Tinna átti heilmikla vinnu eftir með sjálfa sig en hún var byrjuð og hún var á réttri leið. Það þurfti heilmikið til að koma henni á þennan stað. Hún var dæmd, þetta kostaði hana erfitt umtal, hún kom sér upp kvíðasjúkdómi og þunglyndi, og hún leitaði í fíkniefni. Hins vegar fékk hún borgað til baka í heilmikilli reynslu þó hún hafi ekki verið reynd á mörgum sviðum. Hún var orðin svo mikil mann- eskja með svo sterkan boðskap, og það er það sem við viljum halda á lofti,“ segja þau. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is   viðtal 21 Helgin 20.-22. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.