Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 20.06.2014, Qupperneq 42
42 heilsa Helgin 20.-22. júní 2014  Heilsa Börn ekki síður en fullorðnir græða á því að stunda jóga  fjölmiðlar erna indriðadóttir opnar nýjan vefmiðil Auka jógakennslu í grunnskólum Jógahjartað hefur umsjón með jógakennslu sem hefst í tveimur grunnskólum á Akureyri haust. Þegar hafa liðsmenn Jógahjartans kennt jóga við þrjá aðra grunnskóla, og standa viðræður yfir við tvo til viðbótar. Átta mæður og jógakennarar standa að Jógahjartanu og er markmiðið að veita börnum og unglingum aðgang að jógakennslu innan skólakerfisins. É g er búin að kenna jóga í Hörðuvallaskóla í tvö ár í dægradvöl. Eftir tíma var ég alltaf að rekast á börn sem vildu líka fara í jóga og fékk hug- mynd að því að stofna félag með nafninu Jógahjartað í því skyni að gera jógakennslu í grunnskólum markvissari,“ segir Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari. Hún leitaði til annarra jógakennara og spurði hvort þeir myndu vilja vera með í verkefninu og úr varð að átta jógakennarar og mæður stofnuðu styrktarfélagið Jógahjartað í árs- byrjun sem hefur það að markmiði að veita börnum og unglingum að- ganga að jógakennslu og hugleiðslu innan skólakerfisins. Sem einstaklingar hafa með- limir Jógahjartans kennt jóga við Hörðuvallaskóla, í nokkrum skólum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í haust bætast tveir nýir skólar í hópinn, Glerárskóli og Lundarskóli á Akureyri. Viðræður standa yfir við tvo skóla á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar og skýrist staðan betur með haustinu. „Til að byrja með ein- beitum við okkur að fyrsta til fjórða bekk. Þetta hefur farið mjög vel af stað. Sumir skólar leggja áherslu á að vera heilsueflandi og vilja gjarnan fara þessa leið í sínu starfi. Skóla- stjórnendur þar eru áhugasamari en skólar sem leggja ekki lykiláherslu á að vera heilsueflandi. Viðtökurnar sem við höfum fengið eru mjög góðar og fjöldi foreldra hefur fagnað framtakinu sem við höfum hitt og eins á facbook síðunni okkar,“ segir Arnbjörg. Jógahjartað er styrktarfélag sem er rekið á styrkjum og sjálfboðaliða- starfi. Í menningarhúsinu Hofi á Ak- ureyri var haldið fjölskyldujóga þar sem þátttökugjald rann til kennslu- verkefnisins í grunnskólum. Á dög- unum var haldið fjölskyldujóga í Við- ey þar sem gerðar voru jógaæfingar, hugleitt, dansað, sungið og farið í leiki, og rann þátttökugjald einnig til verkefnisins. „Eftir Viðeyjarferðina bættust svo tveir karlkyns jógakenn- arar í hópinn sem er frábært og þeir eru mjög flottar fyrirmyndir,“ segir Arnbjörg. Á þjóðhátíðardaginn var Jógahjartað loks með fjölskyldujóga í Jógasal Ljósheima þar sem félagið kynnti starfsemi sína. Í sumar verða síðan haldin jóganámskeið fyrir börn, dagana 30. júní til 3. júlí, og eru nánari upplýsingar um þau á vef Jógahjartans, jogahjartad.com. „Við viljum einnig vera með kynn- ingartíma og námskeið fyrir grunn- skólakennara þar sem við kynnum starfið og er velkomið að hafa sam- band við okkur og fá heimsókn í fræðsluskyni.“ Arnbjörg segir að jógakennsla í grunnskólum falli vel að aðalnám- skrá þar sem heilbrigði og velferð eru einn af sex grunnþáttunum. „Hugleiðsla stuðlar að meiri hug- arró, betri eftirtekt og gerir okkur tilbúnari til að takast á við amstur dagsins. Hugleiðsla er skemmtileg leið til að taka til í huganum. Hún fækkar ágengum hugsunum og hjálpar okkur að ná betra tilfinn- ingajafnvægi.“ Öllum er velkomið að gerast fé- lagar Jógahjartans og styrkja starfið í leiðinni. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is „Jóga og hugleiðsla stuðla að meiri hugarró, betri eftirtekt og gerir okkur tilbúnari til að takast á við amstur dagsins,“ segir Arnbjörg jógakennari. Ljósmyndir/Jógahjartað Um 80 manns komu saman í Viðey þann 7. júní til styrktar Jógahjartanu. Eftir Viðeyjar- ferðina bættust svo tveir karlkyns jógakennarar í hópinn sem er frábært og þeir eru mjög flottar fyrirmyndir. Erna Indriða- dóttir hefur starfað við fjölmiðla í áratugi. Síðustu átta árin var hún upplýsinga- fulltrúi Alcoa Fjarðaráls en hefur nú opnað vefinn Lifðu núna þar sem fjallað er um mál- efni fólks á miðjum aldri og upp úr. Fjallar um líf og störf eldra fólks e rna Indriðadóttir opnaði vefinn Lifðu núna á dögunum þar sem fjallað er um málefni fólks á miðjum aldri og upp úr. Hugmyndina að vefnum fékk hún fyrir nokkrum árum. Nú eru fjölmennustu árgangar Íslandssögunnar að eldast og er mark- miðið með vefnum að gera líf og störf þess fólks sýnilegri. „Fólk lifir lengur og er við betri heilsu. Jafnvel þó fólk sé hætt að vinna er það að gera ótrúleg- ustu hluti. Svo er algengt að þegar fólk hættir að vinna taki það sér eitthvað nýtt fyrir hendur. Það eru margar út- gáfur af lífinu sem betur fer,“ segir hún. Á vefnum, www.lifdununa.is, verður umfjöllun um réttindamál þessa aldurs- hóps sem Erna segir mikilvægt að gefa meiri gaum. „Réttindamálin eru gríðar- lega mikilvæg, bæði fyrir fólk sem enn er á vinnumarkaði og það sem komið er af honum. Þegar fólk eldist breytist svo margt; lífið, líkaminn, hugsunarhátt- urinn og síðast en ekki síst félagslegar aðstæður,“ segir hún. Vefinn tileinkar Erna móður sinni, Kristínu Guðnadóttur, og er það vel við hæfi því þó hún sé komin vel á níræðisaldur er hún hlaupandi um bæinn, sundkona mikil og leggur stund á enskunám. „Hún er ótrúlega virk kona við góða heilsu og hefur verið mín fyrirmynd og hvatning í lífinu og því gaman að geta tileinkað henni vefsíð- una.“ Erna hefur starfað við fjölmiðla í áratugi en síðustu átta árin var hún upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði. Um síðustu áramót lét hún af störfum þar og er nú flutt til Reykja- víkur. Hún segir tímann fyrir austan hafa verið dásamlegan en jafnframt að gott sé að vera komin á höfuðborgar- svæðið þar sem börnin hennar og fjöl- skyldan eru búsett. -dhe Föstudagspizzan Pizza sælkerans er bökuð úr Kornax brauðhveitinu GOLD PLATED SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.