Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 66
TónlisT Harmonikkubræður gefa úT plöTu með lögum nýdanskrar
TónlisT rokkbúðirnar sTelpur rokka! sTarfrækTar í þriðja sinn
Hugrakkar og sjálfstæðar stelpur í rokksumarbúðum
Harmonikkuleikarar
njóta mikillar kvenhylli
Bragi Fannar og Andri Snær Þorsteinssynir eru 22 ára tvíburar frá Hornafirði sem hafa spilað á
harmonikku frá níu ára aldri. Þeir hafa heillað þjóðina með einlægri framkomu og skemmtilegu
harmonikkuspili víða um land, og á dögunum kom út önnur plata þeirra bræðra. Platan nefnist
12 íslensk Nýdönsk lög sem er, eins og nafnið gefur til kynna, harmonikku útsetningar þeirra af
vinsælum lögum hljómsveitarinnar Nýdönsk.
V ið erum bara tvíburar sem aldir eru upp á Hornafirði, erum til sjós og spilum á nikkur,“
segir Bragi Fannar sem fer fyrir
þeim bræðrum sem, þegar viðtalið
á sér stað, eru að sigla út á miðin
á bátnum Hvammey SE sem þeir
báðir eru á. „Við erum með tvö
pláss í sumar, en deilum einu plássi
í vetur. Við erum nýbúnir að klára
Stýrimannaskólann, þar sem við
lærðum bæði til skipstjórnar og
vélstjóra.
Við höfum gert þetta í 6 sumur
með námi, svo þetta er bara flott
þegar við erum búnir með skól-
ann.“
En hvenær kom harmonikkuá-
huginn?
„Þetta hófst bara þegar við vor-
um mjög ungir, við hlustuðum mik-
ið á harmonikkumúsík af plötum
hjá ömmu og afa. Fengum okkar
fyrstu nikkur og fórum að læra í
tónlistarskólanum 9 ára gamlir og
höfum verið spilandi síðan.“
Af hverju velja ungir drengir sér
harmonikku frekar en gítar eða
píanó?
„Við heilluðumst bara strax og
fundum báðir að okkur langaði
að spila. Við fengum betri nikkur
í fermingargjöf og svo keyptum
við okkur nýjar um daginn svo við
eigum 6 samtals.“
Það er óvenjulegt að tveir ungir
menn spili saman á nikku, hvað þá
tvíburar. Eru vinsældirnar farnar
að láta taka til sín?
„Það er búið að vera mjög mikið
að gera hjá okkur. Við spilum í
veislum allskonar, brúðkaupum
og jarðarförum. Það er mikið um
það að við komum fram sem gjöf.
Afmælis-, brúðkaups- og tækifær-
isgjafir. Það virðast allir hafa mjög
gaman af þessu, og við höfum mjög
gaman af þessu.“
Hvernig kom það til að gefa út
plötu?
„Við gáfum út plötu jólin 2012
sem heitir Nikkujól og í haust
báðu meðlimir Nýdanskar okkur
um að spila á tónleikum sem þeir
voru með í Hörpu. Snemma á
þessu ári höfðu þeir samband og
spurðu hvort við værum ekki til í
að gera plötu með þeirra lögum og
þeir hjálpuðu okkur mikið við út-
gáfuna.“
Nú þykir kannski ekki mörgum
22 ára ungmennum mjög töff að
spila á harmonikku, hvernig taka
jafnaldrarnir þessu?
„Í fyrstu þótti flestum þetta fynd-
ið en í dag, þegar við erum búnir
að gefa út tvær plötur og spila úti
um allar trissur, þá eru allir frekar
stoltir af okkur. Við erum sjálfir
stoltir af okkur að hafa gert þetta,
svo það eru allir bara ánægðir með
þetta.“
En hvernig er tónlistarbransinn
hjá harmonikkuleikurum, heillast
konur að nikkurum?
„Við njótum góðs af því að það
eru ekki margir ungir og sætir
nikkarar á Íslandi“, segir Bragi
og hlær. „Þetta er nýtt fyrir fólki
og konurnar eru hrifnar af þessu,
alveg sama á hvaða aldri þær eru.
Stundum líður manni eins og rokk-
stjörnu hreinlega. Eldra fólkinu
finnst þetta þó aðeins skemmti-
legra enda tengir það betur við
þessa músík. Þegar við spilum á
elliheimilum þá syngja allir með,
sem er mjög skemmtilegt.“
Bræðurnir er greinilega mjög
rólegir yfir þessu öllu saman.
Bragi hefur verið í sambúð í 4 ár
en Andri leikur lausum hala. En
það breytist örugglega fljótt með
auknum vinsældum þeirra bræðra.
Hvað er svo framundan í músík-
inni?
„Við viljum bara spila sem mest,
þegar við erum í landi. Það sem
ber hæst í sumar er að sjálfsögðu
humarhátíðin á Höfn. Þar er nú
alltaf mikil gleði.“
Hvor ykkar er betri nikkari?
„Við spilum eiginlega alltaf
saman, svo það má eiginlega segja
að við séum bestir saman. Við
erum mjög ólíkir spilarar en við
fullkomnum hvorn annan.“
Og með þeim orðum kveð ég
þessa nikkandi sjóara þar sem
þeir sigla á miðin í kvöldsólinni við
Hornafjörð.
Platan þeirra 12 íslensk Nýdönsk
lög fæst í öllum betri hljómplötu-
verslunum, og svo er hægt að
panta hjá þeim sjálfum á Facebook
síðu þeirra undir nafninu Harmon-
ikkubræðurnir.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Bragi Fannar og Andri Snær Þorsteinssynir eru 22 ára tvíburar frá Hornafirði. Þeir
bræður spila á harmonikku og gera það gott. Önnur plata þeirra er nýkomin út, 12
íslensk Nýdönsk lög.
Hannes
Friðbjarnarson
hannes@
frettatiminn.is
„Við erum búnar að vera með
40 stelpur hjá okkur í ár. Þær
hafa myndað 8 hljómsveitir og
verið alveg ótrúlega duglegar.
Sumar eru vanar því að spila
og aðrar koma bara algerlega
óundirbúnar. Við reynum
oftast að láta þær spila á hljóð-
færi sem þær eru kannski
ekki vanar að spila á. Þær eru
allar mjög hugrakkar, sjálf-
stæðar og klárar,“ segir Ás-
laug Einarsdóttir rokkbúða-
stýra.
Stelpur rokka! er tón-
listarverkefni sem hefur verið
starfrækt undanfarnar tvær
vikur í Tónlistarþróunarmið-
stöðinni í Reykjavík. Þetta er
þriðja skiptið sem stelpum á
aldrinum 12-16 ára er boðið
upp á rokksumarbúðir. Í rokk-
sumarbúðunum fá stelpurnar
leiðsögn við að spila á hljóð-
færi, spila saman í hljómsveit,
semja lög og koma fram á
lokatónleikum rokkbúðanna
fyrir framan fjölskyldu og
vini.
Í rokkbúðunum eru ásamt
Áslaugu tveir starfsmenn og
er þetta sjálfboðastarf. „Við
erum alltaf að leita að fleiri
konum í þetta og við hvetjum
áhugasamar um að hafa bara
samband við okkur.“
Lokatónleikar rokkbúð-
anna verða í dag, föstudaginn
27. júní, klukkan 17 í Tón-
listarþróunarmiðstöðinni að
Hólmaslóð 2. Dagana 7.-11.
júlí verða rokkbúðirnar svo á
Akureyri og allar upplýsingar
og skráningu má finna á
www.stelpurrokka.org
Um fjörutíu stelpur hafa verið í rokk-
sumarbúðum undanfarnar tvær vikur.
Jogvan Hansen, ásamt þeim Jóhanni
Hjörleifssyni, Sigurði Flosasyni, Agnari Má
Magnússyni og Gunnari Hrafnssyni, flytur
mörg af bestu lögum Frank Sinatra í Salnum
í Kópavogi í kvöld, föstudaginn 27. júní,
klukkan 22.
Jogvan hefur lengi dreymt um að flytja
lög gullaldar swing-tímabilsins og lofar
mikilli stemningu.
Frank Sinatra er án efa einn af þekktustu
söngvurum tónlistarsögunnar, fyrr og síðar.
Lög eins og My way, Fly me to the Moon,
New York New York og Moon River eru
mörgum kunn og þau munu án efa heyrast
á tónleikunum í Salnum. Miðaverð er 3000
krónur og eru miðar seldir við innganginn.
Jogvan syngur Sinatra
Þyngir ekki hárið og hefur þykkjandi áhrif með hjálp Collagen þykknis. Vatnsroð hveiti prótín
hjálpar við að gera hárið þykkara og heilbrigðara. Frábært fyrir þunnt, fíngert og linnt hár.
Ert þú búin að prófa ?
Biotin & Collegen sjampó og næring
Fjölskylduskemmt-
unin Pottapopp verður
haldin í annað sinn í gömlu
sundhöllinni í Hafnarfirði
á morgun, laugardaginn
28. júní. Tónlistin ómar frá
klukkan 14 og stendur til
18. Þau sem koma fram eru
Kjartan Arnald, Adda og
Sunna, Sveinn Guðmunds-
son, Fox Train Safari, Vítis-
kvalir og Vio.
Á milli tónlistaratriða
mun Diskótekið Dísa
stytta gestum stundir með
skemmtilegri tónlist.
Ef veður leyfir verða
tónleikarnir haldnir úti á
pottasvæðinu en annars
verða þeir fluttir inn í
sundlaugina.
Ókeypis aðgangur og
frítt popp fyrir börnin.
Pottapopp í Hafnarfirði
66 dægurmál Helgin 24.-26. maí 2013