Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 20.06.2014, Blaðsíða 36
Veðurfarsstjórnun að hætti Kims X Á morgun, laugardag, eru sumarsól- stöður, lengstur sólargangur og náttúran skartar sínu fegursta. Hæst fer sólin á loft á þessu herrans ári klukkan nákvæm- lega 10.51 á morgun. Þá er rétt að kíkja eftir þeirri gulu á himninum, láti hún svo lítið að sýna sig. Eftir þessum hápunkti bíðum við langan vetur, tímanum þegar dagur og nótt renna saman í eina birtu- og blómatíð. Það er fátt sem jafnast á við bjarta sumarnótt. Þá getur reynst erfitt að halda sig inni, bjóði veðrið upp á það. Slíka nótt upplifðum við hjón í Flatey á Breiðafirði fyrir nokkrum árum, algera dýrð náttúr- unnar. Fullorðnir nutu dásemdarinnar úti við og börn fengust ekki í svefn heldur sulluðu í flæðarmálinu þótt nýr dagur væri runninn. Í huga þeirra komst fyrir- bærið nótt ekki að – henni á ekki að fylgja birta heldur myrkur. Aðra slíka nótt feng- um við á dögunum, einnig við Breiða- fjörð, en nú uppi á landi. Sólin hvarf bak við fjall á ellefta tímanum en birtan hélst og litadýrðin jókst eftir að hún var gengin til viðar. Í suður- og vesturátt varð himin- inn bleikur en þegar norðar og austar dró var sem eldur væri bak við fjöllin þar sem sólin hvíldi stutta stund áður en hún lét sjá sig á nýjan leik. Sjórinn var lognkyrr, aðeins strikaður af sundi æðarfugls og stöku selur skaut upp haus af einskærri ánægju með lífið. Fuglarnir gátu ekki tekið á sig náðir, frekar en mannfólkið og tófa rölti í rólegheitum úr fjörunni áleiðis í greni sitt, sjálfsagt með gott í gini. Við sem búum sunnan heiða upplifum það ekki að sjá sól á lofti allan sólar- hringinn á þessum árstíma. Það gera hins vegar þeir landar okkar sem nyrst búa – og gestir þeirra að sjálfsögðu. Þetta náttúruundur vildum við hjón sjá, í hópi góðra vina, og pöntuðum okkur því flugfar og gistingu í Grímsey um Jóns- messuleytið fyrir þremur árum. Gríms- eyjarferðin var frábær upplifun í þessum góða hópi – nema hvað skýjað var þann tíma sem við dvöldum norður þar. Við því var ekkert að gera og við tókum skýja- farinu með jafnaðargeði enda margt að sjá í Grímsey, fallega náttúru og fuglalíf, að ógleymdu mannfólkinu sem tók okkur opnum örmum. Við sigldum umhverfis eyjuna, skoðuðum björg og bjargfugla og í landi tíndum við skarfakál – og tókum raunar með okkur suður í Kópavog þar sem það þrífst enn þótt aðstæður þar séu þessari undrajurt nokkuð framandi. Flug- mennirnir sem sóttu okkur voru meira að segja svo uppnumdir af hinum langa sólargangi að þeir tóku auka hring yfir hina norðlægu eyju svo við gætum notið fegurðar hennar úr lofti, nokkuð sem átti ekki að vera innifalið í þessu hefðbundna áætlunarflugi. Við eigum því eftir að sjá hina raun- verulegu miðnætursól, þegar ljósgjafinn okkar er svo örlátur að skína á okkur dag og nótt. Panti maður gistingu og far með löngum fyrirvara er óvíst að sólin láti sjá sig akkúrat á heimsóknartíma. Ráðið er því að skjótast norður með litlum fyrir- vara þegar veðurfræðingar spá sólfari í þeim landshluta. Á spá þeirra verðum við að treysta þótt reynslan hafi kennt okkur, jafnt leikmönnum sem sérfræðingum í faginu, að skjótt skipast veður í lofti. Æskilegt væri því að veðurfræðingarn- ir spáðu almennilegu veðri, að minnsta kosti yfir hásumarið, og stæðu við það. Leiðin að því marki er kannski að fylgja aðferð Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Almennt er hann kannski ekki maðurinn sem maður mundi leita til sem ráðgjafa, enda er allt í kalda kolum í landi hans, eftir tiltölulega stuttan valdaferil en lengri tíð forvera hans á valdastóli, föður og afa, Kim Jong-il og Kim Il-sung. Eitt í stjórnarháttum Kims þessa þriðja er þó vert allrar athygli. Hann hefur alls ekki verið ánægður með veðurfarið í landi sínu undanfarið. Þar hafa þurrkar verið miklir og uppskerubrestur í kjöl- farið, sem eru ekki á óstjórnina bætandi. Þá hafa fellibyljir herjað á landið með tilheyrandi skaða. Þetta kann leiðtoginn ungi illa að meta og vill fá betra veður – en einkum betri veðurspár. Undir þetta má taka. Þótt sumur hafi verið heldur blíð norður hér það sem af er öldinni má alltaf biðja um betra veður, að minnsta kosti ef maður ætlar sér að skoða miðnætursólina. Kim brá sér sem sagt á veðurstofu lands síns, nýklipptur í vöng- um, og fór fram á betri veðurspár. Betri veðurspám hlýtur að fylgja betra veður, það segir sig sjálft. Svo mikið höfum við lesið af stjórnarfari þeirra langfeðga í Norður-Kóreu að vissara er fyrir þegnana að hlýða fyrirskipunum þeirra. Ella eiga þeir á hættu að verða fangelsaðir eða jafnvel líflátnir. Það má því búast við því að veðurspár muni breytast mjög til batn- aðar í því hrjáða landi – og væntanlega veðrið í framhaldi af því. Þetta gætum við reynt hér á landi, til prufu að minnsta kosti, þó ekki væri nema yfir sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst. Þá viljum við vera úti, léttklædd og njóta sólarinnar. Þeir gætu því brugðið sér í heimsókn á Veðurstofuna Sigmund- ur Davíð eða Ólafur Ragnar – annar hvor eða báðir – og beðið um betri veðurspár og betra veður í framhaldi af því. Stjórnarfar hér á landinu bláa er allt annað og mildara en í Norður-Kóreu. Því eiga veðurfræðingarnir á Öskjuhlíðarhá- lendinu hvorki von á fangelsun né öðru miklu verra þótt illa takist til um spárnar, hann rigni eða það hvessi óvænt – en þetta ætti þó að vera tilraunarinnar virði. Er ekki rétt að spá sólskini út sumarið – og sjá hvað gerist? Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 28.05.14- 03.06.14 1 2Amma biður að heilsa Fredrik Backman 5 6 7 8 109 43 Bragð af ást Dorothy Koomson Síðasta orðsending elskhugans Jojo Moyes Íslenskar þjóðsögur Benedikt Jóhannesson/ Jóhannes Benediktsson Fimm maurar Ágúst Óskar Gústafsson Iceland Small World - Stór Sigurgeir Sigurjónsson Skrifað í stjörnurnar John Green Iceland - Down to earth Sigurgeir Sigurjónsson Iceland Small World - Lítil Sigurgeir Sigurjónsson Vegahandbókin 2014 Steindór Steindórsson 36 viðhorf Helgin 20.-22. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.