Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. T Tinna Ingólfsdóttir sýndi hugrekki og tók mikilvægt skref í baráttunni gegn netníð- ingum er hún skrifaði pistil á vefinn Freyj- urnar í apríl síðastliðnum. Þar sagði hún frá því að drengir og menn sem hún treysti fyrir nektarmyndum af sér hefðu áframsent þær þannig að þær fóru í almenna dreif- ingu. Tinna var á viðkvæmum unglings- aldri, 13 til 15 ára, er hún sendi myndirnar til þeirra sem hún þekkti, en einnig til ókunnugra manna, í leit að viðurkenningu en hún átti í erfiðleikum með félagsleg samskipti. Þeir menn brugðust illilega trausti hennar. Tinna varð bráðkvödd í liðnum mánuði, aðeins 21 árs. Foreldrar hennar, Inga Vala Jónsdóttir og Ingólfur Samúelsson, ákváðu að halda merki látinnar dóttur á lofti, stoltir af baráttu hennar í þeirri von að hug- rekki hennar skipti sköpum þegar kemur að vitundarvakningu gegn ofbeldi á netinu. Foreldrarnir ræddu baráttu dóttur sinnar í Fréttatímanum í síðustu viku til þess að halda henni áfram. Þeir sýndu aðdáunar- vert hugrekki, eins og dóttirin þegar hún steig fram og greindi frá ofbeldinu. Tinna skilaði skömminni til þeirra sem hana eiga að bera. Boðskapurinn er sterkur. Þeim boðskap vilja foreldrarnir koma á framfæri, að dótturinni genginni, eins og fram kemur í niðurlagi viðtalsins. Í vor kom fram að íslenskir karlmenn skiptust á myndum af fáklæddum ís- lenskum stúlkum á erlendri spjallsíðu. Þær yngstu voru börn að aldri, á fjórtánda ári. Hundruð mynda voru á spjallsíðunni. Lög- reglan sagði að reynt yrði að loka síðunni eins og öðrum slíkum. Hún hefur jafnvel haft upp einstaklingum sem birt hafa slíkar myndir en þeir hafa ekki verið ákærðir þar sem þeir gerðust ekki brotlegir í íslenskri lögsögu. Síðurnar voru hýstar ytra. Í viðtali við blaðamann Fréttatímans sögðu foreldrar Tinnu að þeir hefðu mætt ráðaleysi lögreglu, erfitt væri að finna söku- dólga þar sem myndirnar hefðu verið lengi í dreifingu og lögreglan ekki virst geta sett málið í lagaramma, augljósan „kassa“ brotamanna. Þá hafi Barnaverndarnefnd ekki aðhafst þótt myndirnar hafi verið af ólögráða barni. Samt er það svo, samkvæmt 210. grein almennra hegningarlaga, að hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þar segir enn fremur að hver sá sem skoðar myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kyn- ferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga-eða fjarskipta- tækni skuli sæta sömu refsingu. Lagarammi er því fyrir hendi. Taka þarf á níðingunum með öllum tiltækum ráðum. Mikilvægt er að uppræta efnið og koma þolendum til hjálpar, eins og fram kom hjá Ernu Reynisdóttur, framkvæmda- stjóra Barnaheilla, í umræðu sem skapaðist í framhaldi af pistli Tinnu. Ekki er síður mikilvægt að brýna fyrir börnum og ung- lingum að passa hvað sett er á netið. „Það eru ákveðin heilræði sem mikilvægt er að hafa í huga...“ ... „hugsa sig alltaf tvisvar um áður en maður setur eitthvað inn,“ sagði Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla, í sömu umræðu, um leið og hún lagði áherslu á mikilvægi samræðu foreldra og barna þegar kæmi að netöryggi. Hrefna nefndi jafnframt að ef unglingar væru komnir í klípu á netinu en væru hræddir við að segja foreldrum sínum frá gætu þeir haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og fengið aðstoð. „Það eru dæmi um að ein lítil mistök elti stúlkur alla ævi,“ sagði Hrefna. Á slíku fékk Tinna Ingólfsdóttir að kenna. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur ákveðið, vegna frumkvæðis Tinnu heitinnar, að fara af stað með fræðslu- og forvarnarátak fyrir börn og unglinga vegna myndbirt- inga. Saga hinnar hugrökku ungu konu er samfélaginu hvatning til að taka á netníði af festu. Foreldrar halda merki látinnar dóttur á lofti Barátta gegn netníðingum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Lagarammi er því fyrir hendi. Taka þarf á níðingunum með öllum tiltækum ráðum. Vikan í tölum 1.000.000 króna tap varð á rekstri Gunnars majónes á hverjum mán- uði í níu ár, samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins. 10 milljónir punda er verðmiðinn á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Tottenham. Það jafngildir um tveimur milljörðum króna. 112 býflugnabú sem koma áttu til landsins frá Finnlandi í vikunni gleymdust í vöru- skemmu á flug- vellinum í Helsinki. Nú er óvíst að býflugurnar, ein og hálf til tvær milljónir talsins, komist lifandi til landsins.4 mánuðir eru þangað til Luis Suarez, framherji Úrúgvæ og leikmaður Liverpool, má koma nálægt knattspyrnu- völlum á ný. Hann beit leikmann í leik í þriðja sinn á ferlinum. 25 milljónir króna voru lagðar fram úr Pokasjóði í söfnun fyrir kaup á aðgerðarþjarki fyrir Land- spítala. Þar með voru komnar 110 milljónir í sjóðinn og fjármögnunin tryggð. – fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! 1498kr.kg Verð áður 2197 kr. kg Grísalundir, erlendar 31% afsláttur DDaglega D3 vítamín styrkir m.a. ónæmiskerfi, tennur og bein og hjálpar til við upptöku kalks. JEPPADEKK Koma þér örugglega hvert á land sem er. Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 www.arctictrucks.is 2014-06 Fréttatíminn 2dlx10.indd 1 26.6.2014 17:01:25 12 viðhorf Helgin 27.-29. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.