Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 28
28 heilsa Helgin 27.-29. júní 2014 Besti bíllinn. Audi A3 hefur verið valinn besti bíll ársins 2014* af blaðamönnum frá 22 löndum. Takk fyrir okkur! Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 7,1-1,5 l/100 km, CNG 3,3-3,2 kg/100 km; E-Tron blönduð orkunotkun í kWh á 100 km: 11,4; CO2 útblástur í blönduðum akstri: 165-35 g/km, CNG 92-88 g/km. Uppgefnar tölur miðast annars vegar við bensín- og hinsvegar rafmótor. *World Car Awards 2014, New York: www.wcoty.com G lerkrukkur eru til margs nýtilegar. Undanfarið hafa þær verið vinsælar undir hvers konar heilsudrykki sem fólk fer með í vinnuna en nú er búið að finna ný not fyrir þær, undir svonefnd krukkusalöt. Til að salat geymist vel í krukku þarf að raða í hana eftir kúnstarinnar reglum og ef vel tekst til er jafnvel hægt að búa til salat sem helst ferskt og brakandi í nokkra daga. Við mælum með allt að lítra krukkum með víðu opi undir matarmikið salat en fyrir smærri skammta eru vitanlega bara notaðar minni krukkur. Til að búa til krukkusalat:  Salatdressingin er sett á botn krukk- unnar. Ekki er mælt með þykkri dressingu því hún festist of mikið á botninum.  Næsta lag er þungt grænmeti. Kirsu- berjatómatar henta betur en niður- skornir tómatar því þeir halda sér betur. Gulrætur, gúrka og paprika koma hér sterkt inn.  Próteingjafarnir koma næst. Kjúk- lingur, túnfiskur, egg eða baunir.  Þá er það léttara grænmeti sem kemur þar ofan á, sveppir og niður- skorinn laukur, en líka ávextir á borð við mandarínubáta eða ber. Athugið að ef nota á avókadó eða epli í salatið þarf að setja á það sítrónusafa til að það verði ekki brúnt.  Því næst kemur kálið sem tekur þó nokkurt pláss. Spínat hentar þarna afar vel en iceberg verður fljótt brúnt og best að sleppa því. Það er allt í lagi að þrýsta kálinu aðeins saman en ekki þrengja um of að því. Lykill- inn að því að salatið haldist ferskt er að kálið komist ekki í snertingu við dressinguna og blaut innihaldsefni. Krukkuna þarf því að geyma upp- rétta.  Þeir sem vilja geta bætt hnetum og fræjum, jafnvel þurrkuðum ávöxtum efst, og lokið svo skrúfað fast á. Þegar borða á salatið er það einfaldlega hrist saman í krukkunni og sturtað á disk. Einfaldara gerist það ekki. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Brakandi ferskt krukkusalat Salat í krukku er nýjasta æðið vestanhafs og skal engan undra því það er sérlega þægilegt að geta tekið með sér salat í krukku. Galdurinn við að salatið haldist ferskt felst í því hvernig raðað er í krukkuna. Aðalatriðið er að salatdressingin sé neðst og kálið efst. Krukkur utan af Nestlé skyndikaffi henta vel undir krukkusalat. Í þessu salati er þúsundeyjasósa, tómatar, paprika, súr gúrka, kotasæla, krydd og blandað grænt salat. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.