Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 72
ferðalög Helgin 27.-29. júní 20144kynningarblað um ferðalög innanlands Poppfræðing- urinn Jónatan Garðarsson skrifaði hand- rit safnsins og Björn G. Björnsson sá um upp- setningu sýningarinnar. Saga íslenskrar tónlistar í Rokksafninu Í Rokksafninu í Hljómahöll er tón- listarsögu Íslands gerð góð skil. Þar má finna ýmsa muni tengda tónlist- arsögunni, ljósmyndir og hljóðfæri sem gestum er velkomið að spila á. R okksafn Íslands er glænýtt safn um sögu popp- og rokk-tónlistar á Íslandi. Safnið er í Hljómahöll í Reykjanesbæ, þar sem saga tónlistar á Íslandi er sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Tómas Young er framkvæmdastjóri safnsins og segir hann það mjög viðamikið. „Hérna er hægt að fræðast um ís- lensku tónlistarsöguna á lifandi og skemmtilegan hátt. Hægt er að fylgja tímalínu íslenskrar tónlistar þar sem hverju tímabili eru gerð góð skil,“ segir hann. Safngestir spila á hljóðfæri Á safninu er hljóðbúr þar sem gestir geta sett á sig heyrnartól og leikið lausum hala án þess að aðrir safn- gestir heyri og prófað sig áfram á rafmagnstrommusett, gítar, bassa og hljómborð. Margir áhugaverðir mun- ir úr tónlistarsögunni eru á safninu og má þar nefna trommusett Gunnars Jökuls sem hann notaði meðal annars á plötunni Lifun með Trúbroti, raf- magnsgítar Brynjars Leifssonar úr Of Monsters and Men, LED-ljósabún- ing Páls Óskars, tréskúlptúr af reggí- hljómsveitinni Hjálmum og flugvéla- búning úr myndbandi Sykurmolanna við lagið Regínu. Á safninu eru nokkrar sex metra háar ljósmyndir af útvöldum tónlistarmönnum eins og Björk, Sigur Rós, Hljómum og Of Monsters and Men. Frægðarveggur íslenskrar tón- listar Poppfræðingurinn Jónatan Garðars- son skrifaði handritið að safninu og sýningarstjórinn Björn G. Björnsson setti það svo upp og sá meðal annars um að safna því ógrynni mynda sem á safninu er. Á safninu er frægðarveggur íslenskrar tónlistar þar sem öllum heið- ursverðlaunahöfum íslensku tónlistar- verðlaunanna eru gerð sérstök skil. All- ir gestir fá afhenta spjaldtölvu og geta öðlast enn dýpri skilning á íslensku tón- listarsögunni. Með aðstoð rokk-appsins er hægt að lesa sér til um hvern og einn tónlistarmann og njóta tónlistarinnar. Margir þekktir tónlistarmenn koma frá Reykjanesbæ og má á safninu finna sér- stakt rokk-kort af bænum. „Gestir geta þá séð hvar Rúnar Júl, Heiða í Unun og Brynjar í Of Monsters and Men bjuggu. Bíó, búð og kaffihús Í Rokksafninu er glæsilegur bíó- salur þar sem sýndar eru heimildar- myndir um íslenska tónlist, eins og Rokk í Reykjavík, Gargandi snilld, Bítlabærinn Keflavík og Heima með Sigur Rós. Salurinn kallast Félags- bíó, í höfuðið á kvikmyndahúsi sem lengi var starfrækt í Keflavík. Þá er þar einnig lítil verslun þar sem hægt er að kaupa bækur um íslenska tónlist og geisladiska. Opið er á Rokksafni Íslands alla daga frá klukkan 12 til 17. Nánari upplýsingar um safnið má nálgast á vef þess: www.rokksafn.is Á Rokk- safninu er trommusett Gunnars Jökuls af plötunni Lifun með Trúbroti. Unnið Í samvinnU við Rokksafn Íslands Hjólar um hálendið Kristín Einarsdóttir fer allra sinna ferða á hjóli og starfar sem leiðsögumaður í hjólreiðaferðum á sumrin. Hún segir það sérstaka upplifun að hjóla um landið. K ristín Einarsdóttir þjóðfræðingur fer allra sinna ferða á hjóli og nýtir því sumarið til hljólreiða, bæði hér á landi og erlendis. Í ágúst stendur hún fyrir þriggja daga hjólaferð um hálendið og er þegar kominn langur biðlisti hjólreiðamanna sem vilja slást í hópinn. Því er aldrei að vita nema ferðirnar verði fleiri næsta sumar. „Það er virkilega skemmtilegt að hjóla yfir hálendið því upplifunin er miklu sterkari en þegar setið er í bíl. Svo kemst maður líka hraðar yfir en fótgangandi,“ segir hún. Kristín er leiðsögumaður í reiðhjólaferðum á sumr- in og kennir við Háskóla Íslands yfir vetrartímann. Hún var fyrir nokkrum árum kennari í Smáraskóla í Kópavogi og kjarninn í hópnum sem hjólar með henni yfir hálendið í sumar er einmitt fyrrum nemendur hennar úr Smáraskóla en meðan hún kenndi þar sá hún um útivistarverkefni nemenda og einn hluti þess var hjólaferð níunda bekkjar. „Þau er nokkur sem fóru í slíka ferð með mér fyrir rúmlega áratug og vilja fara upplifa fjöllin á hjólum á ný.“ Ferðinni er heitið um Fjallabak nyrðra og fer hópur- inn með rútu að Landmannahelli. Þaðan hjóla þau saman tuttugu kílómetra í Landmannalaugar og gista þar. Þá eru hjólaðir fjörutíu kílómetrar í Hólaskjól þar sem gist er seinni nóttina. Þaðan verða hjólaðir fjöru- tíu kílómetrar í Eldgjá. Hópurinn gistir í tvær nætur í skálum í ferðinni og segir Kristín góða stemningu alltaf myndast við slíkar aðstæður. „Þar hittist fólk alls staðar að úr heiminum sem búið er að puða allan daginn á hálendinu.“ Að morgni dags smyrja hjól- reiðamenn sér svo nesti fyrir daginn og taka með sér. Á leiðinni er hjólað yfir margar ár og segir Kristín mikilvægt að vera vel búinn og í góðum sokkum. „Það tekur því ekki að skipta um sokka eftir hverja á svo við erum í sömu sokkunum allan daginn og því mikilvægt að þeir haldi fótunum heitum þó þeir séu blautir.“ Kristín hefur starfað sem fararstjóri í hjólreiðaferðum erlendis frá árinu 2001 og segir hún dagskrána í þeim ferðum aðeins notalegri en í ferðum um hálendi Íslands. Hópurinn hjólar rólega saman og er meðalaldur þátttakenda um 55 ár. „Farangurinn er fluttur á milli hótela fyrir fólk og svo gistum við á góðum hót- elum. Það er dásamlegt að hjóla um sveitirnar á Ítalíu. Þar er hjól- reiðafólki sýnd svo mikil virðing.“ Í ágúst fer Kristín svo til Aust- urríkis og hjólar með hóp frá Passau til Vínar. Sjálf fer hún allra sinna ferða á hjóli allt árið um kring og fagnar lagningu nýrra hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu. „Skemmtilegast finnst mér að hjóla í hvítum snjó. Aðalatriðið er að klæða sig vel og vera á vel útbúnu hjóli og þá er ekkert mál að hjóla,“ segir Kristín sem hvetur hjólreiðafólk til að flýta sér hægt og njóta þess að hjóla. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Kristín Einarsdóttir fer allra sinna ferða á hjóli og stendur fyrir hjólreiðaferð um hálendið í sumar. Hér er hún á ferðalagi í útlöndum en hún hefur jafn- framt hjólað mikið utan landsteinanna. Í ágúst fer hún til að mynda í hjólaferð til Austurríkis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.