Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 70
ferðalög Helgin 27.-29. júní 20142kynningarblað um ferðalög innanlands
Frábær ferðafélagi
Blómaeldhús á hjara veraldar
Pálína Jónsdóttir
rekur rómantískt
og fjölskylduvænt
sveitahótel í nágrenni
Hofsóss. Matseðillinn
á veitingastað hót-
elsins breytist dag frá
degi því hún notast að
mestu við hráefni frá
svæðinu. Hún segir
það svolitla áskorun
en á fyrir vikið í nánu
matarsambandi við
margt fólk í nágrenn-
inu sem útvegar rétta
hráefnið auk þess sem
hún tínir blóm og jurtir
og ræktar matjurtir
sjálf.
L eikkonan Pálína Jónsdóttir rekur sveitahót-elið Lónkot í nágrenni Hofsóss yfir sumar-tímann. Aðeins eru sex herbergi á hótelinu
og því fáir gestir sem dvelja þar á hverjum tíma.
„Við þær aðstæður kynnist maður gestunum vel
sem er mjög skemmtilegt. Sumir þeirra koma
aftur og aftur,“ segir hún.
Yfir vetrartímann býr Pálína í Reykjavík og
starfar sem leikkona og leikstjóri en bregður
sér svo í hlutverk hóteleiganda og kokks yfir
sumartímann. Í haust ætlar hún svo að leggja
land undir fót og hefja meistaranám í leikstjórn
við Columbia háskóla í New York. Hótelið er því
opið frá byrjun júnímánaðar til loka ágúst ár
hvert. Foreldrar Pálínu ráku gistiheimili og
veitingastað að Lónkoti á árum áður en hún
tók við rekstrinum árið 2012 og breytti í
sveitahótel. Sjálf er hún alin upp í Reykja-
vík en á ættir að rekja bæði til Skaga- og
Eyjafjarðar og dvaldi þar í sveitinni á
sumrin í æsku.
Á sveitahótelinu er veitinga-
staðurinn Blómaeldhús Pálínu
þar sem framreiddir eru réttir
úr hráefni náttúrunnar
í nágrenni Lónkots.
„Það er virkilega
gaman að tína
blómin, berin og
grösin sem spretta hér í kring og matreiða úr því.
Fiskurinn kemur svo frá Hofsósi og úr Fljótunum.“
Ekki er fastur matseðill á veitingastaðnum því
hann breytist eftir því hvaða hráefni er til frá degi
til dags. „Við segjum okkar gestum hvað er á hlóð-
unum hverju sinni. Þetta er svolítil áskorun en
fyrir vikið á ég í nánu matarsambandi við fullt af
fólki í nágrenninu sem útvegar mér rétta hráefnið
auk þess sem ég rækta hér matjurtir sjálf.“
Aðspurð hvort hægt sé að reka veitingastað
aðeins með hráefni af svæðinu segir hún það
ekki hægt að öllu leyti og því kaupi hún einnig
inn annars staðar að. Sem dæmi má nefna kemur
kræklingurinn frá Drangsnesi. Allt er svo gert frá
grunni í eldhúsinu og er fjóluísinn löngu orðinn
landskunnur einkennisréttur Lónkots.
Pálína er sjálflærður ástríðukokkur og kviknaði
áhugi hennar á matargerð þegar hún dvaldi í Lyon
í Frakklandi við nám í listdansi á árunum 1990 til
1991. „Bragðlaukarnir vöknuðu til lífsins þarna í
Lyon og ég fékk brennandi áhuga á matargerð. Svo
fékk ég fína aðstöðu hjá foreldrum mínum, sem þá
ráku Lónkot, til að þróa matarástríðuna og hug-
myndir mínar um matreiðslu úr staðbundnu hrá-
efni. Á sama tíma voru Slow-Food samtökin á Ítalíu
að verða til sem voru gagngert sett upp sem and-
spyrna við Fast food matarframleiðslu og veitinga-
húsakeðjur. Ég vissi ekki af þeim fyrr en blaða-
mann á Mogganum bar að garði og tók við mig
viðtal. Að sjálfsögðu gekk ég strax í samtökin því
hugmyndafræði þeirra fer vel við það sem ég er að
fást við.“ Einkunnarorð samtakanna eru „hreinn,
góður og sanngjarn.“ Verkefnið Matarkista Skaga-
fjarðar hófst fyrir rúmum áratug og byggir á
mataröflun og nýtingu staðbundins hráefnis og
er Pálína bæði upphafskona og forystukind hug-
myndafræðinnar.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Pálína Jónsdóttir starfar
sem leikkona og leikstjóri
yfir vetrartímann en rekur
rómantískt og fjölskyldu-
vænt sveitahótel
í Skagafirði á
sumrin.
Ljósmyndir/
Áslaug Snorra-
dóttir
Lónkot er niðri við sjávarsíðuna í Skagafirði. Þaðan er
fallegt útsýni til Málmeyjar, Drangeyjar og Þórðarhöfða.
Aðeins eru sex herbergi á hótelinu svo Pálína kynnist
gestunum vel.
Pálína tínir blóm, ber og grös í náttúrunni í kringum
Lónkot og nýtur fjóluísinn mikilla vinsælda.
Það þarf ekki að vera mikið mál að skella sér til Eyja einhvern góðviðrisdag-
inn í sumar því þangað siglir Herjólfur fimm sinnum á dag frá Landeyjahöfn.
Endalausir möguleikar eru í Eyjum til að skemmta sér vel og jafnvel reyna
eitthvað nýtt eins og til dæmis að spranga, synda í sundlaug með
saltvatni, kíkja á stærstu lundabyggð í heimi eða sædýra-
safnið Sæheima. Á dögunum opnaði í Eyjum glæsilegt
Gosminjasafn þar sem hægt er fræðast um
gosið í Eyjum árið 1973. Í Eyjum er líka að finna
skemmtilega veitingastaði, meðal annarra
staðinn Gott sem hjónin Berglind Sigmars-
dóttir, höfundur bókarinnar Heilsuréttir
fjölskyldunnar, og Sigurður Gíslason
matreiðslumaður
reka.
Dagsferð til Eyja