Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.06.2014, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 20.06.2014, Qupperneq 44
E sjuhlaupið fer fram á morgun, laugardag, og geta keppendur valið um að hlaupa tvær, fimm eða ellefu ferðir upp og niður Esjuna. Samkvæmt veðurspánni verður full- komið hlaupaveður; skýjað og logn. Esjuhlaupið er eitt erfiðasta hlaup ársins og er nú haldið í þriðja sinn. Síðustu tvö ár hefur það verið valið besta hlaup ársins af hlaupurum. Fjallahlaup er ný íþróttagrein sem nýtur æ meiri vinsælda. Sigurður Kiernan er einn skipuleggjenda Esju- hlaupsins og segir hann fjallahlaup sambland af hlaupi og fjallgöngu sem fari mun betur með liðamót en götu- hlaup. „Í fjallahlaupi er hlaupið í sí- breytilegu umhverfi þar sem bæði er mjúkt og gróft undirlag. Það fer síður illa með hné og liði því höggin eru misjöfn en ekki einsleit líkt og við götuhlaup. Úti í náttúrunni er maður líka alltaf að sjá og upplifa eitthvað nýtt,“ segir hann. Sjálfur hljóp hann tíu ferðir upp og niður Esjuna fyrir tveimur árum en ætlar að einbeita sér að umsjón hlaupsins í ár. Nú þegar eru um níutíu hlauparar búnir að skrá sig til leiks og ætla þeir flestir að hlaupa tvisvar sinnum upp Esjuna. Að sögn Sigurðar eru flestir sem ganga upp Esjuna og skokka svo niður, nema þeir allra hörðustu sem hlaupa líka á leiðinni upp. Hlaupið hefst við Esjurætur og í byrjun er hlaupinn lítill hringur þar í skógin- um. „Það er gert til að hlaupararn- ir fái smá hvíld á jafnsléttu áður en klifrið byrjar.“ Á uppleiðinni er farin stysta leiðin að Steini. Á leiðinni nið- ur er svo farin aðeins lengri leið sem ekki er eins brött. Hvað búnaðinn varðar er gríðar- lega mikilvægt að hlauparar í Esju- hlaupinu séu í sérstökum skóm til fjallahlaupa en ekki í hefðbundnum skóm fyrir götuhlaup. „Götuskór eru of mjúkir og sléttir. Utanvega- skór eru aftur á móti grófbotna svo hlauparar ná betra gripi. Þeir eru líka harðir svo fólk meiðir sig ekki á oddhvössum steinum. Þá eru þeir hertir að framan svo ekki brotnar nögl þegar sparkað er í stein. Leyfilegt er að vera með göngustafi og segir Sigurður það smekksatriði hvort hlauparar geri það. „Með því að nota göngustafi er hægt að minnka álag á bak og fólk fær meiri stöðugleika,“ segir Sigurður. Við rætur Esju verður drykkjar- stöð þar sem fólk getur geymt sinn mat og sótt sér í hverri ferð. Boðið verður upp á drykki, ban- ana, súkkulaði og heita og salt- mikla súpu til að vinna upp á móti salttapi. Hlauparar eru hvattir til að hafa með sér vatnsbrúsa og orku upp á Esju, eins og prótein- stykki og gel. Keppnisgögn verða afhent í versluninni TRI við Suðurlands- braut í dag, föstudag. Þeir hlaup- arar sem enn eiga eftir að skrá sig geta gert það þar í dag. Nánari upplýsingar má nálgast má nálgast á vef hlaupsins www. mtesjaultra.is 44 heilsa Helgin 20.-22. júní 2014  Hlaup Eitt Erfiðasta Hlaup ársins Samstarf á fjöllum Íslenskir Fjallaleiðsögumenn er 20 ára fyrirtæki sem sérhæfir sig í útivistarferðum með túrista um fjöll og firnindi. Eins og alþjóð veit þá margborgar sig fyrir karla og konur að vera vel útbúin svo snúa megi ofan af íslensku hálendi með alla fingur og tær. Svo það lukkist hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn og verslunin Íslensku Alparnir hafið samstarf og munu því leið- sögumenn og aðrir starfsmenn Ís- lenskra Fjallaeiðsögumanna klæð- ast m.a. Mount Equipment fatnaði sem er sérhæfður til brúks við erf- iðar íslenskar aðstæður auk þess sem aðrar vörur verslunarinnar verða notaðar til að kynna náttúru Íslands fyrir innlendum og erlend- um ferðamönnum. Á myndinni má sjá frá vinstri Guðmund Gunnlaugsson og Hjört Þór Grjetarsson frá Íslensku Ölpunum og Arnar Má Ólafsson og Elínu Sigurðardóttur og frá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum kampakát með samninginn. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Verið velkomin í heimsókn! Opið virka daga kl.10-18 Texas Torino Lyon Sófar í öllum stærðum 30% 1 ÁRS AFMÆLI Á BÍLDSHÖFÐA 18 AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓFUM /SÓFASETTUM *Í VÖLDUM ÁKLÆÐUM Verð áður 333.900 kr. frá 233.730 kr. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is BLAM (Stóra sviðið) Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða Upphlaup á Esjunni Esjuhlaupið verður á morgun, laugardag, þar sem hlauparar hlaupa tvær, fimm eða ellefu ferðir upp og niður Esjuna. Hlaupið er eitt það erfiðasta en jafnframt talið það besta af hlaupurum. Í fjallahlaupi er hlaupið í síbreytilegu umhverfi þar sem bæði er mjúkt og gróft undirlag. Alltaf er góð stemning í Esjuhlaupinu og eru hlauparar sem aðrir hvattir til að koma og gera sér glaðan dag í fjallinu. Hlauparar geta valið um að hlaupa tvær, fimm eða ellefu ferðir upp Esjuna. Það er líka gríðarlega mikilvægt að drekka nógan vökva á hlaupunum. Þá er sniðugt að vera með léttan bakpoka með vökvahólfi og slöngu sem hægt er að súpa úr á hlaupunum. Svo er ekki verra að hafa lítið hólf til að geyma orkustöng eða banana og bíllyklana. CamelBak HydroBak bakpoki geymir 1.5 lítra af vökva. Verð 7.900 kr. í GÁP Það mikilvægasta er að vera vel skóaður í sérstökum fjallahlaupaskóm. Skórnir þurfa að vera léttir og hrað- skreiðir með góðri dempun en líka sterkbyggðir með styrkingu í botni og tánni því nóg er af steinum til að reka sig í. Síðan þurfa þeir að anda vel og vera fljótir að þorna. Salomon S-Lab XT 5 Racing dömu og herra. Verð 29.995 kr. Stillanlegir göngustafir veita góðan stuðning í brattanum, bæði upp og niður. Gott að hafa þá létta og auð- stillanlega en jafnframt sterkbyggða. Gabel Mont Blanc FI göngustafir stillanlegir frá 66-144 cm. Verð 11.995 kr. í Fjallakofanum Fjallahlaup eru ekkert grín og það er nauðsynlegt að vera vel græjaður. Gömlu hlaupaskórnir duga skammt og svo verður að passa að fá nægan vökva. Hér eru 3 nauðsynlegir hlutir til að nota þegar brunað er upp fjöll og firnindi á tveimur jafnfljótum. Nauðsynlegur bún- aður í fjallahlaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.