Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Síða 34

Fréttatíminn - 20.06.2014, Síða 34
Hátún 6a • 105 Rvk • Sími: 552 4420 • fonix.is Mikið úrval af heimilistækjum Kæli og frystiskápar Spanhelluborð Blástursofnar Uppþvottavélar F yrir einhverjum öldum þóttu þeir mikil karlmenni sem háðu bardaga og slógust við mann og annan. Í dag þykja þeir sem slást og fara í stríð ósköp litlir menn. Við fyrirlítum stríð og oft er talað um að þeir sem standa í stríðsrekstri séu valdagráðugir menn í mikilli tilvistarkreppu í bland við mikilmennsku- brjálæði. Um miðja tuttugustu öldina þóttu her- menn vera mikil karlmenni, vissulega voru þetta hugrakkir menn sem sendir voru af yfirvöldum eitthvert út í heim til þess að berjast fyrir ein- hverju sem þeim var sagt að væri að gera eitthvað á hlut þjóðar sinnar. Í dag eru þetta nánast ungir drengir sem í rauninni hafa ekki fengið tækifæri til þess að byrja eigið líf þegar þeir eru sendir á einhverjar vígstöðvar einhversstaðar þar sem enginn finnur þá, og maður finnur til með þeim. Upp úr 1980 komu fram á sjónarsviðið ungir menn sem unnu með peninga. Unnu með verð- bréf, fasteignir, skuldabréf og oft á tíðum með auðtrúa fólk sem vildi græða peninga. Þetta voru karlmenni sem áttu nóg af seðlum, glæsilega bíla, kampavín, kavíar og konur, nóg af þeim. Þetta voru karlmenni. Eftir hrun telst þetta ekki til karlmennsku. Þessar týpur eru fyrirlitnar og hataðar af mörg- um í þjóðfélaginu. Þessir menn standa fyrir alls- konar neikvæðum hlutum og eru holdgervingar alls þess sem fór úrskeiðis á landinu bláa. Hér á Íslandi þótti fyrir nokkrum árum karlmannlegt að vera brúnn, lita á sér hárið, vera mikið í rækt- inni og tala niðrandi um konur með stjórn- málaskoðanir. Í dag, já í dag, eru ennþá nokkuð stór hópur sem er enn í þessari kreðsu. Þeir hafa að vísu elst um 15-20 ár. Þeir fara enn í ljós, þeir sem eru ekki búnir að missa hárið eru enn að lita það, og enn er hópur sem talar niður til kvenna sem dirfast að hafa skoðanir. Eina vandamál þeirra er það að þeir sem taka mark á þeim eru yfirleitt unglingar sem vita ekki hvaða skoðun á að mynda sér. Karlmennska fyrri ára þar sem menn eins og Humphrey Bogart, Steve McQueen og Dean Martin báru höfuð og herðar yfir aðra bræður sína, er komin aftur. Þó með smá grófleika. Þessi týpa er klassísk og virðist ætla að lifa af, alveg sama hvað hefur gengið á í tískustraumum í gegnum árin. Í dag eru grófar útgáfur vinsælar, menn eins og ítalski knattspyrnumaðurinn Andr- ea Pirlo, fatahönnuðurinn Tom Ford og leikarinn Daniel Craig. Metro útlit manna eins og Cristiano Ronaldo nær einhvernveginn ekki að halda í við karlmennskuútlit þeirra fyrrnefndu og meira að segja eru margir á því að menn eins og leikarinn Jack Black séu karlmannlegri en margir þessir stelpulegu metro-menn. Hér á landi vilja kon- ur menn með mikinn karakter, menn sem hafa dularfullt yfirbragð og eru góðir í því sem þeir gera. Leikarinn Ólafur Darri er gott dæmi um nútíma karlmennsku, sem og Baldur í Skálmöld, sem lítur út eins og grískur guð þrátt fyrir að hafa aldrei farið í ræktina. Víkingurinn er farinn, hermaðurinn er farinn og hippinn líka, bankamaðurinn og metro maður- inn eru ekki vinsælir svo maður spyr sig. Hver er kyndilberi karlmennskunnar í dag? Í dag viljum við menn sem eru með rökhugsun, getu og þor til þess að hafa skoðun og rökræða ýmsu mál þjóðfélagsins á yfirvegaðan hátt. Lík- amsbygging er ekki aðalatriði, heldur er það mik- ilvægt að menn séu snyrtilegir og sjálfsöruggir með sitt útlit, alveg burtséð lögun og stærð. Þeir sem enn eru að raka líkamshár þykja ekki karlmannlegir. Í dag þykir það mjög kynþokka- fullt að vera með gott hár, eða góða skeggrót, og að menn hafi vitsmuni til þess að snyrta rótina, en þó ekki um of. En fyrst og fremst er karl- mennskan huglæg. Í dag viljum við menn með skoðanir, ekki endilega skoðanir á öllu, heldur gáfaða menn. Menn sem eru listrænir. Menn með skoðanir á samfélaginu og hvernig má bæta það. Menn sem elska hamborgara og líka sushi. Menn sem breytast ekki þó þeir keyri stóran bíl. Menn sem kunna að fara með áfengi. Menn sem gefa til góðgerðarmála. Menn sem elska konur. Menn sem elska karla, og bara umfram allt góða gaura sem elska börn. Það sem við karlmenn getum tekið frá forverum okkar er þorið frá víking- unum, stolt hermannanna, frjálslyndið frá hipp- unum, kæruleysi útrásarvíkinganna og frá metro manninum fáum við… tja ekki neitt. Húmorinn höfum við svo í blóðinu og stolt er eitthvað sem við Íslendingar eigum nóg af. Karlmennskan er því mikil á Íslandi, allavegana miðað við höfðatölu. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Leikarinn Ólafur Darri er gott dæmi um nútíma karl- mennsku, sem og Baldur í Skálmöld, sem lítur út eins og grískur guð þrátt fyrir að hafa aldrei farið í ræktina. Grófa týpan eða metro maðurinn Karlmennska er eitthvað sem allir karlmenn keppast við að sýna. Hver er karlmannlegur? Hvað þarf maður að sanna til þess að teljast karl- mannlegur – og af hverju? 34 karlmennska Helgin 20.-22. júní 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.