Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 60
Edda Erlends- dóttir píanó- leikari er búsett í París og starfar sem prófessor í píanóleik við Tón- listarskólann í Versölum.  Sumartónleikar liStaSafn SigurjónS Edda Erlendsdóttir hefur leikinn Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar hefj- ast í tuttugasta og sjötta sinn þriðjudagskvöldið 1. júlí næst- komandi. Á sínum tíma voru þeir einu skipulögðu tónleika- viðburðir sumarsins í Reykjavík, en þótt margt hafi komið til síðan sýna vinsældir og aðsókn, jafnt flytjenda sem gesta, að þeirra er þörf, segir í tilkynn- ingu safnsins. Á þessum rúma aldarfjórðungi hafa margir helstu tónlistarmenn landsins leikið eða sungið í safninu og oft dregið með sér frábæra erlenda kollega, segir enn fremur. Fyrstu tónleika sumarsins tileinkar Edda Erlendsdóttir píanóleikari tónskáldinu Carl Philipp Emanuel Bach, en í ár eru liðin 300 ár frá fæðingu hans. Edda leikur Rondó í e moll, Sónötu í F dúr, Sónötu í c moll og Fantasíu í C dúr eftir hann. Einnig leikur hún Sónötu nr. 47 í h moll og Ariettu með 12 tilbrigðum í Es dúr eftir Joseph Haydn sem var mikill aðdáandi C.P.E. Bachs. -jh Á þessum rúma aldar- fjórðungi hafa margir helstu tónlistarmenn landsins leikið eða sungið í safninu og oft dregið með sér frábæra erlenda kollega.  menning ólíkir liStamenn túlka Samtímann í gegnum portrettið Með kindarhaus í maganum Yfir 70 íslenskir listamenn sýna samtíðarportrett á sumarsýningu Listasafns Akureyrar en um 300 verk eru á sýningunni. Portrettin eru ýmist málverk, ljósmyndir og teikningar, en einnig styttur og myndbandsverk. Áhorfendur fá á sýningunni tækifæri til að skoða íslenska samtíð í samspili portrettmyndanna sem draga fram eins konar mósaíkmynd af samtímanum. H ugmyndina að þessari sýningu fékk Katrín Matthíasdóttir myndlist- arkona sem hefur mikinn áhuga á portrettum og gerði sjálf þrjú portrett sem eru á sýningunni af börnunum hennar,“ segir Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslu- fulltrúi Listasafns Akureyrar, um sumarsýningu safnsins sem ber yfirskriftina „Íslensk sam- tíðarportrett – mannlýsingar á 21. Öld.“ Þar gefur að líta hvernig yfir 70 listamenn glíma við hug- myndina um portrett, á þriðja hundrað verk eru á sýningunni og þar eru portrettin ýmist mál- verk, ljósmyndir og teikningar, en líka styttur, myndbandsverk og meira að segja einn bíll. Guð- rún bendir á portrett af mynd- höggvaranum Hallsteini Sigurðs- syni sem Gunnar Árnason gerði. „Þetta portrett er af manninum sem átti þennan bíl. Hann fór um allt á bílnum og menn sáu hann ekki fyrir sér nema á þessum bláa bíl,“ segir hún. Eftir að Katrín fékk hug- myndina að sýningunni setti hún sig í samband við Hannes Sigurðsson, sem var forstöðu- maður listasafnsins þar til í vor, og sendi hann boð til útvalinna listamanna um að senda sér ljós- myndir af verkum en Guðrún segir það síðan hafa verið í hönd- um dómnefndar að velja hvaða verk voru valin frá viðkomandi listamanni. Öll verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að hafa verið unnin á síðustu 14 árum, á 21. öldinni. Meðal þeirra lista- manna sem eiga á henni verk eru Ragnar Kjartansson, Erró, Ólöf Nordal, Halldór Baldursson og Steinunn Þórarinsdóttir. Sumir gerðu verk sérstaklega fyrir sýn- inguna og mörg þeira hafa aldrei verið sýnd áður. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona sem meðal annars hefur gert tréskúlptúra af fólki og kindum sem prýða flesta Icelandair-hótelin, var með sjálfsmynd á sýningunni, tréfígúru með stóran gegnsæjan maga. „Það sem hér vekur for- vitni og spennu er hvað er í maganum,“ segir Guðrún og bendir á portrettið. „Fyrst dettur manni í hug fóstur en þegar betur er að gáð sést að þetta er kindahaus. Þá er hægt að velta fyrir sér hvort þetta sé tákn um sköpunina, en listakonan vinnur mikið með kinda- og lamba- skúlptúra.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Sjálfsmynd Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur með kindarhaus í maganum sem tákn fyrir sköpunina. Verk Hallgríms Helgasonar. Hér er Halldór Laxness umkringdur karlkyns rithöfunum sem allir eru í kvenmannsfötum. Þarna er síðan ein kona, Guðrún frá Lundi. Verk Gunnars Árnasonar af myndhöggvaranum Hallsteini Sigurðssyni sem fór um allt á þessum bláa jeppa. Birgir Snæbjörns hefur mikið unnið með ljóskuímyndina og hér má sjá samansafn ljóskumynda allt frá lokum sjötta áratugarins. Portrett Katrínar Matthías- dóttur af börnunum hennar þremur. 60 menning Helgin 27.-29. júní 2014 ásamt Jazz at Lincoln Center Orchestra Tryggðu þér miða í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is Harpa í samstarfi við Jazzhátíð Reykjavíkur www.harpa.is/marsalis Eldborg 4. júlí kl. 20:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MIÐASALA: 412 7711 - WWW.BIOPARADIS.IS HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI Í SAL 1 FRÍTT INN ANDRI OG EDDA LAU OG SUN KL. 16:00 Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.