Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Page 26

Fréttatíminn - 27.06.2014, Page 26
 Lín Design Laugavegi 176 og Glerártorgi www.lindesign.is Sími 533 2220 Brúðargjöfin sem mýkist ár eftir ár Ofið úr Pima bómull sem er einstök að gæðum Úrval brúðargjafa á tilboðsverði Hross í oss komin með 70 stjörnur O f Horses and Men, eins og hún nefnist á ensku, er fyrsta kvik-mynd Benedikts Erlingssonar í fullri lengd og má segja að hann hafi stimplað sig rækilega inn í hóp okkar fremstu kvikmyndagerðarmanna, og um leið orðinn einn áhugaverðasti leik- stjórinn í Evrópu um þessar mundir. Dómar erlendra fjölmiðla hafa ekki látið á sér standa og hafa gagnrýnendur keppst við að ausa lofi yfir myndina og Kvikmyndin Hross í oss hefur farið sigurför um heiminn frá því að hún var frumsýnd hér á Íslandi á síðasta ári. Myndin hefur sópað að sér viðurkenningum nánast á öllum kvik- myndahátíðum sem hún hefur verið á og það er greinilegt að kvikmyndaáhugafólk um allan heim er hrifið af myndinni, kvikmyndatökunni og tónlistinni sem samin er af Davíð Þór Jónssyni. leikstjóra hennar Benedikt Erlings- son. Fréttatíminn tók saman gagn- rýni frá átján dagblöðum og net- miðlum og hefur myndin samtals fengið 70 stjörnur. Myndin fær nán- ast alltaf fjórar stjörnur eða meira. Enska dagblaðið The Guardian segir myndina stórkostlega áhuga- verða á margan hátt, og segir í dómi blaðsins að Benedikt nái að sýna samband hests og manns á mjög hreinskilinn og rómantískan hátt. Blaðamaður er sannfærður um að myndin eigi skilið þann „cult“ status sem hún hefur hlotið. Bandaríska kvikmyndatíma- ritið Variety fer einnig fögrum orðum um myndina og segir hana fulla af dásamlega þurrum húmor og mögnuðum senum sem sýna ótrúlegt landslag Íslands. Einnig minnist blaðið sérstaklega á kvik- myndatökuna sem var í höndum Bergsteins Björgúlfssonar. Það verður spennandi að sjá hvað Benedikt tekur sér fyrir hendur næst, en ljóst er eftir því verður beðið með mikilli eftirvæntingu, um allan heim. Kvikmyndin Hross í oss er enn í sýningu í Bíó Paradís. Hannes Friðfinnson hannes@frettatiminn.is Viðurkenningar Amiens International Film festival Frakkland Besta leikkona: Charlotte Böving Verðlaun hátíðarinnar: Benedikt Erlingsson CPH:PIX Danmörk Áhorfendaverðlaun Politiken: Benedikt Erlingsson Kvikmyndahátíðin í Gautaborg Svíþjóð Áhorfendaverðlaun – Besta skandi- navíska myndin. FIPRESCI Prize Kvikmyndahátíðin í San Fransisco Bandaríkin Benedikt Erlingsson tilnefndur sem besti nýi leikstjórinn San Sebastian Film Festival Spánn Besti nýi leikstjórinn: Benedikt Erlingsson Kvikmyndahátíðin í Tallin Eistlandi FIPRESCI Prize: Benedikt Erlingsson Besta myndin Besta kvikmyndatakan: Bergsteinn Björgúlfsson Kvikmyndahátíðin í Tókýó Japan Besta leikstjórn Kvikmyndahátíðin í Tromsö Noregur Besta myndin Les Arcs kvikmyndahátíðin Frakkland Besta mynd Besta tónlistin – Davíð Þór Jónsson The Youth Prize kvikmyndahátíðin í Tarragona Spánn Kvikmyndahátíðin í Aubagne Frakkland Grand Prix Besta tónlistin Golden Iris Brussel Belgía Besta myndin Edduverðlaunin Ísland Besta mynd Besta handrit Besti leikstjóri Besta kvikmyndataka Besti karlleikari í aðalhlutverki Bestu tæknibrellur Benedikt Erlingsson tekur við verðlaunum í San Sebastian 26 úttekt Helgin 27.-29. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.