Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 74
ferðalög Helgin 27.-29. júní 20146kynningarblað um ferðalög innanlands
L
andmannalaugar eru
án efa ein af helstu
náttúruperlum lands-
ins. Náttúrufegurðinni
er vart hægt að lýsa í
orðum. Alla regnbogans liti er að
finna í fjallahringnum umhverfis
svæðið. Guli liturinn í líparítinu er
þó ríkjandi og magnar hann upp
sólargeislana á góðviðrisdögum og
gefur svæðinu vinalegt yfirbragð.
Það er vegna jarðhitaummyndana
sem þessi litadýrð er til staðar, en
Torfajökulssvæðið er eitt mesta há-
hitasvæði landsins og því er þar að
finna kraumandi hveri og laugar.
Svæðið er virk megineldstöð, lípar-
ítkvikan er bæði seig og köld en við
snögga kólnun myndar kvikan svart
gljándi gler, þ.e. hrafntinnu. Lípar-
ít er oftast grátt, gult, bleikt eða
grænt á lit.
Þrátt fyrir að vaxtartími plantna
sé ekki nema um tveir mánuðir á
ári hafa fundist um 150 tegundir
af plöntum á svæðinu, s.s. klófífa,
grasvíðir, mýrastör og eyrarrós.
Gestum sem koma á svæðið gefst
kostur á að baða sig í heitri nátt-
úrulaug sem er rétt við skálasvæð-
ið. Þar er dásamlegt að slappa af og
njóta dýrðarinnar.
Landmannalaugar eru upphafs-
staður Laugavegarins, vinsælustu
gönguleiðar landsins sem um 6000
manns ganga á hverju ári. Lauga-
vegur hefur nú verið tilnefndur sem
ein af 10 bestu gönguleiðum í heimi
af National Geographic. „Það var
mjög ánægjulegt og viðurkenning á
áratuga langri uppbyggingu Ferða-
félagsins á gönguleiðinni. Þá voru
bæði gönguleiðin sjálf og skála-
svæðin tekin út sérstaklega áður en
gönguleiðin fékk þessa viðurkenn-
ingu. Eins hafa Landmannalaugar
komið vel út úr öllum könnunum
sem gerðar hafa verið á svæðinu og
m.a. 2012 komu Landmannalaugar
best út allra ferðamannastaða á
landinu hvað varðar heildarupp-
lifun ferðamanna í könnun Ferða-
málastofu,“ segir Páll Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Ferðafélags
Íslands.
Uppbygging og þjónusta
Árlega kemur fjöldi ferðamanna til
þess að njóta þessarar einstöku nátt-
úrufegurðar. Páll segir að það sé
mikilvægt að ráðast í rannsóknir á
gróðurfari og náttúru til að hægt sé
að meta þolmörk fyrir svæðið. „Þær
rannsóknir sem gerðar hafa verið
hafa snúist um þjónustu og aðstæð-
ur og eru að mörgu leyti of takmark-
aðar. Öll umræða um þolmörk hefur
því verið huglægt mat. Þá hefur um-
ræða um svæðið einnig verið einhæf
og vitlaus. Til að mynda eru tölur
Landmannalaugar vinsælasti
ferðamannastaður á hálendi Íslands
Náttúrufegurð í Landmannalaugum, Torfajökulssvæðinu og Fjallabaki
er einstök. Með fjölgun ferðamanna á svæðið þarf að gera meira af því
að stýra umferðinni inn á fleiri svæði.
um 120.000 ferðamenn á svæðinu
yfir sumartímann rangar og byggð-
ar á röngum meðaltalsstuðlum. Hið
rétta er að um 70-80.000 ferðamenn
sækja Landmannalaugar heim yfir
sumartímann og 80 prósent þeirra
er dagsdvalargestir sem stoppa í 3-5
klukkustundir.“
Það var árið 1951 sem fyrsti skál-
inn á svæðinu var byggður, áður en
vegur var lagður um svæðið. Það
var því ekki á allra færi að fara í
Landmannalaugar. Eftir að vegur-
inn var lagður lét Ferðafélagið gera
varnargarð við Jökulgilskvísl til að
verja svæðið fyrir ágangi árinnar.
Það er ein af forsendum þess að
uppbygging geti átt sér stað því
annars er hætta á að áin hefði flætt
yfir svæðið.
Nú er þar að finna skálahús á
tveimur hæðum sem rúmar 78
manns í rúmum. Uppi eru þrjú
svefnloft og lítið kvistherbergi,
niðri er stór svefnskáli, eldhús, for-
stofa og móttaka fyrir ferðamenn.
Auk gistiskála er stórt hreinlætis-
hús með sturtum og vatnssalern-
um. Nú stendur yfir vinna sveitarfé-
laga um skipulag Landmannalauga.
„Það er mjög ánægjulegt að sú
vinna sé farin af stað og eftir því
hefur verið beðið lengi. Við höfum
verið nokkrum árum á eftir okkur
sem þjóð í skipulagsmálum og
ýmsum málum er varða ferðaþjón-
ustuna en vonandi verða stjórnvöld
búin að klára þá vinnu sem allra
fyrst,“ segir Páll.
Ferðamynstur einstaklinga hefur
breyst mikið síðustu ár. Ferðamenn
gera auknar kröfur um þjónustu
og aðgengi að áfangastöðum hefur
batnað. Vegakerfið er betra og bíla-
kostur landans er betri. Allt þetta
gerir það að verkum að fleiri eru
farnir að ferðast og ekki einvörð-
ungu að sumarlagi heldur allan árs-
ins hring. Yfir sumartímann ganga
áætlunarleiðir daglega á svæðið og
því geta allir sem vilja heimsótt það.
Langstærstur hluti ferðamanna
sem heimsækir Landmannalaugar
stoppar þar við í aðeins 4-5 klukku-
stundir.
Þolmörk og manngert umhverfi
Markmið Ferðafélags Íslands er
að hvetja til ferðalaga um Ísland
og greiða fyrir þeim. Fjöldi ferða-
manna hér á landi hefur aukist
mikið síðustu ár og að sama skapi
inni á hálendinu. Íslendingar hafa
einnig sótt í sig veðrið og má greina
mikinn áhuga í þjóðfélaginu á
útivist og ferðalögum. Sífellt fleiri
halda til fjalla til að njóta útivistar
og náttúrunnar. Ferðafélagið vill
efla þjónustu við þessa ferðamenn
og byggja upp betri aðstöðu.
Náttúruvernd
Ferðafélag Íslands og Umhverfis-
stofnun hafa verið í samstarfi um
árabil. Sjálfboðaliðar hafa komið
hingað til lands erlendis frá og unn-
ið að stikun og viðhaldi göngustíga,
m.a. á Laugaveginum og á svæðinu
í kringum Landmannalaugar. Þetta
er mjög brýnt og þarft verkefni því
mikilvægt er að viðhalda þeim stíg-
um sem fyrir eru og stýra göngu-
fólki inn á rétta leið, það lágmarkar
ágang á náttúruna og eykur öryggi
ferðamanna.
Umhverfisstofnun hefur form-
lega umsjón með svæðinu og ræður
landverði til starfa. Starf landvarða
er bæði margþætt og mikilvægt,
þeir sjá meðal annars um að ferða-
menn fylgi eftir reglum friðlandsins
og vinna að annari náttúruvernd.
Þörf er á að fá fleiri landverði til
starfa á komandi árum til að anna
öllum þeim verkefnum sem liggja
fyrir.
Miklu máli skiptir að þeir sem
kjósa að njóta útivistar umgangist
náttúruna af virðingu. Mikilvægt er
að skilja ekki eftir rusl á víðavangi
heldur taka allar umbúðir, klósett-
pappír og annað til byggða. Einnig
er mikilvægt að fylgja merktum
stígum og traðka ekki á viðkvæm-
um gróðri. „Ísland er einstakt land,
í raun og veru ævintýraeyja fyrir
ferðamenn og þá sem unna náttúru
og útiveru. Við þurfum að vanda
okkur alveg sérstaklega þegar við
ferðumst um og njótum náttúrunn-
ar og ekki síður þegar við tökum
á móti ferðamönnum, þannig að
við göngum ekki á auðlindina og
getum um leið viðhaldið eftir-
spurninni,“ segir Páll Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Ferðafélags
Íslands.
Unnið í samstarfi við
FerðaFélag Íslands
Hattur í Hattveri. Á viðkvæmum svæðum þarf að stýra umferðinni og tryggja að ferðamenn haldi sig á stígum.
Laugavegurinn, vinsælasta gönguleið landsins. Um 6000 göngu-
menn ganga leiðina á hverju sumri. Ferðafélag Íslands, með stuðn-
ingi Valitor, hefur sett upp 10 skilti á leiðinni sem sýna gönguleiðina
og upplýsingar um öryggisatriði.
Glaðvær hópur á góðum degi í Landmannalaugum að leggja af stað á
Laugaveginn.