Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Qupperneq 27

Fréttatíminn - 20.06.2014, Qupperneq 27
bmvalla.is Náðu í iBókina á bmvalla.is og skoðaðu vöruúrvalið. Fegraðu umhverfi þitt Góð ráð og frábært úrval af hellum og hleðslusteinum fyrir heimilið og sumarbústaðinn Landslags- arkitektar gefa góð ráð við útfærslu hug­ mynda og veita að stoð við efnisval. VÍNARSTEINN VÍNARKER PIPA R\TBW A • SÍA • 141753 „Fastanefnd Íslands hjá Samein- uðu þjóðunum, undir stjórn Grétu Gunnarsdóttur fastafulltrúa, hafði unnið hörðum höndum að kynn- ingu á framboðinu undanfarna níu mánuði og mæddi mest á Maríu Mjöll Jónsdóttur, sendi- ráðsritara og kosningastjóra, sem stóð sig frábærlega vel. Norður- löndin stóðu saman að framboð- inu sem gaf því aukinn styrk,“ segir Tómas. Alls á 21 dómari sæti í hafréttardómnum og koma þrír þeirra frá Vesturlöndum. Stórt smáríki í hafréttar­ málum Sterk staða Íslands í hafréttarmál- um sýnir að með réttum áherslum geti smáríki náð góðum árangri og sambærilegri stöðu og stór- veldin á sumum sviðum, að sögn Tómasar. „Það krefst forgangs- röðunar og fórnum á öðrum svið- um í staðinn því við getum ekki látið til okkar taka alls staðar.“ Það er mat Tómasar að á sviði hafréttar hafi Íslendingar verið samkvæmir sjálfum sér og ekki síst þess vegna hafi úrslitin í kjör- inu orðið eins góð og raunin varð. „Ísland hefur mjög sterka rödd á þessu sviði og við höfum meðal annars lagt ríka áherslu á rétt strandríkja til að nýta allar lifandi auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti. Aðrar þjóðir eru ekki alltaf sammála okkur en við höfum verið sjálfum okkur samkvæm og notið virðingar fyrir það. Mér er til dæmis ekki kunnugt um að nokkurt ríki hafi ákveðið að styðja okkur ekki vegna hval- veiða.“ Aðstoð við þróunarríki Á undanförnum árum hafa ís- lensk stjórnvöld lagt æ meiri áherslu á að miðla þekkingu sinni á sviði hafréttar til fátækari ríkja heimsins og segir Tómas þessa þekkingu gríðarlega mikilvæga fyrir hagsæld þeirra. „Fyrir mörg þróunarríki getur jafnvel einn vel menntaður einstaklingur á þessu sviði gert kraftaverk.“ Mörg þróunarríki eru í sömu sporum og Ísland fyrir nokkrum áratugum áður en yfirráð yfir fiskimið- unum náðust og hafa ekki burði til að hafa eftirlit með ólöglegum veiðum erlendra skipa í sinni lög- sögu. „Oft hafa fátæk ríki aðeins efnahagslögsögu á pappírnum og njóta ekki arðsins af auðlindum sínum til fullnustu.“ Það sé sið- ferðisleg skylda Íslendinga að veita slíkum ríkjum aðstoð. Tómas hefur undanfarin tólf ár gegnt starfi forstöðumanns Haf- réttarstofnunar Íslands og mun sinna því áfram samhliða dómara- starfinu. Hluti af því er kennsla á hafréttarnámskeiði á Ródos á Grikklandi ár hvert en stofnunin styrkir bæði þátttakendur frá Ís- landi og þróunarlöndum til náms þar. Óperan og þjóðaréttur Tómas er óforbetranlegur Vals- maður, stundar skógrækt af kappi og er göngugarpur. Hann er sá þriðji sem gegnir stöðu þjóðrétt- arfræðings utanríkisráðuneytis- ins. Frá árinu 1948 gegndi Hans G. Andersen stöðunni, Guðmund- ur Eiríksson tók við af honum árið 1980 og Tómas tók við keflinu árið 1996 þegar Guðmundur var kjörinn í hafréttardóminn til sex ára. Óperur eiga hug og hjarta Tóm- asar og hefur hann um árabil átt sæti í stjórn Íslensku óperunnar og verið formaður Vinafélags hennar. Svo skemmtilega vill til að Guðmundur Eiríksson, forveri Tómasar, átti einnig sæti í stjórn Íslensku óperunnar. „Þegar ég tók við af Guðmundi í utanríkis- ráðuneytinu bað hann mig að taka líka við af sér í Óperunni. Þessar stöður hafa því fylgst að.“ Ástríða fyrir hafrétti Hafréttur er ekki aðeins starf Tómasar, heldur ástríða og hefur hann lifað og hrærst á þeim vett- vangi í yfir tvo áratugi. Að loknu laganámi frá Háskóla Íslands árið 1988 starfaði hann í fjögur ár á lögfræðistofu og gerðist með- eigandi hennar. Lokaverkefnið hafði hann skrifað undir leiðsögn Guðmundar Eiríkssonar og það kitlaði hann alltaf að sérhæfa sig í þjóðarétti. Hann fór því til fram- haldsnáms í Kaupmannahöfn og Saarbrücken í Þýskalandi og sérhæfði sig í Evrópu- og þjóða- rétti. Að því loknu var hann ráðinn til að taka þátt af Íslands hálfu í úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem stóð með hléum í tvö ár og segir Tómas þá reynslu hafa jafnast á við framhaldsnám í hafrétti. Síðan lá leiðin í utanríkis- ráðuneytið þar sem hann hefur unnið að mörgum af stærstu utan- ríkismálunum eins og samninga- viðræðum um afmörkun efna- hagslögsögunnar og greinargerð til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk íslenska landgrunnsins utan 200 sjómílna. Tómas hefur jafnframt gegnt mikilvægum verkefnum fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála og var aðalfulltrúi Íslands í Alþjóða- hvalveiðiráðinu og aðalsamninga- maður Íslands í makríldeilunni í nokkur ár. Hann kveðst sáttur við að hafa staðið fast í lappirnar í þeim erfiðu málum þrátt fyrir þrýsting úr ýmsum áttum. Unnusta Tómasar er Fernanda Millicay og deila þau áhuga á haf- rétti því hún er lögfræðingur hjá fastanefnd Argentínu hjá Samein- uðu þjóðunum en þau kynntust í gegnum störf sín á sviði hafréttar. Sjávarútvegurinn og ESB Ekki er hægt að ljúka samtal- inu án þess að spyrja Tómas út í aðildarviðræður við ESB en hann gegndi stöðu varaformanns samningahóps um sjávarútvegs- mál. Tómas segir þessi mál við- kvæm. Hann leggur þó áherslu á að það megi ekki gleymast að Íslendingar hafi lagt mikið á sig til að tryggja yfirráð yfir fiskimið- unum í kringum landið, þorska- stríð hafi verið háð og fulltrúar landsins tekið virkan þátt í haf- réttarráðstefnunni á sínum tíma. „Þessi yfirráð tryggðu efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar. Þó að hinum efnahagslegu stoðum hafi sem betur fer fjölgað er sjávarút- vegurinn gríðarlega mikilvægur og þýðing hans sérstaklega mikil þegar kreppir að. Ef til aðildarvið- ræðna kemur einhvern tímann í framtíðinni tel ég afar mikilvægt að Íslendingar standi í lappirnar í sjávarútvegsmálum og geri það að fortakslausri kröfu að halda óskertum fullveldisrétti yfir efna- hagslögsögunni.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is viðtal 27 Helgin 20.-22. júní 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.