Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 26
 Lín Design Laugavegi 176 og Glerártorgi www.lindesign.is Sími 533 2220 Brúðargjöfin sem mýkist ár eftir ár Ofið úr Pima bómull sem er einstök að gæðum Úrval brúðargjafa á tilboðsverði Hross í oss komin með 70 stjörnur O f Horses and Men, eins og hún nefnist á ensku, er fyrsta kvik-mynd Benedikts Erlingssonar í fullri lengd og má segja að hann hafi stimplað sig rækilega inn í hóp okkar fremstu kvikmyndagerðarmanna, og um leið orðinn einn áhugaverðasti leik- stjórinn í Evrópu um þessar mundir. Dómar erlendra fjölmiðla hafa ekki látið á sér standa og hafa gagnrýnendur keppst við að ausa lofi yfir myndina og Kvikmyndin Hross í oss hefur farið sigurför um heiminn frá því að hún var frumsýnd hér á Íslandi á síðasta ári. Myndin hefur sópað að sér viðurkenningum nánast á öllum kvik- myndahátíðum sem hún hefur verið á og það er greinilegt að kvikmyndaáhugafólk um allan heim er hrifið af myndinni, kvikmyndatökunni og tónlistinni sem samin er af Davíð Þór Jónssyni. leikstjóra hennar Benedikt Erlings- son. Fréttatíminn tók saman gagn- rýni frá átján dagblöðum og net- miðlum og hefur myndin samtals fengið 70 stjörnur. Myndin fær nán- ast alltaf fjórar stjörnur eða meira. Enska dagblaðið The Guardian segir myndina stórkostlega áhuga- verða á margan hátt, og segir í dómi blaðsins að Benedikt nái að sýna samband hests og manns á mjög hreinskilinn og rómantískan hátt. Blaðamaður er sannfærður um að myndin eigi skilið þann „cult“ status sem hún hefur hlotið. Bandaríska kvikmyndatíma- ritið Variety fer einnig fögrum orðum um myndina og segir hana fulla af dásamlega þurrum húmor og mögnuðum senum sem sýna ótrúlegt landslag Íslands. Einnig minnist blaðið sérstaklega á kvik- myndatökuna sem var í höndum Bergsteins Björgúlfssonar. Það verður spennandi að sjá hvað Benedikt tekur sér fyrir hendur næst, en ljóst er eftir því verður beðið með mikilli eftirvæntingu, um allan heim. Kvikmyndin Hross í oss er enn í sýningu í Bíó Paradís. Hannes Friðfinnson hannes@frettatiminn.is Viðurkenningar Amiens International Film festival Frakkland Besta leikkona: Charlotte Böving Verðlaun hátíðarinnar: Benedikt Erlingsson CPH:PIX Danmörk Áhorfendaverðlaun Politiken: Benedikt Erlingsson Kvikmyndahátíðin í Gautaborg Svíþjóð Áhorfendaverðlaun – Besta skandi- navíska myndin. FIPRESCI Prize Kvikmyndahátíðin í San Fransisco Bandaríkin Benedikt Erlingsson tilnefndur sem besti nýi leikstjórinn San Sebastian Film Festival Spánn Besti nýi leikstjórinn: Benedikt Erlingsson Kvikmyndahátíðin í Tallin Eistlandi FIPRESCI Prize: Benedikt Erlingsson Besta myndin Besta kvikmyndatakan: Bergsteinn Björgúlfsson Kvikmyndahátíðin í Tókýó Japan Besta leikstjórn Kvikmyndahátíðin í Tromsö Noregur Besta myndin Les Arcs kvikmyndahátíðin Frakkland Besta mynd Besta tónlistin – Davíð Þór Jónsson The Youth Prize kvikmyndahátíðin í Tarragona Spánn Kvikmyndahátíðin í Aubagne Frakkland Grand Prix Besta tónlistin Golden Iris Brussel Belgía Besta myndin Edduverðlaunin Ísland Besta mynd Besta handrit Besti leikstjóri Besta kvikmyndataka Besti karlleikari í aðalhlutverki Bestu tæknibrellur Benedikt Erlingsson tekur við verðlaunum í San Sebastian 26 úttekt Helgin 27.-29. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.